„Íbúar sem hafa ekki getað náð í það í dag eða eru í erfiðleikum, geta komið þangað upp eftir til klukkan að verða tíu í kvöld og fengið að láni.
„Það er mannskapur þarna upp frá til allavega tíu og það er nóg að renna bara til þeirra og þá er hægt að fá svona græju í láni“ segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í samtali við fréttastofu.
Hitagjafarnir voru skaffaðir af almannavörnum.