„Hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2024 12:30 Daniel Mortensen er mikilvægur hlekkur í liði Grindavíkur. Hann setti niður sex þrista í átta tilraunum gegn Þór Þorlákshöfn á fimmtudaginn. Vísir/Hulda Margrét Frammistaða Grindvíkinga gegn Þór í Þorlákshöfn síðastliðinn fimmtudag var til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Teitur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins, segir að liðið geti farið alla leið. Grindvíkingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Þórsurum á útivelli á fimmtudaginn, 84-92. Þetta var sjöundi sigur Grindvíkinga í röð og liðið er nú með 22 stig líkt og Keflavík, Njarðvík og Þór í 2.-5. sæti deildarinnar. Keflavík og Njarðvík eiga þó bæði leik til góða. Þeir Daniel Mortensen og Julio De Assis hafa komið vel inn í Grindavíkurliðið á tímabilinu, en Mortensen kom til liðsins í sumar og Julio bættist í hópinn stuttu fyrir jól. Mortensen var lengi vel stigahæsti maður Grindvíkinga í leiknum gegn Þór á fimmtudaginn og endaði með 24 stig, þar af setti hann niður sex þrista í átta tilraunum. „Þetta er einn besti leikurinn hans í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson um frammistöðu Danans. „Ég hef á tilfinningunni að einhver hafi talað bara við hann, bankað á hausinn í honum því hann hittir bara öllu orðið.“ Tekur minna hlutverki með bros á vör Julio De Assis fékk einnig mikið hrós frá sérfræðingum þáttarins, en hann gekk í raðir Grindavíkur í desember á síðasta ári. „Hann kemur inn í allt annað hlutverk en hann var í hjá Breiðablik í fyrra. Hann er að taka miklu færri skot og er að reyna miklu minna,“ sagði Ómar Örn Sævaarsson um Julio. „Það er oft erfitt fyrir svona menn að sætta sig við minna hlutverk en mér finnst hann gera það bara með bros á vör. Mér finnst hann vera rosalega jálvæður og orkumikill.“ „Á augnablikum getur [DeAndre] Kane verið svolítið neikvæður, en þá finnst mér Julio bara taka því. Það komu tvö atvik í leiknum þar sem Kane missti bara boltann út af og snýr sér að einhverjum til að kenna einhverjum öðrum um og þá er eins og Julio bara taki það á sig.“ Grindvíkingar geti farið alla leið Teitur Örlygsson greip að lokum boltann á lofti og setti smá pressu á Grindvíkinga. Hann segir að liðið geti farið alla leið og unnið þann stóra. „Ef ég má klára þetta þá finnst mér Grindavík vera orðið svona lið núna sem margir þjálfarar eru bara komnir með smá áhyggjur af. Þeir hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta,“ sagði Teitur að lokum, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Sjá meira
Grindvíkingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Þórsurum á útivelli á fimmtudaginn, 84-92. Þetta var sjöundi sigur Grindvíkinga í röð og liðið er nú með 22 stig líkt og Keflavík, Njarðvík og Þór í 2.-5. sæti deildarinnar. Keflavík og Njarðvík eiga þó bæði leik til góða. Þeir Daniel Mortensen og Julio De Assis hafa komið vel inn í Grindavíkurliðið á tímabilinu, en Mortensen kom til liðsins í sumar og Julio bættist í hópinn stuttu fyrir jól. Mortensen var lengi vel stigahæsti maður Grindvíkinga í leiknum gegn Þór á fimmtudaginn og endaði með 24 stig, þar af setti hann niður sex þrista í átta tilraunum. „Þetta er einn besti leikurinn hans í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson um frammistöðu Danans. „Ég hef á tilfinningunni að einhver hafi talað bara við hann, bankað á hausinn í honum því hann hittir bara öllu orðið.“ Tekur minna hlutverki með bros á vör Julio De Assis fékk einnig mikið hrós frá sérfræðingum þáttarins, en hann gekk í raðir Grindavíkur í desember á síðasta ári. „Hann kemur inn í allt annað hlutverk en hann var í hjá Breiðablik í fyrra. Hann er að taka miklu færri skot og er að reyna miklu minna,“ sagði Ómar Örn Sævaarsson um Julio. „Það er oft erfitt fyrir svona menn að sætta sig við minna hlutverk en mér finnst hann gera það bara með bros á vör. Mér finnst hann vera rosalega jálvæður og orkumikill.“ „Á augnablikum getur [DeAndre] Kane verið svolítið neikvæður, en þá finnst mér Julio bara taka því. Það komu tvö atvik í leiknum þar sem Kane missti bara boltann út af og snýr sér að einhverjum til að kenna einhverjum öðrum um og þá er eins og Julio bara taki það á sig.“ Grindvíkingar geti farið alla leið Teitur Örlygsson greip að lokum boltann á lofti og setti smá pressu á Grindvíkinga. Hann segir að liðið geti farið alla leið og unnið þann stóra. „Ef ég má klára þetta þá finnst mér Grindavík vera orðið svona lið núna sem margir þjálfarar eru bara komnir með smá áhyggjur af. Þeir hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta,“ sagði Teitur að lokum, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta
Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Sjá meira