Doncic í stuði í stórsigri og hetjudáðir Steph Curry tryggðu sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2024 09:31 Steph Curry tryggði Golden State Warriors sigurinn á seinustu sekúndu leiksins. Lachlan Cunningham/Getty Images Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins er Dallas Mavericks vann 35 stiga stórsigur gegn Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 146-111. Doncic og félagar höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda og skoruðu hvorki meira né minna en 47 stig í fyrsta leikhluta gegn 30 stigum gestanna. Heimamenn máttu því alveg við því að Oklahoma-liðið myndi vinna annan leikhluta með átta stiga mun og staðan var því 71-62, Dallas Mavericks í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn héldu svo áfram að byggja upp forskot sitt í seinni hálfleik og leiddu mest með 41 stigi. Sigur þeirra var því aldrei í hættu og Dallas Mavericks fagnaði að lokum 35 stiga sigri, 146-111. Luka Doncic var sem áður segir stigahæsti maður vallarins með 32 stig, en hann tók einnig átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Næstur á eftir honum kom Kyrie Irving með 25 stig. Í liði gestanna var Shai Gilgeous-Alexander atkvæðamestur með 25 stig. 🏀 SATURDAY'S FINAL SCORES 🏀Luka Doncic scores 32, including 18 in the 1Q, as the new-look @dallasmavs get the win to make it 4 in a row!Kyrie Irving: 25 PTS, 6 REB, 8 ASTDaniel Gafford (Mavs debut): 19 PTS, 9 REB pic.twitter.com/GjaZnBft7n— NBA (@NBA) February 11, 2024 Hetjudáðir Steph Curry Í viðureign Golden State Warriors og Phoenix Suns var hins vegar heldur meiri spenna. Ekkert virtist geta skilið liðin að og sést það best á því að 16 sinnum var jafnt í leiknum og 16 sinnum skiptust liðin á að hafa forystuna. Gestirnir frá Phoenix leiddu með tveimur stigum þegar rétt rúmar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum, en skot Steph Curry lengst utan af velli rataði í körfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir og heimamenn fögnuðu því dramatískum eins stigs sigri, 113-112. STEPHEN CURRY GIVES THE WARRIORS THE 113-112 LEAD IN THE 4Q WITH .7 SECONDS LEFT ON THE CLOCK 😱Suns-Warriors | LIVE on ABC pic.twitter.com/WfxMXpvOUm— NBA (@NBA) February 11, 2024 Úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 111-146 Dallas Mavericks Detroit Pistons 106-112 Los Angeles Clippers San Antonio Spurs 103-123 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 119-113 Washington Wizards Chicago Bulls 108-114 Orlando Magic Memphis Grizzlies 106-115 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 119-95 Toronto Raptors Indiana Pacers 125-111 New York Knicks Houston Rockets 113-122 Atlanta Hawks Phoenix Suns 112-113 Golden State Warriors New Orleans Pelicans 93-84 Portland Trailblazers NBA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Doncic og félagar höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda og skoruðu hvorki meira né minna en 47 stig í fyrsta leikhluta gegn 30 stigum gestanna. Heimamenn máttu því alveg við því að Oklahoma-liðið myndi vinna annan leikhluta með átta stiga mun og staðan var því 71-62, Dallas Mavericks í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn héldu svo áfram að byggja upp forskot sitt í seinni hálfleik og leiddu mest með 41 stigi. Sigur þeirra var því aldrei í hættu og Dallas Mavericks fagnaði að lokum 35 stiga sigri, 146-111. Luka Doncic var sem áður segir stigahæsti maður vallarins með 32 stig, en hann tók einnig átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Næstur á eftir honum kom Kyrie Irving með 25 stig. Í liði gestanna var Shai Gilgeous-Alexander atkvæðamestur með 25 stig. 🏀 SATURDAY'S FINAL SCORES 🏀Luka Doncic scores 32, including 18 in the 1Q, as the new-look @dallasmavs get the win to make it 4 in a row!Kyrie Irving: 25 PTS, 6 REB, 8 ASTDaniel Gafford (Mavs debut): 19 PTS, 9 REB pic.twitter.com/GjaZnBft7n— NBA (@NBA) February 11, 2024 Hetjudáðir Steph Curry Í viðureign Golden State Warriors og Phoenix Suns var hins vegar heldur meiri spenna. Ekkert virtist geta skilið liðin að og sést það best á því að 16 sinnum var jafnt í leiknum og 16 sinnum skiptust liðin á að hafa forystuna. Gestirnir frá Phoenix leiddu með tveimur stigum þegar rétt rúmar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum, en skot Steph Curry lengst utan af velli rataði í körfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir og heimamenn fögnuðu því dramatískum eins stigs sigri, 113-112. STEPHEN CURRY GIVES THE WARRIORS THE 113-112 LEAD IN THE 4Q WITH .7 SECONDS LEFT ON THE CLOCK 😱Suns-Warriors | LIVE on ABC pic.twitter.com/WfxMXpvOUm— NBA (@NBA) February 11, 2024 Úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 111-146 Dallas Mavericks Detroit Pistons 106-112 Los Angeles Clippers San Antonio Spurs 103-123 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 119-113 Washington Wizards Chicago Bulls 108-114 Orlando Magic Memphis Grizzlies 106-115 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 119-95 Toronto Raptors Indiana Pacers 125-111 New York Knicks Houston Rockets 113-122 Atlanta Hawks Phoenix Suns 112-113 Golden State Warriors New Orleans Pelicans 93-84 Portland Trailblazers
Oklahoma City Thunder 111-146 Dallas Mavericks Detroit Pistons 106-112 Los Angeles Clippers San Antonio Spurs 103-123 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 119-113 Washington Wizards Chicago Bulls 108-114 Orlando Magic Memphis Grizzlies 106-115 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 119-95 Toronto Raptors Indiana Pacers 125-111 New York Knicks Houston Rockets 113-122 Atlanta Hawks Phoenix Suns 112-113 Golden State Warriors New Orleans Pelicans 93-84 Portland Trailblazers
NBA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira