Meðal þeirra voru söngkonan Alicia Keys sem söng með honum My Boo og If I ain‘t got you, söngkonann H.E.R. og rappararnir Ludacris og Lil Jon.
Usher hóf sýninguna í hvítru skyrtu og fór beint í það að syngja röð vinsælla laga eins og Confessions pt 2, U Don’t Have to Call, Superstar, Love in This, Burn, OMG og mörg fleiri.

Usher hefur síðustu misseri haldið afar vinsæla tónleika í Las Vegar en Ofurskálin fór einmitt fram í sömu borg. Eftir að tilkynnt var um það að hann myndi flytja sín lög á Ofurskálinni tilkynnti hann að hann færi á tónleikaferðalag í Bandaríkjunum.
Usher fær góða dóma fyrir hálfleikssýninguna í erlendum miðlum og segir sem dæmi á Pitchfork að hann hafi verið meðvitaður um þarfir áheyrenda og farið úr skyrtunni þegar hann söng U got it bad og á vef NPR segir að sýningin hafi verið kaótísk en góður vitnisburður um hans þrjátíu ára feril í R&B tónlist. Á AP segir að sýningin hafi staðfest það að hann hafi verið rétta valið fyrir hana. Röddin, dansinn og vel þekkt lög hafi staðfest það.
Hægt er að horfa á sýninguna í fullri lengd hér að neðan.