Íbúar verði að vera heima þegar vatnið kemur aftur á Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 13:27 Arinbjörn segir nauðsynlegt fyrir fólk að vera heima. Vísir/Einar Arinbjörn Snorrason, fulltrúi almannavarna, segir mikilvægt að Suðurnesjamenn séu heima hjá sér og fylgist með þegar verið er að hleypa heitu vatni aftur inn á kerfin eftir viðgerð á Njarðvíkurlögn. Hann segir að viðbragðsaðilar vinni verkefnin eftir beiðnum frá HS Veitum. Viðbragðsaðilar flokki verkefnin eftir forgangi og þeim sé svo útdeilt. „Þeir fara svo til húseigenda og koma vatni á. Bjarga málunum. Það geta komið upp ýmsir lekar þegar vatnið fer að renna á kerfið,“ segir Arinbjörn en hann ræddi við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, rétt fyrir klukkan 13 í dag. Arinbjörn segir mikilvægt að hugsa sérstaklega að til dæmis snjóbræðslukerfum utandyra, gróðurhúsum og heitum pottum. Það sé aftengt ef það er að trufla húshitun og húseigenda gert að finna út úr því seinna. „Við komum vatni að mæli og komi síðan í ljós að það er eitthvað sem truflar það að hús hitni þá gerum við ráðstafanir og leiðbeinum húseigenda,“ segir Arinbjörn. Ýmislegt geti komið upp Hann segir að nauðsynlegt sé fyrir fólk að vera heima þegar vatnið kemur aftur á kerfið. Það geti ýmislegt komið upp þegar heitt vatn renni aftur um kaldar lagnir. „Það eru gamlir ofnar sem geta sprungið og það er svo margt sem getur komið upp á. Það er mjög mikilvægt að fólk sé heima til að fylgjast með,“ segir Arinbjörn og að áríðandi sé að hleypa vatni rólega að og kynda rólega. „Leyfa þessu að koma inn í rólegheitunum. Þú byrjar á því að blæða aðeins um neysluvatnslagnirnar. Leyfa þessu að renna rólega. Ekki opna krana á fullu. Það munu stíflast inntök, grófsíur í inntökunum, og það er eðlilegt í þessu verkefni. Fólk verður að sýna þessu má þolinmæði,“ segir Arinbjörn að lokum og að best sé að leita til HS Veitna lendi fólk í vandræðum. Þá ræddi Berghildur Erla við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar í dag og fylgdist með honum opna fyrir heita vatnið. Hann lýsti helginni og stöðu mála á Suðurnesjum. Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vatn Jarðhiti Tengdar fréttir Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Hann segir að viðbragðsaðilar vinni verkefnin eftir beiðnum frá HS Veitum. Viðbragðsaðilar flokki verkefnin eftir forgangi og þeim sé svo útdeilt. „Þeir fara svo til húseigenda og koma vatni á. Bjarga málunum. Það geta komið upp ýmsir lekar þegar vatnið fer að renna á kerfið,“ segir Arinbjörn en hann ræddi við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, rétt fyrir klukkan 13 í dag. Arinbjörn segir mikilvægt að hugsa sérstaklega að til dæmis snjóbræðslukerfum utandyra, gróðurhúsum og heitum pottum. Það sé aftengt ef það er að trufla húshitun og húseigenda gert að finna út úr því seinna. „Við komum vatni að mæli og komi síðan í ljós að það er eitthvað sem truflar það að hús hitni þá gerum við ráðstafanir og leiðbeinum húseigenda,“ segir Arinbjörn. Ýmislegt geti komið upp Hann segir að nauðsynlegt sé fyrir fólk að vera heima þegar vatnið kemur aftur á kerfið. Það geti ýmislegt komið upp þegar heitt vatn renni aftur um kaldar lagnir. „Það eru gamlir ofnar sem geta sprungið og það er svo margt sem getur komið upp á. Það er mjög mikilvægt að fólk sé heima til að fylgjast með,“ segir Arinbjörn og að áríðandi sé að hleypa vatni rólega að og kynda rólega. „Leyfa þessu að koma inn í rólegheitunum. Þú byrjar á því að blæða aðeins um neysluvatnslagnirnar. Leyfa þessu að renna rólega. Ekki opna krana á fullu. Það munu stíflast inntök, grófsíur í inntökunum, og það er eðlilegt í þessu verkefni. Fólk verður að sýna þessu má þolinmæði,“ segir Arinbjörn að lokum og að best sé að leita til HS Veitna lendi fólk í vandræðum. Þá ræddi Berghildur Erla við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar í dag og fylgdist með honum opna fyrir heita vatnið. Hann lýsti helginni og stöðu mála á Suðurnesjum.
Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vatn Jarðhiti Tengdar fréttir Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14
Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07
Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03