Konur hverfa úr forystu KSÍ og aðeins karlar í framboði Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 16:00 Vanda Sigurgeirsdóttir og Klara Bjartmarz hafa báðar ákveðið að hætta hjá KSÍ. vísir/Hulda Margrét Nú er orðið ljóst að þrjár konur sem verið hafa í fararbroddi Knattspyrnusambands Íslands síðustu ár munu kveðja sambandið í þessum mánuði. Vanda Sigurgeirsdóttir hættir sem formaður eftir að hafa fyrst verið kjörin í október 2021. Hún ákvað að gefa ekki kost á sér áfram og sækjast þrír karlmenn eftir formannssætinu en þeir eru Þorvaldur Örlygsson, Vignir Már Þormóðsson og Guðni Bergsson, forveri Vöndu í starfi. Klara Bjartmarz hættir sem framkvæmdastjóri um mánaðamótin, og tekur til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. Hún hefur starfað hjá KSÍ í þrjá áratugi og verið framkvæmdastjóri síðustu níu ár, og hefur starf hennar verið auglýst laust til umsóknar fram til 27. febrúar. Núna er svo jafnframt orðið ljóst að Borghildur Sigurðardóttir hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn, en hún hefur verið varaformaður KSÍ síðustu ár. Borghildur Sigurðardóttir, fyrir miðju, á landsleik á Laugardalsvelli ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur og fleiri gestum.vísir/Hulda Margrét Sjö karlmenn í baráttu um fjögur laus sæti Ljóst er að til viðbótar við nýjan formann þá verða að minnsta kosti tvö ný andlit í stjórn KSÍ, sem kjörin verður á ársþinginu í Úlfarsárdal 24. febrúar, því auk Borghildar hefur Ívar Ingimarsson ákveðið að snúa sér að öðru. Sjö manns berjast um fjögur laus sæti, allt karlmenn. Auk formanns KSÍ og fulltrúa Íslensks toppfótbolta sitja átta manns í stjórn. Þessir átta stjórnarmenn sitja hver um sig í tvö ár í senn, en kosið er í fjögur af þessum átta sætum á hverju ári. Í stjórninni sitja því áfram þau Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson, sem kjörin voru í fyrra. Sigfús Ásgeir Kárason og Pálmi Haraldsson sækjast svo eftir endurkjöri en til viðbótar við þá sækjast fimm karlmenn eftir kjöri. Það eru þeir Ingi Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Sigurður Örn Jónsson, Sveinn Gíslason og Þorkell Máni Pétursson. Fjórir af þessum sjö fá sæti í stjórn. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir hættir sem formaður eftir að hafa fyrst verið kjörin í október 2021. Hún ákvað að gefa ekki kost á sér áfram og sækjast þrír karlmenn eftir formannssætinu en þeir eru Þorvaldur Örlygsson, Vignir Már Þormóðsson og Guðni Bergsson, forveri Vöndu í starfi. Klara Bjartmarz hættir sem framkvæmdastjóri um mánaðamótin, og tekur til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. Hún hefur starfað hjá KSÍ í þrjá áratugi og verið framkvæmdastjóri síðustu níu ár, og hefur starf hennar verið auglýst laust til umsóknar fram til 27. febrúar. Núna er svo jafnframt orðið ljóst að Borghildur Sigurðardóttir hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn, en hún hefur verið varaformaður KSÍ síðustu ár. Borghildur Sigurðardóttir, fyrir miðju, á landsleik á Laugardalsvelli ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur og fleiri gestum.vísir/Hulda Margrét Sjö karlmenn í baráttu um fjögur laus sæti Ljóst er að til viðbótar við nýjan formann þá verða að minnsta kosti tvö ný andlit í stjórn KSÍ, sem kjörin verður á ársþinginu í Úlfarsárdal 24. febrúar, því auk Borghildar hefur Ívar Ingimarsson ákveðið að snúa sér að öðru. Sjö manns berjast um fjögur laus sæti, allt karlmenn. Auk formanns KSÍ og fulltrúa Íslensks toppfótbolta sitja átta manns í stjórn. Þessir átta stjórnarmenn sitja hver um sig í tvö ár í senn, en kosið er í fjögur af þessum átta sætum á hverju ári. Í stjórninni sitja því áfram þau Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson, sem kjörin voru í fyrra. Sigfús Ásgeir Kárason og Pálmi Haraldsson sækjast svo eftir endurkjöri en til viðbótar við þá sækjast fimm karlmenn eftir kjöri. Það eru þeir Ingi Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Sigurður Örn Jónsson, Sveinn Gíslason og Þorkell Máni Pétursson. Fjórir af þessum sjö fá sæti í stjórn.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira