„Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 06:44 Ungur drengur syrgður í líkhúsi á Rafah. AP/Hatem Ali Leiðtogar á Vesturlöndum virðast vera að missa þolinmæðina gagnvart Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðgerðum Ísraelshers á Gasa. Vísir greindi frá því í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði kallað Netanyahu, sem hann hefur þekkt í áratugi, „drullusokk“ (e. asshole) í einkasamtölum og þá gaf Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, lítið fyrir fullyrðingar forsætisráðherrans um að íbúum Gasa sem hafa flúið heimili sín og hafast nú við í Rafah yrði hjálpað að komast undan áður en umfangsmiklar árásir hæfust á svæðið. „Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ sagði Borrell í gær. Var augljóst að hann væri orðinn langþreyttur á stöðu mála en hann sagði Netanyahu ekki hlusta á nokkurn mann. David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, var kurteisari í gagnrýni sinni og sagði ómögulegt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að berjast innan um mannfjöldann, sem gæti hvergi farið. „Fólk getur ekki farið suður inn í Egyptaland, ekki farið norður og aftur heim þar sem mörg heimili hafa verið eyðilögð. Þannig að við höfum verulegar áhyggjur af ástandinu og viljum að Ísrael stoppi og íhugi málin vandlega áður en þeir grípa til frekari aðgerða,“ sagði Cameron. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í síðustu viku að árásir á Rafah myndu valda gríðarlegri mannúðarkrísu. „Fólkið á Gasa getur ekki horfið eins og dögg fyrir sólu,“ sagði hún. Þá sagði Volker Turk, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, að alþjóðasamfélagið þyrfti að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir fyrirætlanir ísraelskra stjórnvalda. Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu, hefur varað við því að bregðist Ísraelsmenn í því að vernda almenna borgara í Rafah muni það koma alvarlega niður á þeirra eigin hagsmunum. Netanyahu virðist hins vegar einarður í fyrirætlunum sínum en hann sætir miklum þrýstingi frá öðrum í samsteypustjórn sinni um að gefa ekkert eftir. Ráðherrar í ríkisstjórn hans og þingmenn samstarfsflokka hans hafa gengið svo langt að lýsa því opinberlega að Ísraelsmenn eigi sjálfir að byggja Gasa eftir að átökum lýkur. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði kallað Netanyahu, sem hann hefur þekkt í áratugi, „drullusokk“ (e. asshole) í einkasamtölum og þá gaf Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, lítið fyrir fullyrðingar forsætisráðherrans um að íbúum Gasa sem hafa flúið heimili sín og hafast nú við í Rafah yrði hjálpað að komast undan áður en umfangsmiklar árásir hæfust á svæðið. „Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ sagði Borrell í gær. Var augljóst að hann væri orðinn langþreyttur á stöðu mála en hann sagði Netanyahu ekki hlusta á nokkurn mann. David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, var kurteisari í gagnrýni sinni og sagði ómögulegt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að berjast innan um mannfjöldann, sem gæti hvergi farið. „Fólk getur ekki farið suður inn í Egyptaland, ekki farið norður og aftur heim þar sem mörg heimili hafa verið eyðilögð. Þannig að við höfum verulegar áhyggjur af ástandinu og viljum að Ísrael stoppi og íhugi málin vandlega áður en þeir grípa til frekari aðgerða,“ sagði Cameron. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í síðustu viku að árásir á Rafah myndu valda gríðarlegri mannúðarkrísu. „Fólkið á Gasa getur ekki horfið eins og dögg fyrir sólu,“ sagði hún. Þá sagði Volker Turk, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, að alþjóðasamfélagið þyrfti að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir fyrirætlanir ísraelskra stjórnvalda. Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu, hefur varað við því að bregðist Ísraelsmenn í því að vernda almenna borgara í Rafah muni það koma alvarlega niður á þeirra eigin hagsmunum. Netanyahu virðist hins vegar einarður í fyrirætlunum sínum en hann sætir miklum þrýstingi frá öðrum í samsteypustjórn sinni um að gefa ekkert eftir. Ráðherrar í ríkisstjórn hans og þingmenn samstarfsflokka hans hafa gengið svo langt að lýsa því opinberlega að Ísraelsmenn eigi sjálfir að byggja Gasa eftir að átökum lýkur.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira