Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play.
„Vilníus er höfuðborg Litháen en þar má finna gamlan borgarhluta sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Aðalgata borgarinnar heitir Gedeminas þar sem hægt er að versla í tískubúðum og fara út að borða á glæsilegum veitingastöðum. Ef einhver vill frábrugðna upplifun þá mun fríríkið Užupis engan svíkja með sína einstöku listasenu og litríka götumenningu.
Play mun fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða á árinu 2024, en einn af þeim nýjustu í leiðakerfi Play er Split í Króatíu. Þar að auki mun Play fljúga til fjölda sólarlandaáfangastaða á borð við Tenerife, Mallorca, Lissabon, Porto, Barcelona, Madríd, Alicante og Malaga,“ segir í tilkynningunni.