United-menn hafa góða ástæðu til að halda með City og Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2024 13:16 Ef Liverpool og Arsenal gengur vel í Evrópukeppnunum gæti það skilað Englandi fimmta sætinu í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Getty/Shaun Botterill Vegna þeirra breytinga sem verða í ár á Meistaradeild Evrópu í fótbolta gæti verið full ástæða fyrir stuðningsmenn Manchester United að vonast eftir góðum árangri erkifjenda liðsins; Manchester City, Arsenal og Liverpool, í Evrópukeppnunum í ár. Það er nefnilega hörð keppni á milli landa um tvö ný sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Vinni England sér inn annað þessara sæta mun liðið sem endar í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í vor komast í Meistaradeildina. Astona Villa er núna í því sæti og Manchester United fimm stigum frá því. Sex ensk lið eru enn eftir í Evrópukeppnunum þremur og hver unninn leikur hjálpar þeim að safna stigum fyrir ensku úrvalsdeildina. Sem stendur er Ítalía með flest stig, Þýskaland næstflest, og England í 3. sæti, eftir að Manchester United og Newcastle enduðu bæði neðst í sínum riðli og féllu úr Meistaradeildinni í haust. Liðin fá tvö stig fyrir hvern sigur, eitt stig fyrir jafntefli en ekkert fyrir tap, og svo bónusstig fyrir að komast lengra í sinni keppni (þar eru flest bónusstig í boði í Meistaradeildinni en fæst í Sambandsdeildinni). Stigunum sem liðin safna er svo deilt með fjölda liða sem löndin áttu í Evrópukeppnunum í haust, sem í tilviki Englands eru átta. Núverandi stigastaða: Ítalía 14,00 Þýskaland 13,64 England 13,63 Spánn 12,69 Tékkland 12,00 Belgía 11,60 Frakkland 11,58 Tyrkland 10,50 Holland 8,60 Danmörk 8,50 Efstu tvær deildirnar í lok leiktíðar fá sætin tvö sem bætast við Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sex ensk lið enn í baráttunni Eins og fyrr segir eru sex ensk lið eftir í Evrópukeppnunum. Til að 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar dugi sem sæti í nýju 36 liða Meistaradeildinni á næstu leiktíð þarf þeim að ganga ansi vel fram á vor. Útsláttarkeppnin í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld þegar Manchester City freistar þess að gera betur en United gegn FC Kaupmannahöfn, og Leipzig tekur á móti Real Madrid. Arsenal mætir svo til leiks í 16-liða úrslitunum í næstu viku þegar liðið spilar við Porto. Liverpool, West Ham og Brighton bíða til 23. febrúar eftir því að vita hvaða liðum þau mæta í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa unnið sína riðla í haust og þannig sloppið við umspilið sem liðin í 2. sæti riðlanna lentu í (það að spila í umspilinu getur reyndar gefið þjóðum forskot í baráttunni um að safna stigum). Aston Villa er svo í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar og bíður einnig til 23. febrúar eftir því að vita hverjir mótherjarnir verða þar. Inter á erfitt verkefni fyrir höndum í Meistaradeild Evrópu, gegn Atlético Madrid, en ekkert ítalskt lið hefur enn endanlega fallið úr Evrópukeppnunum í vetur.Getty/Stefano Guidi Ekkert ítalskt lið fallið úr keppni Til samanburðar þá á Ítalía þrjú lið eftir í Meistaradeildinni (Inter, Lazio og Napoli), og fjögur í Evrópudeildinni (AC Milan og Roma í umspili en Atalanta og Fiorentina komin áfram í 16-liða úrslit). Ekkert ítalskt lið er fallið úr keppni. Þýskaland á einnig þrjú lið eftir í Meistaradeildinni (Bayern, Dortmund og RB Leipzig), tvö í Evrópudeildinni (Leverkusen í 16-liða úrslitum og Freiburg í umspili), og eitt í Sambandsdeildinni (Frankfurt). Union Berlín féll úr Meistaradeildinni í haust. Spánn á svo fjögur lið í Meistaradeildinni (Atlético og Real Madrid, Barcelona og Real Sociedad), eitt í Evrópudeildinni (Villarreal) og eitt í Sambandsdeildinni (Real Betis). Osasuna mistókst hins vegar að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og Sevilla féll úr Meistaradeildinni. England og Spánn standa aðeins verr vegna þess að stigin sem þeirra lið safna deilast með átta, því þau byrjuðu með átta lið í Evrópukeppnunum, en stig Ítalíu og Þýskalands deilast með sjö. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Það er nefnilega hörð keppni á milli landa um tvö ný sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Vinni England sér inn annað þessara sæta mun liðið sem endar í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í vor komast í Meistaradeildina. Astona Villa er núna í því sæti og Manchester United fimm stigum frá því. Sex ensk lið eru enn eftir í Evrópukeppnunum þremur og hver unninn leikur hjálpar þeim að safna stigum fyrir ensku úrvalsdeildina. Sem stendur er Ítalía með flest stig, Þýskaland næstflest, og England í 3. sæti, eftir að Manchester United og Newcastle enduðu bæði neðst í sínum riðli og féllu úr Meistaradeildinni í haust. Liðin fá tvö stig fyrir hvern sigur, eitt stig fyrir jafntefli en ekkert fyrir tap, og svo bónusstig fyrir að komast lengra í sinni keppni (þar eru flest bónusstig í boði í Meistaradeildinni en fæst í Sambandsdeildinni). Stigunum sem liðin safna er svo deilt með fjölda liða sem löndin áttu í Evrópukeppnunum í haust, sem í tilviki Englands eru átta. Núverandi stigastaða: Ítalía 14,00 Þýskaland 13,64 England 13,63 Spánn 12,69 Tékkland 12,00 Belgía 11,60 Frakkland 11,58 Tyrkland 10,50 Holland 8,60 Danmörk 8,50 Efstu tvær deildirnar í lok leiktíðar fá sætin tvö sem bætast við Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sex ensk lið enn í baráttunni Eins og fyrr segir eru sex ensk lið eftir í Evrópukeppnunum. Til að 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar dugi sem sæti í nýju 36 liða Meistaradeildinni á næstu leiktíð þarf þeim að ganga ansi vel fram á vor. Útsláttarkeppnin í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld þegar Manchester City freistar þess að gera betur en United gegn FC Kaupmannahöfn, og Leipzig tekur á móti Real Madrid. Arsenal mætir svo til leiks í 16-liða úrslitunum í næstu viku þegar liðið spilar við Porto. Liverpool, West Ham og Brighton bíða til 23. febrúar eftir því að vita hvaða liðum þau mæta í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa unnið sína riðla í haust og þannig sloppið við umspilið sem liðin í 2. sæti riðlanna lentu í (það að spila í umspilinu getur reyndar gefið þjóðum forskot í baráttunni um að safna stigum). Aston Villa er svo í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar og bíður einnig til 23. febrúar eftir því að vita hverjir mótherjarnir verða þar. Inter á erfitt verkefni fyrir höndum í Meistaradeild Evrópu, gegn Atlético Madrid, en ekkert ítalskt lið hefur enn endanlega fallið úr Evrópukeppnunum í vetur.Getty/Stefano Guidi Ekkert ítalskt lið fallið úr keppni Til samanburðar þá á Ítalía þrjú lið eftir í Meistaradeildinni (Inter, Lazio og Napoli), og fjögur í Evrópudeildinni (AC Milan og Roma í umspili en Atalanta og Fiorentina komin áfram í 16-liða úrslit). Ekkert ítalskt lið er fallið úr keppni. Þýskaland á einnig þrjú lið eftir í Meistaradeildinni (Bayern, Dortmund og RB Leipzig), tvö í Evrópudeildinni (Leverkusen í 16-liða úrslitum og Freiburg í umspili), og eitt í Sambandsdeildinni (Frankfurt). Union Berlín féll úr Meistaradeildinni í haust. Spánn á svo fjögur lið í Meistaradeildinni (Atlético og Real Madrid, Barcelona og Real Sociedad), eitt í Evrópudeildinni (Villarreal) og eitt í Sambandsdeildinni (Real Betis). Osasuna mistókst hins vegar að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og Sevilla féll úr Meistaradeildinni. England og Spánn standa aðeins verr vegna þess að stigin sem þeirra lið safna deilast með átta, því þau byrjuðu með átta lið í Evrópukeppnunum, en stig Ítalíu og Þýskalands deilast með sjö.
Núverandi stigastaða: Ítalía 14,00 Þýskaland 13,64 England 13,63 Spánn 12,69 Tékkland 12,00 Belgía 11,60 Frakkland 11,58 Tyrkland 10,50 Holland 8,60 Danmörk 8,50 Efstu tvær deildirnar í lok leiktíðar fá sætin tvö sem bætast við Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira