United-menn hafa góða ástæðu til að halda með City og Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2024 13:16 Ef Liverpool og Arsenal gengur vel í Evrópukeppnunum gæti það skilað Englandi fimmta sætinu í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Getty/Shaun Botterill Vegna þeirra breytinga sem verða í ár á Meistaradeild Evrópu í fótbolta gæti verið full ástæða fyrir stuðningsmenn Manchester United að vonast eftir góðum árangri erkifjenda liðsins; Manchester City, Arsenal og Liverpool, í Evrópukeppnunum í ár. Það er nefnilega hörð keppni á milli landa um tvö ný sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Vinni England sér inn annað þessara sæta mun liðið sem endar í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í vor komast í Meistaradeildina. Astona Villa er núna í því sæti og Manchester United fimm stigum frá því. Sex ensk lið eru enn eftir í Evrópukeppnunum þremur og hver unninn leikur hjálpar þeim að safna stigum fyrir ensku úrvalsdeildina. Sem stendur er Ítalía með flest stig, Þýskaland næstflest, og England í 3. sæti, eftir að Manchester United og Newcastle enduðu bæði neðst í sínum riðli og féllu úr Meistaradeildinni í haust. Liðin fá tvö stig fyrir hvern sigur, eitt stig fyrir jafntefli en ekkert fyrir tap, og svo bónusstig fyrir að komast lengra í sinni keppni (þar eru flest bónusstig í boði í Meistaradeildinni en fæst í Sambandsdeildinni). Stigunum sem liðin safna er svo deilt með fjölda liða sem löndin áttu í Evrópukeppnunum í haust, sem í tilviki Englands eru átta. Núverandi stigastaða: Ítalía 14,00 Þýskaland 13,64 England 13,63 Spánn 12,69 Tékkland 12,00 Belgía 11,60 Frakkland 11,58 Tyrkland 10,50 Holland 8,60 Danmörk 8,50 Efstu tvær deildirnar í lok leiktíðar fá sætin tvö sem bætast við Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sex ensk lið enn í baráttunni Eins og fyrr segir eru sex ensk lið eftir í Evrópukeppnunum. Til að 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar dugi sem sæti í nýju 36 liða Meistaradeildinni á næstu leiktíð þarf þeim að ganga ansi vel fram á vor. Útsláttarkeppnin í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld þegar Manchester City freistar þess að gera betur en United gegn FC Kaupmannahöfn, og Leipzig tekur á móti Real Madrid. Arsenal mætir svo til leiks í 16-liða úrslitunum í næstu viku þegar liðið spilar við Porto. Liverpool, West Ham og Brighton bíða til 23. febrúar eftir því að vita hvaða liðum þau mæta í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa unnið sína riðla í haust og þannig sloppið við umspilið sem liðin í 2. sæti riðlanna lentu í (það að spila í umspilinu getur reyndar gefið þjóðum forskot í baráttunni um að safna stigum). Aston Villa er svo í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar og bíður einnig til 23. febrúar eftir því að vita hverjir mótherjarnir verða þar. Inter á erfitt verkefni fyrir höndum í Meistaradeild Evrópu, gegn Atlético Madrid, en ekkert ítalskt lið hefur enn endanlega fallið úr Evrópukeppnunum í vetur.Getty/Stefano Guidi Ekkert ítalskt lið fallið úr keppni Til samanburðar þá á Ítalía þrjú lið eftir í Meistaradeildinni (Inter, Lazio og Napoli), og fjögur í Evrópudeildinni (AC Milan og Roma í umspili en Atalanta og Fiorentina komin áfram í 16-liða úrslit). Ekkert ítalskt lið er fallið úr keppni. Þýskaland á einnig þrjú lið eftir í Meistaradeildinni (Bayern, Dortmund og RB Leipzig), tvö í Evrópudeildinni (Leverkusen í 16-liða úrslitum og Freiburg í umspili), og eitt í Sambandsdeildinni (Frankfurt). Union Berlín féll úr Meistaradeildinni í haust. Spánn á svo fjögur lið í Meistaradeildinni (Atlético og Real Madrid, Barcelona og Real Sociedad), eitt í Evrópudeildinni (Villarreal) og eitt í Sambandsdeildinni (Real Betis). Osasuna mistókst hins vegar að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og Sevilla féll úr Meistaradeildinni. England og Spánn standa aðeins verr vegna þess að stigin sem þeirra lið safna deilast með átta, því þau byrjuðu með átta lið í Evrópukeppnunum, en stig Ítalíu og Þýskalands deilast með sjö. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Það er nefnilega hörð keppni á milli landa um tvö ný sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Vinni England sér inn annað þessara sæta mun liðið sem endar í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í vor komast í Meistaradeildina. Astona Villa er núna í því sæti og Manchester United fimm stigum frá því. Sex ensk lið eru enn eftir í Evrópukeppnunum þremur og hver unninn leikur hjálpar þeim að safna stigum fyrir ensku úrvalsdeildina. Sem stendur er Ítalía með flest stig, Þýskaland næstflest, og England í 3. sæti, eftir að Manchester United og Newcastle enduðu bæði neðst í sínum riðli og féllu úr Meistaradeildinni í haust. Liðin fá tvö stig fyrir hvern sigur, eitt stig fyrir jafntefli en ekkert fyrir tap, og svo bónusstig fyrir að komast lengra í sinni keppni (þar eru flest bónusstig í boði í Meistaradeildinni en fæst í Sambandsdeildinni). Stigunum sem liðin safna er svo deilt með fjölda liða sem löndin áttu í Evrópukeppnunum í haust, sem í tilviki Englands eru átta. Núverandi stigastaða: Ítalía 14,00 Þýskaland 13,64 England 13,63 Spánn 12,69 Tékkland 12,00 Belgía 11,60 Frakkland 11,58 Tyrkland 10,50 Holland 8,60 Danmörk 8,50 Efstu tvær deildirnar í lok leiktíðar fá sætin tvö sem bætast við Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sex ensk lið enn í baráttunni Eins og fyrr segir eru sex ensk lið eftir í Evrópukeppnunum. Til að 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar dugi sem sæti í nýju 36 liða Meistaradeildinni á næstu leiktíð þarf þeim að ganga ansi vel fram á vor. Útsláttarkeppnin í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld þegar Manchester City freistar þess að gera betur en United gegn FC Kaupmannahöfn, og Leipzig tekur á móti Real Madrid. Arsenal mætir svo til leiks í 16-liða úrslitunum í næstu viku þegar liðið spilar við Porto. Liverpool, West Ham og Brighton bíða til 23. febrúar eftir því að vita hvaða liðum þau mæta í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa unnið sína riðla í haust og þannig sloppið við umspilið sem liðin í 2. sæti riðlanna lentu í (það að spila í umspilinu getur reyndar gefið þjóðum forskot í baráttunni um að safna stigum). Aston Villa er svo í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar og bíður einnig til 23. febrúar eftir því að vita hverjir mótherjarnir verða þar. Inter á erfitt verkefni fyrir höndum í Meistaradeild Evrópu, gegn Atlético Madrid, en ekkert ítalskt lið hefur enn endanlega fallið úr Evrópukeppnunum í vetur.Getty/Stefano Guidi Ekkert ítalskt lið fallið úr keppni Til samanburðar þá á Ítalía þrjú lið eftir í Meistaradeildinni (Inter, Lazio og Napoli), og fjögur í Evrópudeildinni (AC Milan og Roma í umspili en Atalanta og Fiorentina komin áfram í 16-liða úrslit). Ekkert ítalskt lið er fallið úr keppni. Þýskaland á einnig þrjú lið eftir í Meistaradeildinni (Bayern, Dortmund og RB Leipzig), tvö í Evrópudeildinni (Leverkusen í 16-liða úrslitum og Freiburg í umspili), og eitt í Sambandsdeildinni (Frankfurt). Union Berlín féll úr Meistaradeildinni í haust. Spánn á svo fjögur lið í Meistaradeildinni (Atlético og Real Madrid, Barcelona og Real Sociedad), eitt í Evrópudeildinni (Villarreal) og eitt í Sambandsdeildinni (Real Betis). Osasuna mistókst hins vegar að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og Sevilla féll úr Meistaradeildinni. England og Spánn standa aðeins verr vegna þess að stigin sem þeirra lið safna deilast með átta, því þau byrjuðu með átta lið í Evrópukeppnunum, en stig Ítalíu og Þýskalands deilast með sjö.
Núverandi stigastaða: Ítalía 14,00 Þýskaland 13,64 England 13,63 Spánn 12,69 Tékkland 12,00 Belgía 11,60 Frakkland 11,58 Tyrkland 10,50 Holland 8,60 Danmörk 8,50 Efstu tvær deildirnar í lok leiktíðar fá sætin tvö sem bætast við Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira