Íbúar í Suðurnesjabæ geti fljótlega byrjað að kynda hús sín Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 11:51 Heita vatnið er farið að streyma á langflest hús og fyrirtæki á Suðurnesjum að sögn Guðmundar Björgvins Jónssonar verkstjóra vatnsdeildar hjá HS Veitum. Viðskiptavinir í Suðurnesbæ þurfi þó enn að að sýna biðlund. Vísir Suðurnesjabær enn án hita en vonast er til íbúar geti kynt hús sín um og eftir hádegi að sögn verkstjóra hjá HS veitum. Hiti sé kominn víðast hvar annars staðar á Suðurnesjum. Sérfræðingar hafa farið í fjölda útkalla vegna ástandsins síðasta sólahringinn. Heita vatnið er farið að streyma á langflest hús og fyrirtæki á Suðurnesjum að sögn Guðmundar Björgvins Jónssonar verkstjóra vatnsdeildar hjá HS Veitum. Viðskiptavinir í Suðurnesbæ þurfi þó enn að að sýna biðlund. „Það gengur bara ágætlega það tekur langan tíma að byggja upp þetta kerfi. Það eru flestir notendur komnir með hita en það er Suðurnesjabær, þ.e. Garður og Sandgerði sem eru síðastir,“ segir Guðmundur. Það hafi tekið aðeins lengri tíma að koma fullum styrk á hitaveitukerfið í bænum en það standi til bóta á næstu klukkustundum. „Við erum að vonast til að um og eftir hádegi ættu allir að vera komnir með nægjanlegt vatn til að geta kynt hús sín þar en kerfið verður ekki búið að ná fullum afköstum fyrr en undir kvöld,“ segir hann. Íbúar í Suðurnesjabæ þurfi því að fylgjast með kerfinu hjá sér í dag. „Það er bara gott að fylgjast með því af því vitum aldrei hvað gerist innandyra hjá fólki þegar hitinn fer um kerfin. Þess vegna erum við að mæla með því að fólk fylgist með því þegar verið er að byggja upp þrýstinginn á kerfinu,“ segir hann. Nóg að gera hjá almannavarnadeild pípara Guðmundur segir að almennt hafi verið lítið um tjón á Suðurnesjum sem voru án heits vatns í um fjóra til fimm sólarhringa þegar Suðurnesjabær er talinn með. „Það eru einstaka frostskemmdir. Aðeins frosið í bílaplönum. Og við höfum lent í eitthvað fimm lekum á dreifikerfinu,“ segir hann. Almannavarnasveit pípara var að störfum í gær og fór í fimmtíu útköll til íbúa á svæðinu. Það hefur líka verið nóg að gera í morgun. „Sveitin hefur fengið heldur fleiri beiðnir í morgun. Ég held að þetta sé mest út af frosnum snjóbræðslum. Þeir hafa tengt framhjá þeim til að koma hita á húsin. Einstaka smit meðfram pakkningum hafa líka verið að koma upp,“ segir Guðmundur sem vill koma á framfæri þökkum til allra sem standa vaktina þessa daganna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vatn Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Heita vatnið er farið að streyma á langflest hús og fyrirtæki á Suðurnesjum að sögn Guðmundar Björgvins Jónssonar verkstjóra vatnsdeildar hjá HS Veitum. Viðskiptavinir í Suðurnesbæ þurfi þó enn að að sýna biðlund. „Það gengur bara ágætlega það tekur langan tíma að byggja upp þetta kerfi. Það eru flestir notendur komnir með hita en það er Suðurnesjabær, þ.e. Garður og Sandgerði sem eru síðastir,“ segir Guðmundur. Það hafi tekið aðeins lengri tíma að koma fullum styrk á hitaveitukerfið í bænum en það standi til bóta á næstu klukkustundum. „Við erum að vonast til að um og eftir hádegi ættu allir að vera komnir með nægjanlegt vatn til að geta kynt hús sín þar en kerfið verður ekki búið að ná fullum afköstum fyrr en undir kvöld,“ segir hann. Íbúar í Suðurnesjabæ þurfi því að fylgjast með kerfinu hjá sér í dag. „Það er bara gott að fylgjast með því af því vitum aldrei hvað gerist innandyra hjá fólki þegar hitinn fer um kerfin. Þess vegna erum við að mæla með því að fólk fylgist með því þegar verið er að byggja upp þrýstinginn á kerfinu,“ segir hann. Nóg að gera hjá almannavarnadeild pípara Guðmundur segir að almennt hafi verið lítið um tjón á Suðurnesjum sem voru án heits vatns í um fjóra til fimm sólarhringa þegar Suðurnesjabær er talinn með. „Það eru einstaka frostskemmdir. Aðeins frosið í bílaplönum. Og við höfum lent í eitthvað fimm lekum á dreifikerfinu,“ segir hann. Almannavarnasveit pípara var að störfum í gær og fór í fimmtíu útköll til íbúa á svæðinu. Það hefur líka verið nóg að gera í morgun. „Sveitin hefur fengið heldur fleiri beiðnir í morgun. Ég held að þetta sé mest út af frosnum snjóbræðslum. Þeir hafa tengt framhjá þeim til að koma hita á húsin. Einstaka smit meðfram pakkningum hafa líka verið að koma upp,“ segir Guðmundur sem vill koma á framfæri þökkum til allra sem standa vaktina þessa daganna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vatn Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira