Vorið ekki komið þó snjórinn fari og hitinn hækki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2024 18:56 Snjóþekjan sem víða hefur legið yfir gæti verið á undanhaldi. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur segir vorið ekki á næsta leyti, þó rauðar hitatölur séu farnar að sjást á kortum Veðurstofunnar fyrir helgina. Hins vegar megi eiga von á því að snjór á láglendi fari að hopa. „Sólin er farin að vera það hátt á lofti að hún er farin að hita, og það gerir okkur gott. Við finnum fyrir því að fara út og auðvitað fær maður svona vorfiðring við það að daginn lengi. En það er svo langt í það að fari að vora því það er auðvitað ennþá kalt, snjór yfir öllu saman og við eigum meira en helminginn af febrúar eftir og allan marsmánuð,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá veðurvaktinni og Blika.is. Lægðirnar séu þá ekki heldur að baki. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Komandi helgi er útlit fyrir að hiti verði yfir frostmarki víðast hvar á landinu. Á laugardag er til að mynda spáð allt að átta stiga hita á suðvesturhorninu, en daginn eftir er spáð allt að tíu stiga hita á Akureyri. Einar segir þetta stafa af því að mun mildara loft sunnan úr höfum sé nú á leið til landsins. „Það hefur ekki verið mikið af svoleiðis skotum, allavega ekki frá því á aðventunni.“ Þarf að rigna hressilega fyrir sunnan Einar segir óhætt að gera ráð fyrir asahláku. „Maður skilgreinir asahlákun frekar þröngt. Það þarf að vera hlýtt í heilan sólarhring og hitinn þarf að ná sex til níu stigum á láglendi og helst tíu á Norðurlandi. Það þarf að rigna dálítið hressilega um sunnanvert landið og vera vindur.“ Ef spáin gangi eftir fari það langt með að bræða þann snjó sem nú er að finna á láglendi. Þá megi gera ráð fyrir því að hlýni eftir að snjórinn hopar. Dægursveiflan mætt „Ef snjórinn fer þá byrjar sólin af örlitlum og auknum mæli að hita upp yfirborðið. Þá verður meiri dægursveifla í hitanum, það verður hlýrra á daginn og svo kalt á nóttunni.“ Nú sé kominn sá tími ársins þar sem dægursveiflu í hitastigi sé aftur farið að gæta. Lengri tíma spár geri ráð fyrir því að háþrýstisvæði komi nálægt landinu. „Það er bara spurning hvort hún nái að beina til okkar ískaldri norðanátt eða aðeins mildari sunnanátt. Það fer eftir staðsetningunni á hæðinni. Það er óljóst ennþá,“ segir Einar. Stóra spurningin varðandi veðurspá næstu viku sé hversu langvin hlákan verður. „Verður hún yfir helgina og kólnar svo strax aftur eftir helgi, eða nær hún eitthvað fram í næstu viku? Það er bara langt í það og þessar reiknuðu veðurspár eru bara dálítið út og suður með framtíðina í þeim efnum.“ Veður Tengdar fréttir Kólnar tímabundið í kvöld og í nótt Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag. 13. febrúar 2024 07:13 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
„Sólin er farin að vera það hátt á lofti að hún er farin að hita, og það gerir okkur gott. Við finnum fyrir því að fara út og auðvitað fær maður svona vorfiðring við það að daginn lengi. En það er svo langt í það að fari að vora því það er auðvitað ennþá kalt, snjór yfir öllu saman og við eigum meira en helminginn af febrúar eftir og allan marsmánuð,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá veðurvaktinni og Blika.is. Lægðirnar séu þá ekki heldur að baki. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Komandi helgi er útlit fyrir að hiti verði yfir frostmarki víðast hvar á landinu. Á laugardag er til að mynda spáð allt að átta stiga hita á suðvesturhorninu, en daginn eftir er spáð allt að tíu stiga hita á Akureyri. Einar segir þetta stafa af því að mun mildara loft sunnan úr höfum sé nú á leið til landsins. „Það hefur ekki verið mikið af svoleiðis skotum, allavega ekki frá því á aðventunni.“ Þarf að rigna hressilega fyrir sunnan Einar segir óhætt að gera ráð fyrir asahláku. „Maður skilgreinir asahlákun frekar þröngt. Það þarf að vera hlýtt í heilan sólarhring og hitinn þarf að ná sex til níu stigum á láglendi og helst tíu á Norðurlandi. Það þarf að rigna dálítið hressilega um sunnanvert landið og vera vindur.“ Ef spáin gangi eftir fari það langt með að bræða þann snjó sem nú er að finna á láglendi. Þá megi gera ráð fyrir því að hlýni eftir að snjórinn hopar. Dægursveiflan mætt „Ef snjórinn fer þá byrjar sólin af örlitlum og auknum mæli að hita upp yfirborðið. Þá verður meiri dægursveifla í hitanum, það verður hlýrra á daginn og svo kalt á nóttunni.“ Nú sé kominn sá tími ársins þar sem dægursveiflu í hitastigi sé aftur farið að gæta. Lengri tíma spár geri ráð fyrir því að háþrýstisvæði komi nálægt landinu. „Það er bara spurning hvort hún nái að beina til okkar ískaldri norðanátt eða aðeins mildari sunnanátt. Það fer eftir staðsetningunni á hæðinni. Það er óljóst ennþá,“ segir Einar. Stóra spurningin varðandi veðurspá næstu viku sé hversu langvin hlákan verður. „Verður hún yfir helgina og kólnar svo strax aftur eftir helgi, eða nær hún eitthvað fram í næstu viku? Það er bara langt í það og þessar reiknuðu veðurspár eru bara dálítið út og suður með framtíðina í þeim efnum.“
Veður Tengdar fréttir Kólnar tímabundið í kvöld og í nótt Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag. 13. febrúar 2024 07:13 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Kólnar tímabundið í kvöld og í nótt Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag. 13. febrúar 2024 07:13