Eyþóra valin íþróttakona ársins í Rotterdam Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 14:31 Eyþóra Þórsdóttir er í hópi fremstu fimleikakvenna heims og keppir á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Tom Weller Fimleikakonan Eyþóra Þórsdóttir var á dögunum útnefnd íþróttakona ársins í Rotterdam í Hollandi, eftir frábæran árangur á bæði EM og HM á síðasta ári. Eyþóra er nú að undirbúa sig ásamt hollenska landsliðinu fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að liðið tryggði sér þátttökurétt þar á síðasta ári. Eyþóra, sem á íslenska foreldra en er uppalin í Hollandi, varð í sjötta sæti í fjölþraut á HM í Antwerpen í Belgíu í fyrra. Hún vann líka til bronsverðlauna með hollenska liðinu á EM í Antalya í Tyrklandi. Mario Bianchi, sveitarstjórnarmaður í Albrandswaard sem er í nágrenni Rotterdam, veitti Eyþóru blómvönd í vikunni og óskaði henni til hamingju með árangurinn. De Poortugaalse turnster Eythora Thorsdottir werd vandaag gefeliciteerd door wethouder Mario Bianchi met haar award. Zij is namelijk de Rotterdamse sportvrouw van 2023. Bianchi: ,,Het is een eer om haar als sportvrouw in onze gemeente te hebben." Meer op https://t.co/S2wOZXckJZ pic.twitter.com/IjEmZD7IJ4— gem. Albrandswaard (@ALBRANDSWAARDzh) February 12, 2024 Bianchi sagði við Albrandswaards Dagblad: „Frábært afrek. Það er heiður að hafa hana sem íþróttakonu í okkar samfélagi. Við höfum fylgst lengi með Eyþóru og það er stórkostlegt að sjá hana vinna sig inn á Ólympíuleikana eftir þrotlausar æfingar. Við hökkum til að sjá hana á Ólympíuleikunum.“ Eyþóra hefur áður keppt fyrir Holland á tvennum Ólympíuleikum, í Ríó 2016 og Tókýó 2021. Á leikunum í Ríó náði hún níunda sæti í fjölþrautinni og sjöunda sæti í liðakeppninni með Hollandi, en hún rétt missti af að komast í úrslit í fjölþraut í Tókýó og varð í ellefta sæti með hollenska liðinu. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Eyþóra er nú að undirbúa sig ásamt hollenska landsliðinu fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að liðið tryggði sér þátttökurétt þar á síðasta ári. Eyþóra, sem á íslenska foreldra en er uppalin í Hollandi, varð í sjötta sæti í fjölþraut á HM í Antwerpen í Belgíu í fyrra. Hún vann líka til bronsverðlauna með hollenska liðinu á EM í Antalya í Tyrklandi. Mario Bianchi, sveitarstjórnarmaður í Albrandswaard sem er í nágrenni Rotterdam, veitti Eyþóru blómvönd í vikunni og óskaði henni til hamingju með árangurinn. De Poortugaalse turnster Eythora Thorsdottir werd vandaag gefeliciteerd door wethouder Mario Bianchi met haar award. Zij is namelijk de Rotterdamse sportvrouw van 2023. Bianchi: ,,Het is een eer om haar als sportvrouw in onze gemeente te hebben." Meer op https://t.co/S2wOZXckJZ pic.twitter.com/IjEmZD7IJ4— gem. Albrandswaard (@ALBRANDSWAARDzh) February 12, 2024 Bianchi sagði við Albrandswaards Dagblad: „Frábært afrek. Það er heiður að hafa hana sem íþróttakonu í okkar samfélagi. Við höfum fylgst lengi með Eyþóru og það er stórkostlegt að sjá hana vinna sig inn á Ólympíuleikana eftir þrotlausar æfingar. Við hökkum til að sjá hana á Ólympíuleikunum.“ Eyþóra hefur áður keppt fyrir Holland á tvennum Ólympíuleikum, í Ríó 2016 og Tókýó 2021. Á leikunum í Ríó náði hún níunda sæti í fjölþrautinni og sjöunda sæti í liðakeppninni með Hollandi, en hún rétt missti af að komast í úrslit í fjölþraut í Tókýó og varð í ellefta sæti með hollenska liðinu.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira