Lögregla girðir af svæði í almenningsgarðinum Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2024 14:53 Ekkert hefur sést til Jóns Þrastar í fimm ár, eða síðan þann 9. febrúar árið 2019. Lögreglan í Dublin hefur nú girt af skóglendi í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin þar sem leit stendur yfir að Jóni Þresti Jónssyni. Það kemur fram á írska miðlinum Independent. Þar segirað lögreglan muni nú framkvæma ítarlega leit á þessu afgirta svæði. Lögregla beindi leit sinni að svæðinu eftir að leitarhundar fóru yfir svæðið. Garðurinn er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem Jón sást síðast á lífi. Frétt Irish Independent. Á kortinu má sjá fjarlægðina frá hótelinu sem Jón Þröstur gisti á að garðinum.Þá eru einnig merktar inn á mögulegar gönguleiðir samkvæmt Google maps. Vísir/Grafík Í frétt Independent segir að lögreglan hafi ekki enn fundið neitt markvert í leit sinni en að tæknimenn og réttarmeinafræðingar eigi eftir að fara yfir svæðið. Hefur það verið afgirt á meðan sú vinna fer fram. Eins og fram hefur komið hófst leitin í gær eftir að tvær ólíkar nafnlausar ábendingar bárust um að Jón hefði hitt einhvern í garðinum og látist í kjölfarið. Á írska miðlinum Dublin Live kom fram í gær að lögreglan óttaðist að hann hefði mögulega verið myrtur. Er haft eftir lögreglunni að Jón hafi á fundinum ætlað sér að nálgast frekara fjármagn til pókerspilunar. Hann var með unnustu sinni í írsku höfuðborginni og meðal keppenda á pókermóti. Lögregla telji að mögulega hafi komið til átaka á fundinum og líki hans komið fyrir í almenningsgarðinum í kjölfarið. Bréf til lögreglu og prests Haft er eftir lögreglunni að nægilegt magn upplýsinga hafi verið til staðar í bréfunum svo tilefni þyki til þess að leita að jarðneskum leifum Jóns í garðinum. Bréfin tvö fóru annars vegar til lögreglu og hins vegar til prests í borginni Leitarhundar hafa verið notaðir við leitina sem og kafarar. Garðurinn er um 72 ekrur sem samsvarar um 0,72 hektara. Í garðinum er að finna leiksvæði, á og tjörn, lystiskála og ýmsar byggingar. Írland Leitin að Jóni Þresti Íslendingar erlendis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Þar segirað lögreglan muni nú framkvæma ítarlega leit á þessu afgirta svæði. Lögregla beindi leit sinni að svæðinu eftir að leitarhundar fóru yfir svæðið. Garðurinn er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem Jón sást síðast á lífi. Frétt Irish Independent. Á kortinu má sjá fjarlægðina frá hótelinu sem Jón Þröstur gisti á að garðinum.Þá eru einnig merktar inn á mögulegar gönguleiðir samkvæmt Google maps. Vísir/Grafík Í frétt Independent segir að lögreglan hafi ekki enn fundið neitt markvert í leit sinni en að tæknimenn og réttarmeinafræðingar eigi eftir að fara yfir svæðið. Hefur það verið afgirt á meðan sú vinna fer fram. Eins og fram hefur komið hófst leitin í gær eftir að tvær ólíkar nafnlausar ábendingar bárust um að Jón hefði hitt einhvern í garðinum og látist í kjölfarið. Á írska miðlinum Dublin Live kom fram í gær að lögreglan óttaðist að hann hefði mögulega verið myrtur. Er haft eftir lögreglunni að Jón hafi á fundinum ætlað sér að nálgast frekara fjármagn til pókerspilunar. Hann var með unnustu sinni í írsku höfuðborginni og meðal keppenda á pókermóti. Lögregla telji að mögulega hafi komið til átaka á fundinum og líki hans komið fyrir í almenningsgarðinum í kjölfarið. Bréf til lögreglu og prests Haft er eftir lögreglunni að nægilegt magn upplýsinga hafi verið til staðar í bréfunum svo tilefni þyki til þess að leita að jarðneskum leifum Jóns í garðinum. Bréfin tvö fóru annars vegar til lögreglu og hins vegar til prests í borginni Leitarhundar hafa verið notaðir við leitina sem og kafarar. Garðurinn er um 72 ekrur sem samsvarar um 0,72 hektara. Í garðinum er að finna leiksvæði, á og tjörn, lystiskála og ýmsar byggingar.
Írland Leitin að Jóni Þresti Íslendingar erlendis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira