Handtökuskýrslur lögreglunnar í Bexar sýslu í borginni San Antonio í Bandaríkjunum sögðu Forbes hafa tekið fjölskyldumeðlim hálstaki og og kyrkt þar til lá við köfnun. Hann flúði vettvang eftir að fjölskyldumeðlimur tilkynnti brotið til neyðarlínu en situr nú í gæsluvarðhaldi.
Bryn Forbes current arrest just posted a few moments ago on the Bexar County court records website. Per the site, the judge granted a no contact order for his child’s mother. #NBA pic.twitter.com/rSUmuiBFCx
— Carolina Teague - The Mic Slayer (@CTtheMicSlayer) February 13, 2024
Þetta er ekki fyrsta brot Forbes en hann var handtekinn í febrúar 2023 eftir að hafa beitt kærustu sína líkamlegu ofbeldi.
Forbes á sjö ára feril að baki í NBA deildinni fyrir fjögur lið. Hann varð NBA meistari árið 2021 með Milwaukee Bucks og spilaði þar í 20 af 23 leikjum liðsins í úrslitakeppni, að meðaltali 13,7 mínútur í leik.
Þaðan lá leið hans til San Antonio Spurs og síðan Minnesota Timberwolves, en síðarnefnda félagið leysti hann undan samningi eftir að Forbes var handtekinn í febrúar 2023.