Sjáðu vítin úr leiknum þar sem dómari er grunaður um svindl Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 14:30 Sævar Atli Magnússon tók þátt í leiknum við HamKam og tók fyrsta vítið af þremur sem Lyngby fékk á lokakafla leiksins. Getty/Lars Ronbog Óhætt er að segja að erfitt sé að sjá á hvað dómarinn var að dæma, þegar hann dæmdi þrjár vítaspyrnur undir lok leiks danska liðsins Lyngby og norska liðsins HamKam um helgina. Forráðamenn HamKam hafa haft samband við norska knattspyrnusambandið vegna leiksins, þar sem sterkur grunur er um að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum. Norska sambandið hefur svo farið með málið áfram til UEFA þar sem um leik á milli liða frá tveimur löndum er að ræða. Leikið var í Tyrklandi og sáu gestgjafarnir um að útvega dómara. Leikurinn endaði 2-1 fyrir HamKam. Liðið var 2-0 yfir þegar 80 mínútur voru liðnar en svo virtist sem að dómarinn væri mjög áhugasamur um að Lyngby skoraði einnig í leiknum. Hann dæmdi nefnilega þrjár vítaspyrnur fyrir Lyngby og voru allir dómarnir vægast sagt verulega vafasamir. Tvö fyrstu vítin fóru í súginn, það fyrra frá Sævari Atla Magnússyni, en þriðja vítið fór inn og þar með höfðu bæði lið skorað í leiknum, sem er nokkuð sem hægt er að veðja á. Vítaspyrnudómana má sjá á vef TV 2 í Noregi, með því að smella hér. Héldu allir að um svindl væri að ræða „Þetta var bara orðið fyndið í lokin,“ sagði Marcus Sandberg, markvörður HamKam, við TV 2. „Við töluðum við leikmenn Lyngby og þeir skildu ekki heldur neitt í neinu. Ég er búinn að spila ansi lengi og hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði hinn 33 ára gamli Sandberg og bætti við: „Þetta voru mjög undarlegir dómar. Við fengum ódýrt víti líka. Við vitum ekki í hvaða gæðaflokki dómarinn var en þetta var bara furðulegt.“ En grunar hann að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum? „Ja, ég veit ekki hvað maður á að segja en það er það sem allir héldu í báðum liðum. Það var eitthvað dularfullt á seyði,“ sagði Sandberg. Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Forráðamenn HamKam hafa haft samband við norska knattspyrnusambandið vegna leiksins, þar sem sterkur grunur er um að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum. Norska sambandið hefur svo farið með málið áfram til UEFA þar sem um leik á milli liða frá tveimur löndum er að ræða. Leikið var í Tyrklandi og sáu gestgjafarnir um að útvega dómara. Leikurinn endaði 2-1 fyrir HamKam. Liðið var 2-0 yfir þegar 80 mínútur voru liðnar en svo virtist sem að dómarinn væri mjög áhugasamur um að Lyngby skoraði einnig í leiknum. Hann dæmdi nefnilega þrjár vítaspyrnur fyrir Lyngby og voru allir dómarnir vægast sagt verulega vafasamir. Tvö fyrstu vítin fóru í súginn, það fyrra frá Sævari Atla Magnússyni, en þriðja vítið fór inn og þar með höfðu bæði lið skorað í leiknum, sem er nokkuð sem hægt er að veðja á. Vítaspyrnudómana má sjá á vef TV 2 í Noregi, með því að smella hér. Héldu allir að um svindl væri að ræða „Þetta var bara orðið fyndið í lokin,“ sagði Marcus Sandberg, markvörður HamKam, við TV 2. „Við töluðum við leikmenn Lyngby og þeir skildu ekki heldur neitt í neinu. Ég er búinn að spila ansi lengi og hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði hinn 33 ára gamli Sandberg og bætti við: „Þetta voru mjög undarlegir dómar. Við fengum ódýrt víti líka. Við vitum ekki í hvaða gæðaflokki dómarinn var en þetta var bara furðulegt.“ En grunar hann að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum? „Ja, ég veit ekki hvað maður á að segja en það er það sem allir héldu í báðum liðum. Það var eitthvað dularfullt á seyði,“ sagði Sandberg.
Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira