Gylfi í góðum gír á Spáni og vonast til að spila um EM-sæti Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 15:10 Gylfi Þór Sigurðsson sló markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar þegar hann skoraði tvö mörk gegn Liechtenstein í október. vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sinnir nú endurhæfingu sinni eftir meiðsli, á Spáni, með aðstoð sjúkraþjálfarans Friðriks Ellerts Jónssonar sem áður var sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins. Frá þessu er greint á vef 433 en Gylfi hefur átt við meiðsli að stríða og spilaði síðast fótboltaleik 4. nóvember, með danska liðinu Lyngby. Vegna meiðslanna dró hann sig úr landsliðshópnum sem mætti Gvatemala og Hondúras í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum í janúar. Gylfi segir hins vegar að endurhæfingin gangi vel og að ef ekkert bakslag komi hjá honum þá vonist hann til þess að vera í fullu fjöri þegar Ísland mætir Ísrael í EM-umspilinu eftir rúman mánuð, í Búdapest 21. mars. Sigurliðið mætir í kjölfarið sigurliðinu úr leik Úkraínu og Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Vegna meiðsla sinna fékk Gylfi samningi sínum við Lyngby rift, og sagði Andreas Byder framkvæmdastjóri Lyngby það gert því að Gylfi vildi ekki þiggja laun í meiðslum sínum. Byder sagði, í viðtali við Tipsbladet í janúar, að heiðursmannasamkomulag hefði verið gert um að Gylfi kæmi aftur í leikmannahóp Lyngby eftir endurhæfinguna á Spáni en samningurinn sem Gylfi gerði við Lyngby síðasta sumar átti að gilda til eins árs. Gylfi, sem er 34 ára gamall, náði að spila fimm leiki með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni síðasta haust áður en hann meiddist, en meiðslin eru sögð tilkomin vegna þess langa tíma sem hann var í burtu frá fótbolta vegna lögreglurannsóknar, eða tvö ár. Gylfi lék einnig tvo landsleiki í október og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri gegn Liechtenstein, þegar hann bætti markametið í karlalandsliði Íslands sem núna er 27 mörk. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Danski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira
Frá þessu er greint á vef 433 en Gylfi hefur átt við meiðsli að stríða og spilaði síðast fótboltaleik 4. nóvember, með danska liðinu Lyngby. Vegna meiðslanna dró hann sig úr landsliðshópnum sem mætti Gvatemala og Hondúras í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum í janúar. Gylfi segir hins vegar að endurhæfingin gangi vel og að ef ekkert bakslag komi hjá honum þá vonist hann til þess að vera í fullu fjöri þegar Ísland mætir Ísrael í EM-umspilinu eftir rúman mánuð, í Búdapest 21. mars. Sigurliðið mætir í kjölfarið sigurliðinu úr leik Úkraínu og Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Vegna meiðsla sinna fékk Gylfi samningi sínum við Lyngby rift, og sagði Andreas Byder framkvæmdastjóri Lyngby það gert því að Gylfi vildi ekki þiggja laun í meiðslum sínum. Byder sagði, í viðtali við Tipsbladet í janúar, að heiðursmannasamkomulag hefði verið gert um að Gylfi kæmi aftur í leikmannahóp Lyngby eftir endurhæfinguna á Spáni en samningurinn sem Gylfi gerði við Lyngby síðasta sumar átti að gilda til eins árs. Gylfi, sem er 34 ára gamall, náði að spila fimm leiki með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni síðasta haust áður en hann meiddist, en meiðslin eru sögð tilkomin vegna þess langa tíma sem hann var í burtu frá fótbolta vegna lögreglurannsóknar, eða tvö ár. Gylfi lék einnig tvo landsleiki í október og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri gegn Liechtenstein, þegar hann bætti markametið í karlalandsliði Íslands sem núna er 27 mörk.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Danski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira