„Við gerðum nóg var yfirskriftin af þessum leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 15. febrúar 2024 21:20 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var brattur eftir leik vísir / hulda margrét Grindavík vann botnlið Hamars á útivelli 87-97. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að liðið hafi gert nóg til að vinna Hamar en ekkert meira en það. „Við erum með betra lið en Hamar og það sýndi sig þegar að þeir náðu að minnka forskotið okkar niður og þá átti fræga setningin úr Njarðvík við inn á með liðið og við settum í annan gír í nokkrar mínútur og kláruðum þetta,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson eftir leik. Hamar minnkaði forskot Grindavíkur niður í fimm stig í fjórða leikhluta og þá setti Jóhann sýna bestu leikmenn inn á en hann vildi ekki meina að hann væri með þunnan hóp. „Mér finnst við vera með átta góða leikmenn og fjóra aðra sem eru að banka á. Alls ekki þar sem við höfum verið að rúlla á 8-9 leikmönnum og það hefur gengið mjög vel.“ Jóhanni fannst hans lið eiga í miklum vandræðum með Ragnar Nathanaelsson en Hamar gerði 27 af 37 stigum inn í teig í fyrri hálfleik. „Við vorum í vandræðum með Ragnar allan leikinn og við vorum að reyna að berjast við hann nálægt hringnum og við töluðum um það í hálfleik að reyna að halda honum frá hringnum sem gekk ágætlega.“ Jóhanni fannst liðið gera nóg til að vinna en ekkert meira en það. „Við gerðum nóg sem var yfirskriftin af þessum leik og náðum í tvö góð stig. Nú er komið gott frí sem við eigum skilið og við ætlum að nýta það vel. Svo taka við fjórir leikir og síðan kemur það sem allir eru að bíða eftir, þessi blessaða úrslitakeppni þar sem við ætlum okkur að taka þátt,“ sagði jákvæður Jóhann Þór Ólafsson og bætti við að það væru góðir og bjartir tímar framundan. UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Í beinni: Fram - Valur | Toppslagur í Úlfarsárdal Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sjá meira
„Við erum með betra lið en Hamar og það sýndi sig þegar að þeir náðu að minnka forskotið okkar niður og þá átti fræga setningin úr Njarðvík við inn á með liðið og við settum í annan gír í nokkrar mínútur og kláruðum þetta,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson eftir leik. Hamar minnkaði forskot Grindavíkur niður í fimm stig í fjórða leikhluta og þá setti Jóhann sýna bestu leikmenn inn á en hann vildi ekki meina að hann væri með þunnan hóp. „Mér finnst við vera með átta góða leikmenn og fjóra aðra sem eru að banka á. Alls ekki þar sem við höfum verið að rúlla á 8-9 leikmönnum og það hefur gengið mjög vel.“ Jóhanni fannst hans lið eiga í miklum vandræðum með Ragnar Nathanaelsson en Hamar gerði 27 af 37 stigum inn í teig í fyrri hálfleik. „Við vorum í vandræðum með Ragnar allan leikinn og við vorum að reyna að berjast við hann nálægt hringnum og við töluðum um það í hálfleik að reyna að halda honum frá hringnum sem gekk ágætlega.“ Jóhanni fannst liðið gera nóg til að vinna en ekkert meira en það. „Við gerðum nóg sem var yfirskriftin af þessum leik og náðum í tvö góð stig. Nú er komið gott frí sem við eigum skilið og við ætlum að nýta það vel. Svo taka við fjórir leikir og síðan kemur það sem allir eru að bíða eftir, þessi blessaða úrslitakeppni þar sem við ætlum okkur að taka þátt,“ sagði jákvæður Jóhann Þór Ólafsson og bætti við að það væru góðir og bjartir tímar framundan.
UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Í beinni: Fram - Valur | Toppslagur í Úlfarsárdal Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sjá meira