„Þeir sem fengu úthlutað eru allir ánægðir“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifa 16. febrúar 2024 09:00 Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi samþykktu á bæjarstjórnarfundi í vikunni umdeilda viljayfirlýsingu um uppbyggingu ríflega 7500 íbúa byggðar fyrir 60 ára og eldri á landi Gunnarshólma. Jörðin er á vatnsverndarsvæði og ekki er gert ráð fyrir þéttbýli þar samkvæmt svæðisskipulagi. Á sama fundi var tillögu minnihlutans, sem fól í sér stækkun lífsgæðakjarnans í Boðaþingi við Vatnsendahlíð, hafnað. Sú tillaga fól í sér að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir eldra fólk á sömu forsendum. Ólíkt Gunnarshólma þá er Vatnsendahlíð innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins, ekki á vatnsverndarsvæði og einungis þarf að ráðast í breytingu á deiliskipulagi. Uppbygging þar gengi því mun hraðar fyrir sig og okkur í minnihlutanum, sem höfum talað fyrir kröftugri uppbyggingu fyrir eldra fólk inni í núverandi byggð, finnst það mun heppilegri leið. Fjölmargir íbúar í efri byggðum horfa nú þegar hýru auga á þetta fallega svæði þar sem Elliðavatnið og Heiðmörkin eru í bakgarðinum og útsýni er yfir stórkostlegan fjallahring. Þjónusta hefur verið að byggjast hratt upp í hverfinu og útivistar- og íþróttaaðstaða á þessu svæði er ein sú allra besta á landinu, bæði fyrir börn og fullorðna. Það er því mun fýsilegra, hagkvæmara og ódýrara fyrir öll að hefja uppbyggingu í Vatnsendahlíð, inni í núverandi byggð og nýta þá innviði sem eru nú þegar til staðar. En það skiptir bæjarstjórann greinilega meira máli hverjir eiga hagsmuni undir í því hvernig þessari brýnu þörf verður mætt. Sum okkar sem sitja í bæjarstjórn í Kópavogi störfum fyrir íbúa og skiljum að okkar ákvarðanir eiga að snúa að því sem best er fyrir almenning. Ákvörðun um að byggja einangraða byggð fyrir eldra fólk við Gunnarshólma gengur bæði gegn hagsmunum fólksins sem þar á að búa og gegn samþykktum stefnum í skipulags- og umhverfismálum. Ákvörðunin er því með öllu ófagleg og drifin áfram af einhverju allt öðru en því sem þjónar almenningi. Það er alvarlegt mál. Reglur um úthlutun lóða eru til þess fallnar að standa vörð um jafnræði og góða stjórnsýslu. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur þegar brotið reglur bæjarins með því að afhenda fjárfestum lóðir á Kársnesi án auglýsingar. Til að bíta höfuðið af skömminni, opinberaði meirihlutinn á téðum bæjarstjórnarfundi grímulausan ásetning sinn um sérhagsmunagæsluna og breytti í snarhasti úthlutunarreglunum til að geta nú úthlutað lóðum án undangenginnar auglýsingar eins og áður var gerð krafa um. Útdeilding gæða með ógagnsæjum hætti grefur undan trausti og gengur gegn meginreglum sem tryggja góða stjórnsýslu. Breytingin er lögð fram á sama tíma og viljayfirlýsingin um byggð á Gunnarshólma er afgreidd. Af hverju ætli það sé? Jú, Gunnarshólmahugmyndin felur ekki bara í sér áður nefndar framkvæmdir heldur einnig ráðstöfun á landi Geirlands sem er í eigu Kópavogsbæjar. Þá er nú gott að bæjarstjórinn geti afhent það land líka án þess að reglur sem tryggja jafnræði og gagnsæi séu að þvælast fyrir henni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem talar alla jafna fyrir markaðslausnum, afhjúpar hér að honum finnst virk samkeppni bara eiga við þegar það hentar honum. Kópavogsbúar eru hér að verða vitni að stórhættulegu afturhvarfi til fortíðar í vinnubrögðum við lóðaúthlutanir, útdeilingu gæða og eigna almennings í Kópavogi. Úthlutun lóða án auglýsinga ýtir undir tækifæri til sérhagsmunagæslu og geðþóttaákvarðana. Slíkt á ekkert sameiginlegt með faglegum vinnubrögðum og nútímalegum stjórnarháttum. Mörg okkar muna vel þá tíma þegar lóðaúthlutun var háð geðþótta þáverandi bæjarstjóra Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hann svaraði gagnrýni þess tíma, þar sem ríka og fræga fólkið virtist í forgangi, með orðunum: „Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir“. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Theódóra S. Þorsteinsdóttir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Sjá meira
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi samþykktu á bæjarstjórnarfundi í vikunni umdeilda viljayfirlýsingu um uppbyggingu ríflega 7500 íbúa byggðar fyrir 60 ára og eldri á landi Gunnarshólma. Jörðin er á vatnsverndarsvæði og ekki er gert ráð fyrir þéttbýli þar samkvæmt svæðisskipulagi. Á sama fundi var tillögu minnihlutans, sem fól í sér stækkun lífsgæðakjarnans í Boðaþingi við Vatnsendahlíð, hafnað. Sú tillaga fól í sér að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir eldra fólk á sömu forsendum. Ólíkt Gunnarshólma þá er Vatnsendahlíð innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins, ekki á vatnsverndarsvæði og einungis þarf að ráðast í breytingu á deiliskipulagi. Uppbygging þar gengi því mun hraðar fyrir sig og okkur í minnihlutanum, sem höfum talað fyrir kröftugri uppbyggingu fyrir eldra fólk inni í núverandi byggð, finnst það mun heppilegri leið. Fjölmargir íbúar í efri byggðum horfa nú þegar hýru auga á þetta fallega svæði þar sem Elliðavatnið og Heiðmörkin eru í bakgarðinum og útsýni er yfir stórkostlegan fjallahring. Þjónusta hefur verið að byggjast hratt upp í hverfinu og útivistar- og íþróttaaðstaða á þessu svæði er ein sú allra besta á landinu, bæði fyrir börn og fullorðna. Það er því mun fýsilegra, hagkvæmara og ódýrara fyrir öll að hefja uppbyggingu í Vatnsendahlíð, inni í núverandi byggð og nýta þá innviði sem eru nú þegar til staðar. En það skiptir bæjarstjórann greinilega meira máli hverjir eiga hagsmuni undir í því hvernig þessari brýnu þörf verður mætt. Sum okkar sem sitja í bæjarstjórn í Kópavogi störfum fyrir íbúa og skiljum að okkar ákvarðanir eiga að snúa að því sem best er fyrir almenning. Ákvörðun um að byggja einangraða byggð fyrir eldra fólk við Gunnarshólma gengur bæði gegn hagsmunum fólksins sem þar á að búa og gegn samþykktum stefnum í skipulags- og umhverfismálum. Ákvörðunin er því með öllu ófagleg og drifin áfram af einhverju allt öðru en því sem þjónar almenningi. Það er alvarlegt mál. Reglur um úthlutun lóða eru til þess fallnar að standa vörð um jafnræði og góða stjórnsýslu. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur þegar brotið reglur bæjarins með því að afhenda fjárfestum lóðir á Kársnesi án auglýsingar. Til að bíta höfuðið af skömminni, opinberaði meirihlutinn á téðum bæjarstjórnarfundi grímulausan ásetning sinn um sérhagsmunagæsluna og breytti í snarhasti úthlutunarreglunum til að geta nú úthlutað lóðum án undangenginnar auglýsingar eins og áður var gerð krafa um. Útdeilding gæða með ógagnsæjum hætti grefur undan trausti og gengur gegn meginreglum sem tryggja góða stjórnsýslu. Breytingin er lögð fram á sama tíma og viljayfirlýsingin um byggð á Gunnarshólma er afgreidd. Af hverju ætli það sé? Jú, Gunnarshólmahugmyndin felur ekki bara í sér áður nefndar framkvæmdir heldur einnig ráðstöfun á landi Geirlands sem er í eigu Kópavogsbæjar. Þá er nú gott að bæjarstjórinn geti afhent það land líka án þess að reglur sem tryggja jafnræði og gagnsæi séu að þvælast fyrir henni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem talar alla jafna fyrir markaðslausnum, afhjúpar hér að honum finnst virk samkeppni bara eiga við þegar það hentar honum. Kópavogsbúar eru hér að verða vitni að stórhættulegu afturhvarfi til fortíðar í vinnubrögðum við lóðaúthlutanir, útdeilingu gæða og eigna almennings í Kópavogi. Úthlutun lóða án auglýsinga ýtir undir tækifæri til sérhagsmunagæslu og geðþóttaákvarðana. Slíkt á ekkert sameiginlegt með faglegum vinnubrögðum og nútímalegum stjórnarháttum. Mörg okkar muna vel þá tíma þegar lóðaúthlutun var háð geðþótta þáverandi bæjarstjóra Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hann svaraði gagnrýni þess tíma, þar sem ríka og fræga fólkið virtist í forgangi, með orðunum: „Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir“. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Kópavogi.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun