Stewart var handtekinn fyrir að kýla Drew Eubanks, leikmann Phoenix Suns, á bílastæði fyrir utan Footprint Arena, heimavöll Phoenix Suns. Þeim félögum lenti saman áður en leikur liðanna hófst, sem Phoenix Suns vann með 16 stiga mun, 116-100.
Eubanks spilaði með heimamönnum eftir árásina og skilaði sex stigum og átta fráköstum.
Lögreglan í Phoenix segir að tekin hafi verið skýrsla af Stewart áður en honum var sleppt. Málið sé þó enn til rannsóknar.
„Lögreglan ræddi við báða leikmennina og nokkra einstaklinga sem urðu vitni af atvikinu,“ segir í yfirlýsingu lögreglu.
„Vitnin segja að rifrildi milli leikmannana hafi farið yfir strikið og að þau hafi séð Stewart kýla Eubanks, sem hafi valdið honum minniháttar meiðslum. Öryggisgæsla stýjaði mönnunum svo í sundur og batt enda á slagsmálin.“