Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2024 08:01 Viðmælendur fréttastofu segja tilhögun útboðsins óneitanlega munu hafa áhrif á kostnað framkvæmdarinnar. Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. Fréttastofa hefur rætt við nokkra einstaklinga sem tengjast hópunum fimm sem hugðust gera tilboð í framkvæmdina en enginn þeirra vill koma fram undir nafni. Þá fengust þau svör bæði hjá Vegagerðinni og Samtökum iðnaðarins að þau myndu ekki tjá sig um málið fyrr en tilboðin hefðu verið opnuð. Úboðsgögn vegna hönnunar og smíði Ölfusárbrúar voru send út í nóvember en fimm fyrirtæki sótt um að fá að taka þátt í útboðinu. Samkvæmt heimildum Vísis voru gerðar ákveðnar kröfur um reynslu í útboðsauglýsingunni, sem gerðu það að verkum að einsýnt var að erlendir aðilar þyrftu að koma að málum. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku en í flestum, ef ekki öllum, tilvikum um að ræða samstarf innlendra og erlendra aðila: Hochtief Infrastructure GmbH, Essen, Þýskalandi IKI Infrastructure Systems Co., Ltd, Tokyo, Japan Ístak hf. - Per Aarsleff A/S - Freyssinet Int., fyrir hönd óstofnaðs félags, Reykjavík Puentes y Calzada Infraestructuras, S.L.U., Spáni ÞG verktakar ehf., Reykjavík Staðlar og fjármögnun flækja málin Ástæður þess að einn aðili hefur þegar dregið sig úr útboðinu og fleiri eru að skoða að gera það er sagðar margþættar en ekki síst sú staðreynd að ekki er stuðst við alþjóðlegan staðal, til dæmis FIDIC, hvað varðar útboðs- og samningsskilmála. Þetta virðist hafa vakið efasemdir erlendu aðilanna um þátttöku en þá segja heimildarmenn Vísis einnig um að ræða óánægju er varðar fjármögnun. Baldur Sigurðsson gerði samanburð á íslenska staðlinum ÍST 30 og FIDIC í meistararitgerð sinni við Háskóla Íslands árið 2014. Sagði hann ljóst að skilmálar FIDIC væru mun ítarlegri en ÍST 30. Þá lagði Baldur könnun fyrir verkkaupa, verktaka og ráðgjafa, þar sem meðal annars kom fram að mönnum þótti ÍST 30 henta betur fyrir minni verk en FIDIC fyrir stærri og flóknari verk. Fjórir af fimm ráðgjöfum sögðust telja að FIDIC hentuðu betur en ÍST 30, ekki síst við stærri framkvæmdir og framkvæmdir þar sem erlendir aðilar myndu mögulega koma að málum. Ný Ölfusárbrú Samgöngur Vegagerð Árborg Flóahreppur Tengdar fréttir Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29 Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Fréttastofa hefur rætt við nokkra einstaklinga sem tengjast hópunum fimm sem hugðust gera tilboð í framkvæmdina en enginn þeirra vill koma fram undir nafni. Þá fengust þau svör bæði hjá Vegagerðinni og Samtökum iðnaðarins að þau myndu ekki tjá sig um málið fyrr en tilboðin hefðu verið opnuð. Úboðsgögn vegna hönnunar og smíði Ölfusárbrúar voru send út í nóvember en fimm fyrirtæki sótt um að fá að taka þátt í útboðinu. Samkvæmt heimildum Vísis voru gerðar ákveðnar kröfur um reynslu í útboðsauglýsingunni, sem gerðu það að verkum að einsýnt var að erlendir aðilar þyrftu að koma að málum. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku en í flestum, ef ekki öllum, tilvikum um að ræða samstarf innlendra og erlendra aðila: Hochtief Infrastructure GmbH, Essen, Þýskalandi IKI Infrastructure Systems Co., Ltd, Tokyo, Japan Ístak hf. - Per Aarsleff A/S - Freyssinet Int., fyrir hönd óstofnaðs félags, Reykjavík Puentes y Calzada Infraestructuras, S.L.U., Spáni ÞG verktakar ehf., Reykjavík Staðlar og fjármögnun flækja málin Ástæður þess að einn aðili hefur þegar dregið sig úr útboðinu og fleiri eru að skoða að gera það er sagðar margþættar en ekki síst sú staðreynd að ekki er stuðst við alþjóðlegan staðal, til dæmis FIDIC, hvað varðar útboðs- og samningsskilmála. Þetta virðist hafa vakið efasemdir erlendu aðilanna um þátttöku en þá segja heimildarmenn Vísis einnig um að ræða óánægju er varðar fjármögnun. Baldur Sigurðsson gerði samanburð á íslenska staðlinum ÍST 30 og FIDIC í meistararitgerð sinni við Háskóla Íslands árið 2014. Sagði hann ljóst að skilmálar FIDIC væru mun ítarlegri en ÍST 30. Þá lagði Baldur könnun fyrir verkkaupa, verktaka og ráðgjafa, þar sem meðal annars kom fram að mönnum þótti ÍST 30 henta betur fyrir minni verk en FIDIC fyrir stærri og flóknari verk. Fjórir af fimm ráðgjöfum sögðust telja að FIDIC hentuðu betur en ÍST 30, ekki síst við stærri framkvæmdir og framkvæmdir þar sem erlendir aðilar myndu mögulega koma að málum.
Ný Ölfusárbrú Samgöngur Vegagerð Árborg Flóahreppur Tengdar fréttir Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29 Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29
Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00