Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Keflavík 109-114 | Háspenna lífshætta í Forsetahöllinni Andri Már Eggertsson skrifar 16. febrúar 2024 21:25 Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann ótrúlegan fimm stiga sigur gegn Álftanesi í tvíframlengdum maraþonleik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 109-114. Það var blóðtaka fyrir Keflavík þegar ljóst var að Remy Martin gæti ekki spilað vegna meiðsla. Remy reyndi að taka þátt í upphitun og þá kom í ljós að hann væri ekki leikfær. Í fyrstu sókn Álftnesinga setti Douglas Wilson olnbogann í andlitið á Sigurði Péturssyni sem þurfti að fara út af í tæplega átta mínútur þar sem það blæddi úr honum. Dino Stipcic fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði 18 stig Vísir/Hulda Margrét Þetta ruglaði gestina svo sannarlega í rýminu og Álftanes tók frumkvæðið. Heimamenn létu þristunum rigna og þegar fimm mínútur voru liðnar voru þeir komnir tíu stigum yfir 16-6. Heimamenn voru sjö stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 28-21. Keflavík datt í gang með Sigurð Pétursson í fararbroddi um miðjan annan leikhluta. Gestirnir gerðu sjö stig í röð sem varð til þess að Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, tók leikhlé. Vandræði Álftnesinga héldu áfram og Keflavík náði að minnka forystuna niður í eitt stig 37-36. Það var hart barist í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Eftir að Keflavík minnkaði forskot Álftanes niður í eitt stig fóru hjólin að snúast hjá heimamönnum. Síðustu fimm mínúturnar enduðu 17-8. Staðan í hálfleik var 54-44. Heimamenn tóku upp þráðinn frá því í fyrri hálfleik og Dúi Þór Jónsson byrjaði á að setja niður þrist, skömmu síðar setti Ville Tahvanainen þrist og munurinn fjórtán stig 60-46. Douglas Wilson í baráttunniVísir/Hulda Margrét Gestirnir voru hins vegar ekki á því að kasta inn handklæðinu heldur komu til baka. Keflavík komst yfir 82-83 í fyrsta sinn frá því liðið komst í 0-4 í blábyrjun. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Álftanes fékk síðustu sóknina þegar staðan var jöfn 87-87. Kjartan Atli tók leikhlé og stillti upp í kerfi sem endaði með því að Norbertas Giga tók erfitt skot og klikkaði. Danero Thomas í baráttunni Vísir/Hulda Margrét Álftanes tók frumkvæðið í framlengingunni og gerði fyrstu fjögur stigin. Douglas Wilson tók af skarið og gerði 7 af fyrstu 9 stigum heimamanna í framlengingunni. Wilson fékk hins vegar fimm villur þegar 40 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Dúi Þór Jónsson fékk tvö vítaskot þegar að 30 sekúndur voru eftir. Dúi hitti úr fyrra vítinu og jafnaði 100-100. Dúi klikkaði síðan á síðara vítinu en staðan var óbreytt í næstu sókn heimamanna og Hörður Axel Vilhjálmsson fékk tækifæri til þess að tryggja sigurinn gegn sínum gömlu félögum en klikkaði. Dúi Þór Jónsson gerði 24 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Það þurfti því að fara í aðra framlengingu. Keflavík átti meira eftir á tanknum og komst fimm stigum yfir þegar að tvær mínútur voru eftir. Þetta var stærsta forskot Keflavíkur til þessa. Heimamenn áttu ekki fleiri svör og Keflavík vann að lokum 109-114. Sigurður Pétursson gegn Herði Axel VilhjálmssyniVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Keflavík? Það þurfti að framlengja leikinn tvisvar til þess að skera úr um sigurvegara. Þegar að innan við mínúta var eftir af annarri framlengingu var staðan 107-107. Þá setti Jaka Brodnik niður þrist og gestirnir enduðu á að vinna síðustu 50 sekúndurnar 2-6 og þar við sat. Hverjir stóðu upp úr? Jaka Brodnik var frábær í liði Keflavíkur. Jaka setti niður risastórt skot í síðari framlengingunni og endaði stigahæstur hjá Keflavík með 25 stig. Halldór Garðar Hermannsson kom öflugur inn á af bekknum og endaði með 22 stig. Hvað gekk illa? Álftanes kastaði þessum leik frá sér. Heimamenn fengu síðasta skotið í fjórða leikhluta til þess að klára leikinn en Giga klikkaði, Dúi Þór fékk tvö vítaskot til að koma Álftnesingum yfir í fyrri framlengingunni en klikkaði á einu víti og náði aðeins að jafna leikinn. Hörður Axel brenndi síðan af þriggja stiga skoti til þess að tryggja sigurinn. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er landsleikjahlé. Deildin fer aftur af stað 7. mars þar sem Valur og Álftanes mætast í N1-höllinni klukkan 19:15. Föstudaginn 8. mars mætast Keflavík og Grindavík klukkan 19:15. „Stig eftir tapaða bolta situr í mér“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var bugaður eftir tap í tvíframlengdum leik gegn Keflavík. „Pirringur. Við vorum fjórtán stigum yfir og misstum þetta niður. Þeir gerðu vel í að komast inn í leikinn og voru léttleikandi,“ sagði Kjartan Atli aðspurður hvað færi í gegnum huga hans eftir tap í tvíframlengdum leik. Kjartan Atli var afar svekktur að hafa ekki náð að klára leikinn í venjulegum leiktíma þar sem liðið var yfir nánast allan leikinn. „Töpuðu boltarnir og stig eftir tapaða bolta situr í mér. Þeir voru fljúgandi um völlinn og völlurinn var lítill. Leikurinn var upp og niður. Augnablikið var með þeim undir lokin og það sló okkur út af laginu.“ Álftanes fékk síðasta skotið bæði í fjórða leikhluta og fyrstu framlengingunni og Kjartan var nokkuð ánægður með þær tilraunir. „Við vildum eiga síðasta skotið. Giga var í traffík og það var lítið eftir. Þetta var fínt skot hjá Herði og við hefðum alltaf tekið það.“ Dino Stipcic gerði 18 stig í fyrri hálfleik en það voru einu stigin hans í leiknum. „Stundum fer boltinn ofan í og stundum ekki. Hann skoppaði nokkrum sinnum upp úr. Körfubolta guðirnir gefa stundum og taka stundum.“ Douglas Wilson gat ekki tekið þátt í seinni framlengingunni þar sem hann var kominn með fimm villur en Kjartan benti á að þá hefði bara einhver átt að stíga upp. „Það eru tólf í hóp og við spiluðum á átta mönnum og það átti bara næsti að koma. Við vorum í miklum villuvandræðum þar sem þrír menn voru komnir með fimm villur. Við þurfum greinilega að bæta okkur í að hanga fyrir framan menn,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes Keflavík ÍF
Keflavík vann ótrúlegan fimm stiga sigur gegn Álftanesi í tvíframlengdum maraþonleik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 109-114. Það var blóðtaka fyrir Keflavík þegar ljóst var að Remy Martin gæti ekki spilað vegna meiðsla. Remy reyndi að taka þátt í upphitun og þá kom í ljós að hann væri ekki leikfær. Í fyrstu sókn Álftnesinga setti Douglas Wilson olnbogann í andlitið á Sigurði Péturssyni sem þurfti að fara út af í tæplega átta mínútur þar sem það blæddi úr honum. Dino Stipcic fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði 18 stig Vísir/Hulda Margrét Þetta ruglaði gestina svo sannarlega í rýminu og Álftanes tók frumkvæðið. Heimamenn létu þristunum rigna og þegar fimm mínútur voru liðnar voru þeir komnir tíu stigum yfir 16-6. Heimamenn voru sjö stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 28-21. Keflavík datt í gang með Sigurð Pétursson í fararbroddi um miðjan annan leikhluta. Gestirnir gerðu sjö stig í röð sem varð til þess að Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, tók leikhlé. Vandræði Álftnesinga héldu áfram og Keflavík náði að minnka forystuna niður í eitt stig 37-36. Það var hart barist í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Eftir að Keflavík minnkaði forskot Álftanes niður í eitt stig fóru hjólin að snúast hjá heimamönnum. Síðustu fimm mínúturnar enduðu 17-8. Staðan í hálfleik var 54-44. Heimamenn tóku upp þráðinn frá því í fyrri hálfleik og Dúi Þór Jónsson byrjaði á að setja niður þrist, skömmu síðar setti Ville Tahvanainen þrist og munurinn fjórtán stig 60-46. Douglas Wilson í baráttunniVísir/Hulda Margrét Gestirnir voru hins vegar ekki á því að kasta inn handklæðinu heldur komu til baka. Keflavík komst yfir 82-83 í fyrsta sinn frá því liðið komst í 0-4 í blábyrjun. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Álftanes fékk síðustu sóknina þegar staðan var jöfn 87-87. Kjartan Atli tók leikhlé og stillti upp í kerfi sem endaði með því að Norbertas Giga tók erfitt skot og klikkaði. Danero Thomas í baráttunni Vísir/Hulda Margrét Álftanes tók frumkvæðið í framlengingunni og gerði fyrstu fjögur stigin. Douglas Wilson tók af skarið og gerði 7 af fyrstu 9 stigum heimamanna í framlengingunni. Wilson fékk hins vegar fimm villur þegar 40 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Dúi Þór Jónsson fékk tvö vítaskot þegar að 30 sekúndur voru eftir. Dúi hitti úr fyrra vítinu og jafnaði 100-100. Dúi klikkaði síðan á síðara vítinu en staðan var óbreytt í næstu sókn heimamanna og Hörður Axel Vilhjálmsson fékk tækifæri til þess að tryggja sigurinn gegn sínum gömlu félögum en klikkaði. Dúi Þór Jónsson gerði 24 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Það þurfti því að fara í aðra framlengingu. Keflavík átti meira eftir á tanknum og komst fimm stigum yfir þegar að tvær mínútur voru eftir. Þetta var stærsta forskot Keflavíkur til þessa. Heimamenn áttu ekki fleiri svör og Keflavík vann að lokum 109-114. Sigurður Pétursson gegn Herði Axel VilhjálmssyniVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Keflavík? Það þurfti að framlengja leikinn tvisvar til þess að skera úr um sigurvegara. Þegar að innan við mínúta var eftir af annarri framlengingu var staðan 107-107. Þá setti Jaka Brodnik niður þrist og gestirnir enduðu á að vinna síðustu 50 sekúndurnar 2-6 og þar við sat. Hverjir stóðu upp úr? Jaka Brodnik var frábær í liði Keflavíkur. Jaka setti niður risastórt skot í síðari framlengingunni og endaði stigahæstur hjá Keflavík með 25 stig. Halldór Garðar Hermannsson kom öflugur inn á af bekknum og endaði með 22 stig. Hvað gekk illa? Álftanes kastaði þessum leik frá sér. Heimamenn fengu síðasta skotið í fjórða leikhluta til þess að klára leikinn en Giga klikkaði, Dúi Þór fékk tvö vítaskot til að koma Álftnesingum yfir í fyrri framlengingunni en klikkaði á einu víti og náði aðeins að jafna leikinn. Hörður Axel brenndi síðan af þriggja stiga skoti til þess að tryggja sigurinn. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er landsleikjahlé. Deildin fer aftur af stað 7. mars þar sem Valur og Álftanes mætast í N1-höllinni klukkan 19:15. Föstudaginn 8. mars mætast Keflavík og Grindavík klukkan 19:15. „Stig eftir tapaða bolta situr í mér“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var bugaður eftir tap í tvíframlengdum leik gegn Keflavík. „Pirringur. Við vorum fjórtán stigum yfir og misstum þetta niður. Þeir gerðu vel í að komast inn í leikinn og voru léttleikandi,“ sagði Kjartan Atli aðspurður hvað færi í gegnum huga hans eftir tap í tvíframlengdum leik. Kjartan Atli var afar svekktur að hafa ekki náð að klára leikinn í venjulegum leiktíma þar sem liðið var yfir nánast allan leikinn. „Töpuðu boltarnir og stig eftir tapaða bolta situr í mér. Þeir voru fljúgandi um völlinn og völlurinn var lítill. Leikurinn var upp og niður. Augnablikið var með þeim undir lokin og það sló okkur út af laginu.“ Álftanes fékk síðasta skotið bæði í fjórða leikhluta og fyrstu framlengingunni og Kjartan var nokkuð ánægður með þær tilraunir. „Við vildum eiga síðasta skotið. Giga var í traffík og það var lítið eftir. Þetta var fínt skot hjá Herði og við hefðum alltaf tekið það.“ Dino Stipcic gerði 18 stig í fyrri hálfleik en það voru einu stigin hans í leiknum. „Stundum fer boltinn ofan í og stundum ekki. Hann skoppaði nokkrum sinnum upp úr. Körfubolta guðirnir gefa stundum og taka stundum.“ Douglas Wilson gat ekki tekið þátt í seinni framlengingunni þar sem hann var kominn með fimm villur en Kjartan benti á að þá hefði bara einhver átt að stíga upp. „Það eru tólf í hóp og við spiluðum á átta mönnum og það átti bara næsti að koma. Við vorum í miklum villuvandræðum þar sem þrír menn voru komnir með fimm villur. Við þurfum greinilega að bæta okkur í að hanga fyrir framan menn,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti