Ástæða til að skoða lögleiðingu kannabis í lækningaskyni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2024 20:02 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur ástæðu til að skoða hugmyndir um lögleiðingu kannabis í lækningaskyni, en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort formleg vinna hefjist um málið. Slíkar breytingar verði að vinna í samráði við dómsmálaráðuneytið. Fyrir helgi steig fjölskyldufaðir fram í viðtali og sagði sárt að þurfa að verða sér úti um ólöglega eiturlyfið kannabis til að lina þjáningar vegna tveggja sársaukafullra taugasjúkdóma sem hann glímir við. Maðurinn, Hómsteinn hefur prufað öll þau lyf sem læknar hafa skrifað upp á en ekkert virkað. Eina sem slær á verkina er kannabis sem gerir honum kleift að hreyfa sig um á daginn. Hann berst nú fyrir því að efnið verði gert löglegt í lækningaskyni undir eftirliti sérfræðinga. „Ég sá viðtal við þennan einstakling og heyrði hvað hann segir. Mér finnst algjör ástæða til að skoða það betur. Nú höfum við heimilað framleiðslu á slíkum olíum en þá er miðað við ákveðið gildi THC,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Mun hlusta á fagfólkið Olíurnar sem Willum vísar til eru CBD olíur og löglegar hér á landi en efnið THC sem hann nefnir er virka vímuefnið í Kannabisinu. Notkun þess er ólögleg hér á landi. „Það er ólögleg efni, þannig við þurfum að taka það samtal þá við fleiri en bara sérfræðinga í heilbrigðisráðuneytinu og fagfólk í heilbrigðisþjónustu. En við eigum að hlusta og kanna hvað hægt er að gera. Ég mun hlusta auðvitað á fagfólkið í þessu en er alltaf tilbúinn til að hitta viðkomandi af því að hann nefndi það að hann vildi hitta heilbrigðisráðherra.“ Samtal um lögleiðingu kannabis í lækningaskyni þurfi að gerast í samráði við dómsmálaráðherra og fleiri. En ætlar þú að hafa frumkvæði að því að hefja slíkt samtal? „Ég veit ekki með hversu formlegum hætti það er, en þessi umræða er komin í gang og hún hefur svo sem verið varðandi þessar olíur en hún heldur áfram. Hvort ég fari inn í það með einhverjum formlegum hætti hef ég ekki tekið neina ákvörðun um.“ Kannabis Heilbrigðismál Lyf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Fyrir helgi steig fjölskyldufaðir fram í viðtali og sagði sárt að þurfa að verða sér úti um ólöglega eiturlyfið kannabis til að lina þjáningar vegna tveggja sársaukafullra taugasjúkdóma sem hann glímir við. Maðurinn, Hómsteinn hefur prufað öll þau lyf sem læknar hafa skrifað upp á en ekkert virkað. Eina sem slær á verkina er kannabis sem gerir honum kleift að hreyfa sig um á daginn. Hann berst nú fyrir því að efnið verði gert löglegt í lækningaskyni undir eftirliti sérfræðinga. „Ég sá viðtal við þennan einstakling og heyrði hvað hann segir. Mér finnst algjör ástæða til að skoða það betur. Nú höfum við heimilað framleiðslu á slíkum olíum en þá er miðað við ákveðið gildi THC,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Mun hlusta á fagfólkið Olíurnar sem Willum vísar til eru CBD olíur og löglegar hér á landi en efnið THC sem hann nefnir er virka vímuefnið í Kannabisinu. Notkun þess er ólögleg hér á landi. „Það er ólögleg efni, þannig við þurfum að taka það samtal þá við fleiri en bara sérfræðinga í heilbrigðisráðuneytinu og fagfólk í heilbrigðisþjónustu. En við eigum að hlusta og kanna hvað hægt er að gera. Ég mun hlusta auðvitað á fagfólkið í þessu en er alltaf tilbúinn til að hitta viðkomandi af því að hann nefndi það að hann vildi hitta heilbrigðisráðherra.“ Samtal um lögleiðingu kannabis í lækningaskyni þurfi að gerast í samráði við dómsmálaráðherra og fleiri. En ætlar þú að hafa frumkvæði að því að hefja slíkt samtal? „Ég veit ekki með hversu formlegum hætti það er, en þessi umræða er komin í gang og hún hefur svo sem verið varðandi þessar olíur en hún heldur áfram. Hvort ég fari inn í það með einhverjum formlegum hætti hef ég ekki tekið neina ákvörðun um.“
Kannabis Heilbrigðismál Lyf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira