Hóta innrás í Rafah fyrir Ramadan ef gíslarnir verða ekki látnir lausir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2024 06:48 Kona gengur framhjá líkum fyrir utan líkhúsið við Al Aqsa sjúkrahúsið í Deir al Balah á Gasa. AP/Adel Hana Benny Gantz, sem er fyrrverandi yfirmaður hjá hernum og situr nú í herráði Ísrael, segir Ísraelsmenn munu láta til skarar skríða í Rafah fyrir Ramadan ef Hamas láta ekki þá gísla sem enn eru í haldi samtakanna lausa. Ramadan, föstumánuður múslima, hefst 10. mars. Samkvæmt AFP sagði Gantz á ráðstefnu með bandarískum leiðtogum gyðinga í Jerúsalem í gær að alþjóðasamfélagið og leiðtogar Hamas þyrftu að átta sig á því að ef gíslarnir yrðu ekki frelsaðir fyrir Ramadan, myndu aðgerðir hersins halda áfram, meðal annars í Rafah. Hann sagði að ráðist yrði í þær samhliða samtali við Bandaríkjamenn og Egypta, til að greiða fyrir rýmingu svæðisins og freista þess að draga eins mikið úr mannfalli meðal almennra borgara og hægt væri. Þrátt fyrir að orð Gantz virðist fela í sér að Ísraelsmenn myndu íhuga að falla frá innrás í Rafah ef gíslunum yrði sleppt rímar það ekki við það sem forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hefur sagt en hann hefur ítrekað að nauðsynlegt sé að fara inn á svæðið til að eyðileggja göng og uppræta Hamas endanlega. Erlendir leiðtogar og hjálparsamtök hafa ítrekað biðlað til stjórnvalda í Ísrael um að falla frá fyrirætlunum sínum en erfitt er að sjá hvert hinn gríðarlegi fjöldi sem nú hefst við í Rafah ætti að flýja. Þá er mannúðarkerfið á svæðinu sagt vera í molum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun á morgun greiða atkvæði um tillögu um vopnahlé á Gasa en Bandaríkjamenn hafa þegar sagst munu beita neitunarvaldinu gegn tillögunni. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Ramadan, föstumánuður múslima, hefst 10. mars. Samkvæmt AFP sagði Gantz á ráðstefnu með bandarískum leiðtogum gyðinga í Jerúsalem í gær að alþjóðasamfélagið og leiðtogar Hamas þyrftu að átta sig á því að ef gíslarnir yrðu ekki frelsaðir fyrir Ramadan, myndu aðgerðir hersins halda áfram, meðal annars í Rafah. Hann sagði að ráðist yrði í þær samhliða samtali við Bandaríkjamenn og Egypta, til að greiða fyrir rýmingu svæðisins og freista þess að draga eins mikið úr mannfalli meðal almennra borgara og hægt væri. Þrátt fyrir að orð Gantz virðist fela í sér að Ísraelsmenn myndu íhuga að falla frá innrás í Rafah ef gíslunum yrði sleppt rímar það ekki við það sem forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hefur sagt en hann hefur ítrekað að nauðsynlegt sé að fara inn á svæðið til að eyðileggja göng og uppræta Hamas endanlega. Erlendir leiðtogar og hjálparsamtök hafa ítrekað biðlað til stjórnvalda í Ísrael um að falla frá fyrirætlunum sínum en erfitt er að sjá hvert hinn gríðarlegi fjöldi sem nú hefst við í Rafah ætti að flýja. Þá er mannúðarkerfið á svæðinu sagt vera í molum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun á morgun greiða atkvæði um tillögu um vopnahlé á Gasa en Bandaríkjamenn hafa þegar sagst munu beita neitunarvaldinu gegn tillögunni.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira