„Ég verð lengi að komast yfir þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2024 10:00 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur gert frábæra hluti síðustu vikur og mánuði og setti enn eitt Norðurlandametið á EM í Búlgaríu. @eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir átti mjög flott Evrópumeistaramót í Búlgaríu og var á endanum aðeins einu kílói frá verðlaunasæti. Hún setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet og náði bestum árangri Íslendinga frá upphafi. Það var samt erfitt fyrir þessa miklu keppniskonu að sætta sig við það að komast ekki á verðlaunapallinn þegar það munaði svo ofboðslega litlu. Eygló endaði í fjórða sætinu en einu kílói á undan henni var hin þýska Lisa Marie Schweizer með 231 kíló samanlagt. Rúmeninn Loredana Toma varð Evrópumeistari en hún lyfti alls 241 kílói. Rússinn Siuzanna Valodzka varð önnur með 235 kíló. Eygló hefði þá orðið fyrst Íslendinga til að vinna til verðlauna á stórmóti í ólympískum lyftingum. Hún náði sínum næstbesta árangri á móti með því lyfta samtals 230 kílóum og hún setti einnig Norðurlandamet í snörun í -71 kg flokki kvenna þegar hún lyfti 105 kílóum. Fjórða sætið er besti árangur Íslendings á stórmóti í ólympískum lyftingum. Eygló gerði upp mótið á samfélagsmiðlum sínum og þar fór ekki á milli mála að það var erfitt fyrir okkar konu að kyngja úrslitunum. „Ég verð lengi að komast yfir þetta,“ byrjaði Eygló stuttan pistil sinn. „Ég fór inn í þessa keppni með stór markmið og ég var algjörlega miður mín yfir því að hafa misst af verðlaunapallinum út af einu kílói,“ skrifaði Eygló. „Þessi 129 kílóa tilraun mín í jafnhendingu mun ásækja mig en ég ætla að nota þessi vonbrigði til að gefa enn meira af mér í æfingarnar,“ skrifaði Eygló. Hún hafði lyft 125 kílóum en hækkaði upp í 129 kíló. Eygló var nálægt því að lyfta þessari miklu þyngd en tókst ekki. „Að ganga í burtu með fjórða sætið á mínu þriðja Evrópumóti en er eitthvað sem ég verið stolt af ekki síst eftir svona harða keppni með öllum þessum stórkostlegum lyftingakonum,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira
Hún setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet og náði bestum árangri Íslendinga frá upphafi. Það var samt erfitt fyrir þessa miklu keppniskonu að sætta sig við það að komast ekki á verðlaunapallinn þegar það munaði svo ofboðslega litlu. Eygló endaði í fjórða sætinu en einu kílói á undan henni var hin þýska Lisa Marie Schweizer með 231 kíló samanlagt. Rúmeninn Loredana Toma varð Evrópumeistari en hún lyfti alls 241 kílói. Rússinn Siuzanna Valodzka varð önnur með 235 kíló. Eygló hefði þá orðið fyrst Íslendinga til að vinna til verðlauna á stórmóti í ólympískum lyftingum. Hún náði sínum næstbesta árangri á móti með því lyfta samtals 230 kílóum og hún setti einnig Norðurlandamet í snörun í -71 kg flokki kvenna þegar hún lyfti 105 kílóum. Fjórða sætið er besti árangur Íslendings á stórmóti í ólympískum lyftingum. Eygló gerði upp mótið á samfélagsmiðlum sínum og þar fór ekki á milli mála að það var erfitt fyrir okkar konu að kyngja úrslitunum. „Ég verð lengi að komast yfir þetta,“ byrjaði Eygló stuttan pistil sinn. „Ég fór inn í þessa keppni með stór markmið og ég var algjörlega miður mín yfir því að hafa misst af verðlaunapallinum út af einu kílói,“ skrifaði Eygló. „Þessi 129 kílóa tilraun mín í jafnhendingu mun ásækja mig en ég ætla að nota þessi vonbrigði til að gefa enn meira af mér í æfingarnar,“ skrifaði Eygló. Hún hafði lyft 125 kílóum en hækkaði upp í 129 kíló. Eygló var nálægt því að lyfta þessari miklu þyngd en tókst ekki. „Að ganga í burtu með fjórða sætið á mínu þriðja Evrópumóti en er eitthvað sem ég verið stolt af ekki síst eftir svona harða keppni með öllum þessum stórkostlegum lyftingakonum,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira