Með hústökumann í íbúðinni á Kanarí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2024 08:22 Frá Kanaríeyjunum. Vísir/Getty Sænsk fjölskylda er ráðþrota eftir að maður braust inn í íbúð í þeirra eigu á Kanaríeyjunum síðastliðinn nóvember og gerðist þar hústökumaður. Fjölskyldan bíður úrskurðar spænskra dómstóla en maðurinn hefur meðal annars leigt íbúð þeirra út til annarra á Airbnb í millitíðinni. „Það er ákaflega furðulegt að þurfa að dvelja á hóteli á meðan maðurinn býr í íbúðinni sem pabbi hefur átt í níu ár,“ hefur sænska ríkisútvarpið eftir Agnetu Torberntsson. 89 ára gamall faðir hennar á íbúðina. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að maðurinn hafi brotist inn á meðan fjölskyldan var í Svíþjóð. Manninn þekktu þau ekki en hann skipti um lása og kom upp eftirlitsmyndavélum við íbúðina. Þá kemur fram að dómstóll á Kanaríeyjum hafi átt að taka málið fyrir í lok janúar. Því hafi hins vegar verið frestað um óákveðinn tíma en samkvæmt spænskum lögum er ekki hægt að aðhafast í málinu fyrr en niðurstaða dómstóls liggur fyrir. Þá má fjölskyldan ekki hætta að greiða vatns - og rafmagnsreikninga af íbúðinni í millitíðinni. Fjölskyldan hefur hingað til eytt hundrað þúsund sænskum krónum í lögfræðinga vegna málsins eða því sem nemur 1,3 milljónum íslenskra króna. Fram kemur í umfjölluninni að fjölskyldan geti lítið annað gert en að vona að málið verði tekið fyrir hið fyrsta af dómstólum. Agneta og faðir hennar flugu út til að vera viðstödd málaferlin í lok janúar og komust þá að því að maðurinn hefði einnig leigt íbúðina út á Airbnb. „Ég veit ekki hvað skal segja,“ hefur SVT eftir Agnetu. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið ráðlagt að hafa ekki samband við manninn, þar sem hann hafi áður sýnt af sér ógnandi hegðun. Kanaríeyjar Svíþjóð Spánn Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
„Það er ákaflega furðulegt að þurfa að dvelja á hóteli á meðan maðurinn býr í íbúðinni sem pabbi hefur átt í níu ár,“ hefur sænska ríkisútvarpið eftir Agnetu Torberntsson. 89 ára gamall faðir hennar á íbúðina. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að maðurinn hafi brotist inn á meðan fjölskyldan var í Svíþjóð. Manninn þekktu þau ekki en hann skipti um lása og kom upp eftirlitsmyndavélum við íbúðina. Þá kemur fram að dómstóll á Kanaríeyjum hafi átt að taka málið fyrir í lok janúar. Því hafi hins vegar verið frestað um óákveðinn tíma en samkvæmt spænskum lögum er ekki hægt að aðhafast í málinu fyrr en niðurstaða dómstóls liggur fyrir. Þá má fjölskyldan ekki hætta að greiða vatns - og rafmagnsreikninga af íbúðinni í millitíðinni. Fjölskyldan hefur hingað til eytt hundrað þúsund sænskum krónum í lögfræðinga vegna málsins eða því sem nemur 1,3 milljónum íslenskra króna. Fram kemur í umfjölluninni að fjölskyldan geti lítið annað gert en að vona að málið verði tekið fyrir hið fyrsta af dómstólum. Agneta og faðir hennar flugu út til að vera viðstödd málaferlin í lok janúar og komust þá að því að maðurinn hefði einnig leigt íbúðina út á Airbnb. „Ég veit ekki hvað skal segja,“ hefur SVT eftir Agnetu. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið ráðlagt að hafa ekki samband við manninn, þar sem hann hafi áður sýnt af sér ógnandi hegðun.
Kanaríeyjar Svíþjóð Spánn Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira