Sjálfstæðismenn skriðið í eina sæng með röngum bandamanni Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2024 16:28 Inga hélt því fram að á Íslandi ríkti algert ófremdarástand í málefnum hælisleitenda, á því bæri Sjálfstæðisflokkurinn alla ábyrgð. Guðrún var til andmæla en Ingu varð ekki hnikað. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, beindi fyrirspurn til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á Alþingi nú áðan. Og vandaði Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar í leiðinni. „Undanfarin ár hefur Ísland tekið við áttfalt fleiri umsóknum hælisleitenda um alþjóðlega vernd en Danmörk, Noregur og Finnland. Síðustu tvö ár hefur kostnaður okkar vegna þessara umsókna verið yfir 35 milljarðar króna,“ sagði Inga. Og hún vildi meina að þessu fylgdi tilheyrandi álag á innviði og aukinn félagslegan vanda. „Ég spyr hæstvirtan dómsmálaráðherra hvers vegna dómsmálaráðuneytið er ekki búið að koma upp tímabundnu innra eftirliti með landamærunum í samræmi við undanþágu í Schengen-samstarfinu líkt og Austurríki, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Noregur og Svíþjóð hafa gert.“ Engin vernd fyrir alþjóðlegri glæpastarfsemi Þá vildi Inga gjarnan fá upplýsingar um hvar gerð PNR-samninga standi? „Til að tryggja að erlend flugfélög skili öllum farþegalistum sem óskað er eftir við komu þeirra hingað til lands. Þannig munum við efla getu lögreglu til að tryggja frekara öryggi okkar og um leið koma í veg fyrir innflutta skipulagða glæpastarfsemi.“ Ingu var heitt í hamsi og hún var ekki hætt því hún vildi einnig spyrja Guðrúnu um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem allir viti að hefur um árabil borið hundrað prósent ábyrgð á útlendingamálunum, sé sáttur við ófremdarástand sem skapast hefur í málefnum hælisleitenda, þeirra sem hér sækja um alþjóðlega vernd. „Þar sem flokkurinn, kannski í valdagræðgi sinni – ég veit það ekki – skríður ítrekað í eina sæng með Vinstri hreyfingunni grænu framboði sem allir vita að aðhyllist hér algjörlega opin landamæri.“ Guðrún komst ekki mikið lengra með að svara fyrirspurn Ingu en að því leytinu til að minna á að hún hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum af fjölda þeirra sem hingað koma og sækja um vernd. Þeir séu alltof margir, jafn margir og byggja Árborg. „Síðustu tíu ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með málaflokkinn en hins vegar er það svo að þingið hefur hafnað öllum breytingum, ekki einu sinni eða tvisvar heldur fimm sinnum. Þingið hefur komið í veg fyrir að ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi tekist að gera breytingar. Og það hafi ekkert með valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins að gera.“ Í bólið með röngum aðila Guðrún sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa tekið að sér málaflokkinn af mikilli ábyrgð en þinginu væri um að kenna að ekkert hafi hnikast. Inga þakkaði Guðrún svarið en sagði hana hafa fest umsvifalaust í vangaveltu sinni um valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins. Það sé hins vegar svo að það þýði ekkert fyrir Sjálfstæðismenn að reyna að koma sér undan ábyrgð í þessum efnum. Hún væri hundrað prósent. „Þeir hafa bara valið sér ranga bandamenn, skríða í sæng með röngum aðila sem þeir vita fyrirfram að er bara til vandræða,“ sagði Inga. Hún vildi meina að það skipti öllu að velja sér bandamenn við hæfi svo hlutirnir gætu gengið hér smurt fyrir heill samfélagsins alls. Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
„Undanfarin ár hefur Ísland tekið við áttfalt fleiri umsóknum hælisleitenda um alþjóðlega vernd en Danmörk, Noregur og Finnland. Síðustu tvö ár hefur kostnaður okkar vegna þessara umsókna verið yfir 35 milljarðar króna,“ sagði Inga. Og hún vildi meina að þessu fylgdi tilheyrandi álag á innviði og aukinn félagslegan vanda. „Ég spyr hæstvirtan dómsmálaráðherra hvers vegna dómsmálaráðuneytið er ekki búið að koma upp tímabundnu innra eftirliti með landamærunum í samræmi við undanþágu í Schengen-samstarfinu líkt og Austurríki, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Noregur og Svíþjóð hafa gert.“ Engin vernd fyrir alþjóðlegri glæpastarfsemi Þá vildi Inga gjarnan fá upplýsingar um hvar gerð PNR-samninga standi? „Til að tryggja að erlend flugfélög skili öllum farþegalistum sem óskað er eftir við komu þeirra hingað til lands. Þannig munum við efla getu lögreglu til að tryggja frekara öryggi okkar og um leið koma í veg fyrir innflutta skipulagða glæpastarfsemi.“ Ingu var heitt í hamsi og hún var ekki hætt því hún vildi einnig spyrja Guðrúnu um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem allir viti að hefur um árabil borið hundrað prósent ábyrgð á útlendingamálunum, sé sáttur við ófremdarástand sem skapast hefur í málefnum hælisleitenda, þeirra sem hér sækja um alþjóðlega vernd. „Þar sem flokkurinn, kannski í valdagræðgi sinni – ég veit það ekki – skríður ítrekað í eina sæng með Vinstri hreyfingunni grænu framboði sem allir vita að aðhyllist hér algjörlega opin landamæri.“ Guðrún komst ekki mikið lengra með að svara fyrirspurn Ingu en að því leytinu til að minna á að hún hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum af fjölda þeirra sem hingað koma og sækja um vernd. Þeir séu alltof margir, jafn margir og byggja Árborg. „Síðustu tíu ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með málaflokkinn en hins vegar er það svo að þingið hefur hafnað öllum breytingum, ekki einu sinni eða tvisvar heldur fimm sinnum. Þingið hefur komið í veg fyrir að ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi tekist að gera breytingar. Og það hafi ekkert með valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins að gera.“ Í bólið með röngum aðila Guðrún sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa tekið að sér málaflokkinn af mikilli ábyrgð en þinginu væri um að kenna að ekkert hafi hnikast. Inga þakkaði Guðrún svarið en sagði hana hafa fest umsvifalaust í vangaveltu sinni um valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins. Það sé hins vegar svo að það þýði ekkert fyrir Sjálfstæðismenn að reyna að koma sér undan ábyrgð í þessum efnum. Hún væri hundrað prósent. „Þeir hafa bara valið sér ranga bandamenn, skríða í sæng með röngum aðila sem þeir vita fyrirfram að er bara til vandræða,“ sagði Inga. Hún vildi meina að það skipti öllu að velja sér bandamenn við hæfi svo hlutirnir gætu gengið hér smurt fyrir heill samfélagsins alls.
Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira