Greiddi ekki flug og gistingu eiginkonu sinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2024 08:04 Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar á fundi sínum með Joe Biden Bandaríkjaforseta í Bandaríkjunum í júlí í fyrra. EPA-EFE/CHRIS KLEPONIS Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar láðist að greiða fyrir ferðalag eiginkonu sinnar Birgittu Kristersson í júlí í fyrra þegar hún ferðaðist með honum til Bandaríkjanna og síðar til Finnlands. Það var ekki gert fyrr en sænskir miðlar spurðust fyrir um málið. Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að Ulf hafi verið í opinberri heimsókn til Bandaríkjanna. Þangað ferðaðist hann með sérstakri einkaþotu sænska ríkisins. Í Bandaríkjunum fundaði hann með Joe Biden, Bandaríkjaforseta, meðal annars vegna umsóknar Svíþjóðar um inngöngu í NATO. Birgitta hafi flogið með honum og gist með honum á hóteli. Hún hafi hinsvegar ekki verið í opinberum erindagjörðum í Bandaríkjunum og því hafi Ulf reglum samkvæmt borið að draga ferðakostnað og 25 prósent af heildarverði hótelgistingu hennar frá launum sínum. Um er að ræða sextán þúsund sænskar krónur eða rúmar tvö hundruð þúsund íslenskar krónur. Þess í stað lagðist kostnaðurinn á sænska ríkið. Fram kemur að miðillinn hafi óskað eftir tölvupóstum starfsmanna sænska forsætisráðuneytisins sem viðriðnir voru skipulagningu ferðalaganna. Því hafi verið hafnað af sænska forsætisráðuneytinu þar sem ekki sé um að ræða opinber gögn. Þá greinir SVT frá því að forsætisráðherrann hafi ekki viljað veita viðtal vegna málsins. Haft er eftir talsmanni ráðherra að um misskilning á milli embættismanna hafi verið um að ræða. Kristersson hafi að endingu greitt fyrir ferðalagið. Þá hefur miðillinn eftir upplýsingafulltrúa forsætisráðherrans að skerpt verði á verklagi sem viðkemur ferðalögum sem þessum. Svíþjóð Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að Ulf hafi verið í opinberri heimsókn til Bandaríkjanna. Þangað ferðaðist hann með sérstakri einkaþotu sænska ríkisins. Í Bandaríkjunum fundaði hann með Joe Biden, Bandaríkjaforseta, meðal annars vegna umsóknar Svíþjóðar um inngöngu í NATO. Birgitta hafi flogið með honum og gist með honum á hóteli. Hún hafi hinsvegar ekki verið í opinberum erindagjörðum í Bandaríkjunum og því hafi Ulf reglum samkvæmt borið að draga ferðakostnað og 25 prósent af heildarverði hótelgistingu hennar frá launum sínum. Um er að ræða sextán þúsund sænskar krónur eða rúmar tvö hundruð þúsund íslenskar krónur. Þess í stað lagðist kostnaðurinn á sænska ríkið. Fram kemur að miðillinn hafi óskað eftir tölvupóstum starfsmanna sænska forsætisráðuneytisins sem viðriðnir voru skipulagningu ferðalaganna. Því hafi verið hafnað af sænska forsætisráðuneytinu þar sem ekki sé um að ræða opinber gögn. Þá greinir SVT frá því að forsætisráðherrann hafi ekki viljað veita viðtal vegna málsins. Haft er eftir talsmanni ráðherra að um misskilning á milli embættismanna hafi verið um að ræða. Kristersson hafi að endingu greitt fyrir ferðalagið. Þá hefur miðillinn eftir upplýsingafulltrúa forsætisráðherrans að skerpt verði á verklagi sem viðkemur ferðalögum sem þessum.
Svíþjóð Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira