Hóstandi Eldborgargestir í samkeppni við Víking Heiðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2024 10:14 Víkingur Heiðar á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu. Fullt hús. Þetta er reyndar fyrir þremur árum en telja má fullvíst að fleiri en einn og fleiri en tveir hafi neyðst til að ræskja sig á meðan tónleikum stóð. Owen Fiene Hvorki gagnrýnandi Vísis né tónleikagestir virðast hafa neitt nema afar gott að segja um frammistöðu Víkings Heiðars Ólafssonar píanista á þrennum tónleikum hans í Hörpu á dögunum. Eina gagnrýnin snýr að hóstandi tónleikagestum sem spilltu fyrir hljóðvistinni. Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og rektor Háskólans á Bifröst, var á meðal þeirra sem naut Goldberg-tilbrigða Johanns Sebastians Bach í flutningi Víkings Heiðars á síðustu tónleikunum af þremur á sunnudagskvöldið. Með honum var Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir kona hans. Spennan var mikil. „Eldborgin þétt setin og miklar væntingar í loftinu enda búið að fjalla mikið um tónleikaröð Víkings í fjölmiðlum. Víkingur stóðst með sóma og meira en það allar þær væntingar sem ég hafði gert mér og allt það sem hann hafði fram að færa hafði mikið gildi fyrir mig,“ segir Vilhjálmur í umfjöllun um tónleikana á Facebook. Segja má að flestir sem hafa tjáð sig um tónleikana, sem voru miðvikudag, föstudag og sunnudag, séu á sama máli. Þeirra á meðal Jónas Sen sem gaf föstudagstónleikunum fullt hús stiga eða fimm stjörnur. Hóstandi tónleikagestir gerðu þó Vilhjálm gráhærðan. „Ég get ekki látið hjá líða að nefna að Víkingur var í samkeppni við hótstkórinn sem var mættur og hafði sig í frammi sérstaklega þegar rólegir og fínlegir hlutar verksins voru spilaðir. Eins og að þá þyrfti einhverju að bæta við spileríið hjá Víkingi.“ Vilhjálmur segist hafa fullan skilning á því að einn og einn tónleikagestur af sextán hundruð þurfi að ræskja sig öðru hverju. „Annaðhvort ferð þú út eða ég“ „En þegar kórinn er jafn hávær og í kvöld rýrir það gildi tónleikanna fyrir alla þá fjölmörgu sem eru komnir til að hlusta á tónlistina án framlags hóstkórsins.“ Hann rifjar upp samtal við Guðmund Emilsson sem stjórnaði hinum ýmsu hljómsveitum á sínum tíma hér á landi sem erlendis. Meastro, eins og Vilhjálmur nefnir hann. „Sem sagði mér einu sinni frá tónleikum sem hann var að stjórna og að þar hefði einn tónleikagesturinn haft sig mjög í frammi með hósti og ræskingum.“ Guðmundur, eða Maestro, hafi þá brugðið á það ráð að gera hlé á tónleikunum og ávarpa viðkomandi: „Annaðhvort ferð þú út eða ég“. „Alvöru maestro þar á ferð sem lét ekki eyðileggja tónleikana sem mikið var búið að hafa fyrir,“ segir Vilhjálmur sem er fastagestur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Um daginn tók einn dyravörðurinn að sér hlutverk hóstkórsins með þeim hætti að sitja á stól við dyrnar og láta braka vel í honum, sérstaklega þegar fiðlarinn var að spila einleik.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var á tónleikunum á föstudag og kannast vel við hóstandi tónleikagesti. Hún tekur undir hvert einasta orð Vilhjálms. Vonandi enginn Hannibal í salnum Rúrik Vatnarsson, lögmaður og tennisspilari, segir Víking Heiðar mikinn listamann og þakkar fyrir tónleikana. Hann er með ábendingar til hóstakórsins í Eldborg. „Það er betra fyrir ykkur að velja rokktónleika þar sem hóstinn ykkar vekur ekki athygli. Hljómburðurinn í Eldborgarsalnum er frábær fyrir hósta,“ segir Rúrik. „Þegar ég var að hlusta á þessa tónleika í góðum græjum við háan styrk, varð mér hugsað til persónu Hannibals Lecters þar sem hann í ágætis bíómynd (Red dragon) át hljóðfæraleikara í kjölfar tónleika þar sem hann hafði ítrekað slegið feilnótu við flutning sinfóníuverks, við litla hrifningu Hannibals. Ef það voru makleg málagjöld þá held ég að hóstararnir sem hóstuðu ítrekað á viðkvæmustu augnablikum á þessum tónleikum þurfi að hugsa sinn gang. Vonandi var Hannibal ekki á meðal áheyrenda.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, þakkaði Ríkissjónvarpinu í ljósvakapistli sínum fyrir að sýna tónleikana. Vegna þeirra gat hún notið þeirra án truflunar frá hóstandi tónleikagestum. „Við sem erum afar heimakær og ekkert óskaplega mikið fyrir að sýna okkur og sjá aðra sláum sannarlega ekki hendinni á móti því að fá tónleika heim í stofu. Okkur finnst það mun betra hlutskipti en að vera innan um mikinn fjölda og þurfa svo að hlusta á fólk byrja skyndilega að hósta í miðju tónverki. Afar hvimleitt!“ segir Kolbrún. Ekki séríslenskur vandi Hóstandi tónleikagestir á klassískum tónleikum eru langt í frá séríslenskt vandamál. Rannsókn árið 2013 leiddi í ljós að fólk er tvisvar sinnum líklegra til að hósta á tónleikum en annars staðar. Þá virðist sem hóstinn sé því sem næst smitandi. Þegar einn hósti taki næsti við og sá þriðji nýti um leið tækifærið. Egill Helgason menningarrýnir ræddi þetta bagalega vandamál á bloggi sínu fyrir áratug. Hann taldi vandamálið að miklu leyti sálrænt. „Maður veit að maður má ekki hósta og þá fer maður að hugsa um hósta og svo finnur maður þrota í hálsinum sem var ekki þar áður. Þetta er ekki vandamál hjá mér lengur, en þegar ég var yngri og taugaveiklaðri mátti ég varla heyra lágværan Chopin eða Bach á tónleikum án þess að ég fengi hóstatilfinningu. Í háværari verkum er auðveldara að fela hósta eða jafnvel anda þannig að hann bælist niður,“ segir Egill. Hluti af flutningnum? Sumir grípi til þess ráðs að taka með sér vatn eða brjóstsykur í tónleikasali til að verjast þessu. Það sé þó ekki einhlítt. „Manni getur svelgst á vatninu – og stundum er hægt að sjúga brjóstsykur þannig að hann beinlínis valdi hósta. Ég tala nú ekki um ef brjóstsykurinn hrekkur ofan í mann.“ En svo megi náttúrlega líta á hóstann sem hluta af tónlistarflutningnum. „Ég á til dæmis nokkuð af upptökum seu eru gerðar á tónleikum í gömlu Sovétríkjunum. Þær eru máski gerðar um vetur, því það er mikið hóstað í salnum. Á tveggja diska safni sem ég á með píanóleik Emils Gilels er ég farinn að þekkja hóstana – og mér er næstum farið að þykja vænt um hóstendurna. Ég hef jafnvel velt því fyrir mér hvaða fólk þetta var – var það heilsulaust en lét það ekki aftra sér frá því að njóta tónlistar?“ Bergþór Pálsson óperusöngvari og snyrtimenni kom inn á hósta tónleikagesta í pistli sínum í Kjarnanum árið 2015. Þar listaði hann upp ýmis ráð til tónleikagesta. Meðal annars þau lykilráð að klappa ekki á milli einstakra kafla tónverka. En einnig til þeirra sem glíma við hósta. „Forðumst að fara með hósta í leikhús eða á tónleika sem krefjast náinnar hlustunar. Oftast ræðst „fjöðrin“ til atlögu í hálsinum einmitt þegar við megum ekki hósta. Ef við teljum okkur geta haldið þetta út, en erum ekki alveg viss, reynum þá að panta okkur sæti úti á enda til þess að geta læðst fram, ef hóstinn gerir vart við sig. Einnig er gott að hafa með sér hálstöflur, það róar oft hálsinn að vita af þeim.“ Að neðan má heyra flutning Víkings Heiðars á Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns á nýsköpunarþingi á Grand hótel árið 2011. Enginn þurfti að hósta á meðan flutningnum stóð. Harpa Tónlist Heilsa Tónleikar á Íslandi Víkingur Heiðar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og rektor Háskólans á Bifröst, var á meðal þeirra sem naut Goldberg-tilbrigða Johanns Sebastians Bach í flutningi Víkings Heiðars á síðustu tónleikunum af þremur á sunnudagskvöldið. Með honum var Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir kona hans. Spennan var mikil. „Eldborgin þétt setin og miklar væntingar í loftinu enda búið að fjalla mikið um tónleikaröð Víkings í fjölmiðlum. Víkingur stóðst með sóma og meira en það allar þær væntingar sem ég hafði gert mér og allt það sem hann hafði fram að færa hafði mikið gildi fyrir mig,“ segir Vilhjálmur í umfjöllun um tónleikana á Facebook. Segja má að flestir sem hafa tjáð sig um tónleikana, sem voru miðvikudag, föstudag og sunnudag, séu á sama máli. Þeirra á meðal Jónas Sen sem gaf föstudagstónleikunum fullt hús stiga eða fimm stjörnur. Hóstandi tónleikagestir gerðu þó Vilhjálm gráhærðan. „Ég get ekki látið hjá líða að nefna að Víkingur var í samkeppni við hótstkórinn sem var mættur og hafði sig í frammi sérstaklega þegar rólegir og fínlegir hlutar verksins voru spilaðir. Eins og að þá þyrfti einhverju að bæta við spileríið hjá Víkingi.“ Vilhjálmur segist hafa fullan skilning á því að einn og einn tónleikagestur af sextán hundruð þurfi að ræskja sig öðru hverju. „Annaðhvort ferð þú út eða ég“ „En þegar kórinn er jafn hávær og í kvöld rýrir það gildi tónleikanna fyrir alla þá fjölmörgu sem eru komnir til að hlusta á tónlistina án framlags hóstkórsins.“ Hann rifjar upp samtal við Guðmund Emilsson sem stjórnaði hinum ýmsu hljómsveitum á sínum tíma hér á landi sem erlendis. Meastro, eins og Vilhjálmur nefnir hann. „Sem sagði mér einu sinni frá tónleikum sem hann var að stjórna og að þar hefði einn tónleikagesturinn haft sig mjög í frammi með hósti og ræskingum.“ Guðmundur, eða Maestro, hafi þá brugðið á það ráð að gera hlé á tónleikunum og ávarpa viðkomandi: „Annaðhvort ferð þú út eða ég“. „Alvöru maestro þar á ferð sem lét ekki eyðileggja tónleikana sem mikið var búið að hafa fyrir,“ segir Vilhjálmur sem er fastagestur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Um daginn tók einn dyravörðurinn að sér hlutverk hóstkórsins með þeim hætti að sitja á stól við dyrnar og láta braka vel í honum, sérstaklega þegar fiðlarinn var að spila einleik.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var á tónleikunum á föstudag og kannast vel við hóstandi tónleikagesti. Hún tekur undir hvert einasta orð Vilhjálms. Vonandi enginn Hannibal í salnum Rúrik Vatnarsson, lögmaður og tennisspilari, segir Víking Heiðar mikinn listamann og þakkar fyrir tónleikana. Hann er með ábendingar til hóstakórsins í Eldborg. „Það er betra fyrir ykkur að velja rokktónleika þar sem hóstinn ykkar vekur ekki athygli. Hljómburðurinn í Eldborgarsalnum er frábær fyrir hósta,“ segir Rúrik. „Þegar ég var að hlusta á þessa tónleika í góðum græjum við háan styrk, varð mér hugsað til persónu Hannibals Lecters þar sem hann í ágætis bíómynd (Red dragon) át hljóðfæraleikara í kjölfar tónleika þar sem hann hafði ítrekað slegið feilnótu við flutning sinfóníuverks, við litla hrifningu Hannibals. Ef það voru makleg málagjöld þá held ég að hóstararnir sem hóstuðu ítrekað á viðkvæmustu augnablikum á þessum tónleikum þurfi að hugsa sinn gang. Vonandi var Hannibal ekki á meðal áheyrenda.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, þakkaði Ríkissjónvarpinu í ljósvakapistli sínum fyrir að sýna tónleikana. Vegna þeirra gat hún notið þeirra án truflunar frá hóstandi tónleikagestum. „Við sem erum afar heimakær og ekkert óskaplega mikið fyrir að sýna okkur og sjá aðra sláum sannarlega ekki hendinni á móti því að fá tónleika heim í stofu. Okkur finnst það mun betra hlutskipti en að vera innan um mikinn fjölda og þurfa svo að hlusta á fólk byrja skyndilega að hósta í miðju tónverki. Afar hvimleitt!“ segir Kolbrún. Ekki séríslenskur vandi Hóstandi tónleikagestir á klassískum tónleikum eru langt í frá séríslenskt vandamál. Rannsókn árið 2013 leiddi í ljós að fólk er tvisvar sinnum líklegra til að hósta á tónleikum en annars staðar. Þá virðist sem hóstinn sé því sem næst smitandi. Þegar einn hósti taki næsti við og sá þriðji nýti um leið tækifærið. Egill Helgason menningarrýnir ræddi þetta bagalega vandamál á bloggi sínu fyrir áratug. Hann taldi vandamálið að miklu leyti sálrænt. „Maður veit að maður má ekki hósta og þá fer maður að hugsa um hósta og svo finnur maður þrota í hálsinum sem var ekki þar áður. Þetta er ekki vandamál hjá mér lengur, en þegar ég var yngri og taugaveiklaðri mátti ég varla heyra lágværan Chopin eða Bach á tónleikum án þess að ég fengi hóstatilfinningu. Í háværari verkum er auðveldara að fela hósta eða jafnvel anda þannig að hann bælist niður,“ segir Egill. Hluti af flutningnum? Sumir grípi til þess ráðs að taka með sér vatn eða brjóstsykur í tónleikasali til að verjast þessu. Það sé þó ekki einhlítt. „Manni getur svelgst á vatninu – og stundum er hægt að sjúga brjóstsykur þannig að hann beinlínis valdi hósta. Ég tala nú ekki um ef brjóstsykurinn hrekkur ofan í mann.“ En svo megi náttúrlega líta á hóstann sem hluta af tónlistarflutningnum. „Ég á til dæmis nokkuð af upptökum seu eru gerðar á tónleikum í gömlu Sovétríkjunum. Þær eru máski gerðar um vetur, því það er mikið hóstað í salnum. Á tveggja diska safni sem ég á með píanóleik Emils Gilels er ég farinn að þekkja hóstana – og mér er næstum farið að þykja vænt um hóstendurna. Ég hef jafnvel velt því fyrir mér hvaða fólk þetta var – var það heilsulaust en lét það ekki aftra sér frá því að njóta tónlistar?“ Bergþór Pálsson óperusöngvari og snyrtimenni kom inn á hósta tónleikagesta í pistli sínum í Kjarnanum árið 2015. Þar listaði hann upp ýmis ráð til tónleikagesta. Meðal annars þau lykilráð að klappa ekki á milli einstakra kafla tónverka. En einnig til þeirra sem glíma við hósta. „Forðumst að fara með hósta í leikhús eða á tónleika sem krefjast náinnar hlustunar. Oftast ræðst „fjöðrin“ til atlögu í hálsinum einmitt þegar við megum ekki hósta. Ef við teljum okkur geta haldið þetta út, en erum ekki alveg viss, reynum þá að panta okkur sæti úti á enda til þess að geta læðst fram, ef hóstinn gerir vart við sig. Einnig er gott að hafa með sér hálstöflur, það róar oft hálsinn að vita af þeim.“ Að neðan má heyra flutning Víkings Heiðars á Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns á nýsköpunarþingi á Grand hótel árið 2011. Enginn þurfti að hósta á meðan flutningnum stóð.
Harpa Tónlist Heilsa Tónleikar á Íslandi Víkingur Heiðar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira