Ögurstund í máli Julian Assange Lovísa Arnardóttir skrifar 20. febrúar 2024 11:46 Eiginkona Assange, Stella, er fyrir miðju á myndinni en með henni eru Kristinn Hrafnsson og lögfræðingar Assange. Myndin er tekin á morgun á leið þeirra í réttarsal. Vísir/EPA Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. „Það sem er að fara að gerast í réttarsal í Lundúnum er að það er síðasti möguleiki Julian Assange tilað koma í veg fyrir framsal til Bandaríkjanna. Ef hann tapar þessum síðasta slag hérna verða öll sund lokuð í Bretlandi og hann kann að vera framseldur innan klukkutíma eða daga,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks og náinn samstarfsmaður Assange, en hann er staddur í Lundúnum til að vera viðstaddur réttarhöldin. Julian Assange hefur verið í fangelsi í Bretlandi frá árinu 2019 en fyrir það bjó hann í sjö ár í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þangað leitaði hann til að flýja evrópska handtökuskipun vegna kynferðisbrots í Svíþjóð og var veitt hæli af stjórnvöldum í Ekvadod. Mikill fjöldi mótmælir fyrir utan dómstólinn í Lundúnum.Vísir/EPA Málið í Svíþjóð er nú fyrnt en bresk yfirvöld segja handtökuskipunina enn gilda. Eftir að honum var vísað úr sendiráðinu var hann handtekinn og færður í fangelsi. Bandaríkjamenn gerðu strax kröfu um að hann yrði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Mannréttindadómstóllinn hans síðasta von „Eini möguleikinn eftir þessa umferð er að reyna að skjóta málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu en það er alls ólíkt að þeir taki málið fyrir,“ segir Kristinn og að óvíst sé að dómstóllinn myndi reyna að koma í veg fyrir bráðaflutning hans til Bandaríkjanna. „Eins óvíst að bresk stjórnvöld, sem er frekar mikið í nöp við Mannréttindadómstól Evrópu, hlýði neinum slíkum tilmælum. Þannig þetta er býsna mikilvæg ögurstund sem við erum að sjá hérna í þessu máli Julian Assange,“ segir Kristinn. Verði af framsalinu bíður Assange í Bandaríkjunum líkleg sakfelling og fangelsisdómur upp á 175 ára fangelsi. Kristinn segir því mikið í húfi, fyrir bæði Assange og blaðamenn um allan heim. Mikill fjöldi sé samankominn til að fylgjast með málaferlunum. „Þau átta sig á því hversu gríðarlega mikilvægt þetta mál er, ekki bara fyrir Julian, heldur framtíð blaðamennsku í heiminum öllum. Ef að hann verður framseldur er þetta fordæmi sem verður ekki aftur tekið. Fyrsti blaðamaðurinn í heiminum, útgefandinn, sem að er ákærður á grundvelli njósnalöggjafarinnar. Ef að ástralskur blaðamaður sem birtir sitt efni í evrópsku ríki getur verið framseldur til Bandaríkjanna til að eyða sínum ævidögum í fangelsi þá er enginn blaðamaður neins staðar í heiminum öruggur um sína hagi.“ Julian Assange er ástralskur og hafa áströlsk stjórnvöld kallað eftir því að fá hann heim. „Báðir meginflokkar í Ástralíu hafa skrifað undir áskorun í þinginu, áströlsk stjórnvöld og forsætisráðherrann hafa hvatt til þess að það sé lausn fundin á þessu máli. Það er fullur stuðningur frá stjórnvöldum í Ástralíu og þrýstingur á stjórnvöld í Bandaríkjunum um að þetta sé endað. Þessi heiftúðlega eftirför eftir Julian Assange.“ Hávær krafa er um að hann verði ekki framseldur. Vísir/EPA Kristinn segir það ekki enn hafa skilað árangri en vonar að það geri það fljótlega. „Þetta er mikill slagur og undirliggjandi er auðvitað óskaplegt hatur leyniþjónustunnar sem skipulagði það 2017 að ræna Julian eða taka hann af lífi. Áform sem voru rædd af æðstu mönnum í Hvíta húsinu. Þannig þetta er alvarleg staða og útkoman óviss.“ Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að Assange hafi óskað eftir því að koma fyrir dóminn en að búist sé við því að hann geri það í gegnum fjarfundarbúnað frá Belmarsh-fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í tæp fimm ár. Óttast að hann deyi í Bandaríkjunum Eiginkona Assange segir líf hans í hættu og óttast að hann láti lífið í Bandaríkjunum verði hann framseldur. Assange á yfir höfði sér 17 ákærur í Bandaríkjunum fyrir njósnir og eina er varðar birtingu ganga vegna starfa hans hjá Wikileaks. Málið byggir á birtingu Wikileaks á leynilegum skjölum sem lekið var af Chelsea Manning og er Assange ákærður fyrir að hafa í samráði við Manning brotist inn í tölvukerfi Pentagon til að sækja ýmis trúnaðargögn og birt þau svo. Í gögnunum var að finna margvíslegar upplýsingar um það hvað bandaríski herinn væri að gera í Írak og Afganistan á meðan hernaði þeirra stóð þar. Þá var að finna í gögnunum myndbönd af þyrluárás bandaríska hersins en ellefu létust í árásinni, þar á meðal tveir blaðamenn Reuters. Manning fékk árið 2013 35 ára fangelsisdóm fyrir brot sín og sat inni í sjö ár. Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, mildaði dóm hennar áður en hann lét af embætti. Fyrr í þessum mánuði, í öðru máli, var fyrrverandi starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, dæmdur til 40 ára fangelsis fyrir að leka trúnaðargögnum til Wikileaks. Í frétt Guardian segir að lögmenn hans muni í dag og á morgun freista þess að sýna fram á að verið sé að refsa honum fyrir pólitískar skoðanir hans og að ákvörðunin um að framselja hann til Bandaríkjanna brjóti í bága við Mannréttindasáttamála Evrópu. Mál Julians Assange Bretland Ástralía Bandaríkin Írak Afganistan WikiLeaks Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58 Snowden telur frétt Stundarinnar drepa málið gegn Assange Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden telur að frétt Stundarinnar um lygar íslensks vitnis bindi enda á mál bandarískra yfirvalda gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Kjarni ákærunnar gegn Assange tengist þó ekki framburði íslenska vitnisins. 26. júní 2021 22:24 Chelsea Manning sleppt aftur úr haldi Bandarískur dómari úrskurðaði í dag að Chelsea Manning, sem er þekktust fyrir að hafa lekið gríðarlegu magni gagna til Wikileaks, yrði leyst tafarlaust úr haldi. 12. mars 2020 23:34 Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
„Það sem er að fara að gerast í réttarsal í Lundúnum er að það er síðasti möguleiki Julian Assange tilað koma í veg fyrir framsal til Bandaríkjanna. Ef hann tapar þessum síðasta slag hérna verða öll sund lokuð í Bretlandi og hann kann að vera framseldur innan klukkutíma eða daga,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks og náinn samstarfsmaður Assange, en hann er staddur í Lundúnum til að vera viðstaddur réttarhöldin. Julian Assange hefur verið í fangelsi í Bretlandi frá árinu 2019 en fyrir það bjó hann í sjö ár í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þangað leitaði hann til að flýja evrópska handtökuskipun vegna kynferðisbrots í Svíþjóð og var veitt hæli af stjórnvöldum í Ekvadod. Mikill fjöldi mótmælir fyrir utan dómstólinn í Lundúnum.Vísir/EPA Málið í Svíþjóð er nú fyrnt en bresk yfirvöld segja handtökuskipunina enn gilda. Eftir að honum var vísað úr sendiráðinu var hann handtekinn og færður í fangelsi. Bandaríkjamenn gerðu strax kröfu um að hann yrði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Mannréttindadómstóllinn hans síðasta von „Eini möguleikinn eftir þessa umferð er að reyna að skjóta málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu en það er alls ólíkt að þeir taki málið fyrir,“ segir Kristinn og að óvíst sé að dómstóllinn myndi reyna að koma í veg fyrir bráðaflutning hans til Bandaríkjanna. „Eins óvíst að bresk stjórnvöld, sem er frekar mikið í nöp við Mannréttindadómstól Evrópu, hlýði neinum slíkum tilmælum. Þannig þetta er býsna mikilvæg ögurstund sem við erum að sjá hérna í þessu máli Julian Assange,“ segir Kristinn. Verði af framsalinu bíður Assange í Bandaríkjunum líkleg sakfelling og fangelsisdómur upp á 175 ára fangelsi. Kristinn segir því mikið í húfi, fyrir bæði Assange og blaðamenn um allan heim. Mikill fjöldi sé samankominn til að fylgjast með málaferlunum. „Þau átta sig á því hversu gríðarlega mikilvægt þetta mál er, ekki bara fyrir Julian, heldur framtíð blaðamennsku í heiminum öllum. Ef að hann verður framseldur er þetta fordæmi sem verður ekki aftur tekið. Fyrsti blaðamaðurinn í heiminum, útgefandinn, sem að er ákærður á grundvelli njósnalöggjafarinnar. Ef að ástralskur blaðamaður sem birtir sitt efni í evrópsku ríki getur verið framseldur til Bandaríkjanna til að eyða sínum ævidögum í fangelsi þá er enginn blaðamaður neins staðar í heiminum öruggur um sína hagi.“ Julian Assange er ástralskur og hafa áströlsk stjórnvöld kallað eftir því að fá hann heim. „Báðir meginflokkar í Ástralíu hafa skrifað undir áskorun í þinginu, áströlsk stjórnvöld og forsætisráðherrann hafa hvatt til þess að það sé lausn fundin á þessu máli. Það er fullur stuðningur frá stjórnvöldum í Ástralíu og þrýstingur á stjórnvöld í Bandaríkjunum um að þetta sé endað. Þessi heiftúðlega eftirför eftir Julian Assange.“ Hávær krafa er um að hann verði ekki framseldur. Vísir/EPA Kristinn segir það ekki enn hafa skilað árangri en vonar að það geri það fljótlega. „Þetta er mikill slagur og undirliggjandi er auðvitað óskaplegt hatur leyniþjónustunnar sem skipulagði það 2017 að ræna Julian eða taka hann af lífi. Áform sem voru rædd af æðstu mönnum í Hvíta húsinu. Þannig þetta er alvarleg staða og útkoman óviss.“ Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að Assange hafi óskað eftir því að koma fyrir dóminn en að búist sé við því að hann geri það í gegnum fjarfundarbúnað frá Belmarsh-fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í tæp fimm ár. Óttast að hann deyi í Bandaríkjunum Eiginkona Assange segir líf hans í hættu og óttast að hann láti lífið í Bandaríkjunum verði hann framseldur. Assange á yfir höfði sér 17 ákærur í Bandaríkjunum fyrir njósnir og eina er varðar birtingu ganga vegna starfa hans hjá Wikileaks. Málið byggir á birtingu Wikileaks á leynilegum skjölum sem lekið var af Chelsea Manning og er Assange ákærður fyrir að hafa í samráði við Manning brotist inn í tölvukerfi Pentagon til að sækja ýmis trúnaðargögn og birt þau svo. Í gögnunum var að finna margvíslegar upplýsingar um það hvað bandaríski herinn væri að gera í Írak og Afganistan á meðan hernaði þeirra stóð þar. Þá var að finna í gögnunum myndbönd af þyrluárás bandaríska hersins en ellefu létust í árásinni, þar á meðal tveir blaðamenn Reuters. Manning fékk árið 2013 35 ára fangelsisdóm fyrir brot sín og sat inni í sjö ár. Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, mildaði dóm hennar áður en hann lét af embætti. Fyrr í þessum mánuði, í öðru máli, var fyrrverandi starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, dæmdur til 40 ára fangelsis fyrir að leka trúnaðargögnum til Wikileaks. Í frétt Guardian segir að lögmenn hans muni í dag og á morgun freista þess að sýna fram á að verið sé að refsa honum fyrir pólitískar skoðanir hans og að ákvörðunin um að framselja hann til Bandaríkjanna brjóti í bága við Mannréttindasáttamála Evrópu.
Mál Julians Assange Bretland Ástralía Bandaríkin Írak Afganistan WikiLeaks Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58 Snowden telur frétt Stundarinnar drepa málið gegn Assange Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden telur að frétt Stundarinnar um lygar íslensks vitnis bindi enda á mál bandarískra yfirvalda gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Kjarni ákærunnar gegn Assange tengist þó ekki framburði íslenska vitnisins. 26. júní 2021 22:24 Chelsea Manning sleppt aftur úr haldi Bandarískur dómari úrskurðaði í dag að Chelsea Manning, sem er þekktust fyrir að hafa lekið gríðarlegu magni gagna til Wikileaks, yrði leyst tafarlaust úr haldi. 12. mars 2020 23:34 Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58
Snowden telur frétt Stundarinnar drepa málið gegn Assange Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden telur að frétt Stundarinnar um lygar íslensks vitnis bindi enda á mál bandarískra yfirvalda gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Kjarni ákærunnar gegn Assange tengist þó ekki framburði íslenska vitnisins. 26. júní 2021 22:24
Chelsea Manning sleppt aftur úr haldi Bandarískur dómari úrskurðaði í dag að Chelsea Manning, sem er þekktust fyrir að hafa lekið gríðarlegu magni gagna til Wikileaks, yrði leyst tafarlaust úr haldi. 12. mars 2020 23:34
Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28