Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Njarðvík 88-78 | Haukar stóðu af sér áhlaup gestanna Siggeir Ævarsson skrifar 20. febrúar 2024 21:46 Haukar unnu góðan sigur í kvöld. Vísir/Anton Brink Haukar unnu góðan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Njarðvík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 88-78. Gestirnir gerðu harða atlögu að sigrinum í lokin en Haukar reyndust sterkari þegar á reyndi. Á Ásvöllum mættust tvö lið í sárum. Heimakonur í Haukum voru hársbreidd frá því að vinna Keflavík í síðasta leik og Grindavík í leiknum þar á undan og Njarðvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik í tíu leikjum gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Í ofanálag eru Njarðvíkingar að glíma við meiðsli, en þær Andela Strize og Isabella Ósk Sigurðardóttir voru báðar í borgaralegum klæðum í kvöld. Isabella hefur raunar ekki enn náð að spila fyrir Njarðvík síðan hún kom til liðsins í janúar. Eftir jafnan fyrsta leikhluta settu Haukar í gírinn í öðrum leikhluta og náðu í tvígang að keyra muninn upp í tíu stig. Njarðvíkingar reyndu hvað þær gátu að klóra í bakkann en sóknarleikur liðsins gekk ekki nógu vel. Mikið mæddi á Selenu Lott sem skoraði 16 af 32 stigum liðsins í fyrri hálfleik. Emilie Hesseldal náði ekki að sýna sínar réttu hliðar og komst lítið áfram gegn stífri vörn Hauka. Emilie Hessedal í strangri gæslu, hún hefur oft látið meira að sér kveða en í kvöldVísir/Anton Brink Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, var alls ekki sáttur við meðferðina sem Hesseldal fékk og kvartaði mikið í dómurunum en það eina sem það hafði upp á sig var aðvörun frá dómurunum. Staðan 41-32 í hálfleik eftir að Tinna Guðrún Alexandersdóttir setti stóran þrist, sinn þriðja í fimm tilraunum, og heimakonur í ágætis stöðu fyrir seinni hluta leiksins sem þær fylgdu vel eftir er frá er talið áhlaup Njarðvíkur í fjórða leikhluta. Varnarleikur Hauka var til fyrirmyndar á löngum köflumVísir/Anton Brink Gestirnir byrjuðu leikhlutann á 17-5 áhlaupi og jöfnuðu leikinn í 72-72. Þar hefðu Haukar getað brotnað en þær náðu vopnum sínum á ný og kláruðu leikinn með sínu eigin áhlaupi 16-6 og sigldu kærkomnum sigri í hús. Af hverju unnu Haukar? Með taugarnar þandar náðu Haukar af stilla spennustigið af, mögulega reynslunni ríkari úr síðustu leikjum, og kláruðu dæmið á ögurstundu. Ef flett er upp í orðabók á hugtakinu "óblíðar móttökur" er þessa mynd að finna þarVísir/Anton Brink Hverjar stóðu upp úr? Selena Lott var langstigahæst á vellinum í kvöld og skoraði rúman helming stiga Njarðvíkur, 40 talsins, og bætti við tíu fráköstum og sex stoðsendingum. Selena Lott átti stórleik fyrir Njarðvík en það dugði ekki tilVísir/Anton Brink Hjá Haukum var Tinna Guðrún Alexandersdóttir frábær og nánast óstöðvandi fyrir utan þriggjastiga línuna. 28 stig frá henni, sex af átta í þristum, og níu fráköst einnig. Keira Robinson stóð fyrir sínu að vanda og setti stór skot þegar á reyndi. Væn þreföld tvenna frá henni, 20 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Já og fjórir stolnir boltar. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur virkaði stirður á köflum, en það kom svo sem ekki að sök þar sem Selena Lott skoraði nánast að vild. Rúnar Ingi var raunar miklu ósáttari við vörnina heldur en sóknina. Hvað gerist næst? Njarðvík tekur á móti grönnum sínum úr Keflavík 28. febrúar en Haukar taka á móti Stjörnunni 5. mars. Rúnar Ingi: „Við vorum alltaf að klikka á allavega einu smáatriði“ Rúnar Ingi fer yfir málinVísir/Anton Brink Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ósáttur við varnarleik sinna kvenna í kvöld en sagðist þó vera sáttari heldur en eftir tapið gegn Stjörnunni. „Það sem klikkar er varnarleikurinn á hálfum velli á löngum köflum. Við erum með ákveðin plön, svo eins og leikurinn þróast þá breytum við aðeins til en það eiginlega skipti ekki neinu. Við vorum alltaf að klikka á allavega einu smáatriði. Bara sem dæmi, Tinna hittir svona og fær þessi þægilegu skot aftur og aftur, þá bara refsar hún. Það svolítið fer með okkur í kvöld. Hann hafði aftur á móti litlar áhyggjur af sóknarleiknum. Við skorum 46 stig í seinni hálfleik, það er ekki vandamálið, heldur var vandamálið að ná stoppum og láta körfurnar okkar telja aðeins meira. Það gekk ekki í dag, partur af því kannski er að við erum að hlaupa á fáum mönnum sem eru alveg klárir í þennan hasar. Þetta var mjög líkamlegur leikur. En mér líður samt töluvert betur eftir þennan leik en Stjörnuleikinn.“ Selena Lott skoraði 40 stig en það vantaði mögulega framlög úr fleiri áttum, sérstaklega þegar liðið var að keyra á fáum mönnum? „Ég segi það svo sem við þær líka, mér er alveg sama hver skorar. Ég bara trúi því að Selena Lott eigi ekki að þurfa að skora 40 stig þegar við erum með allar okkar tilbúnar. Það eru ákveðnir leikmenn sem hittu illa, sumir þurfa bara að stíga meira upp og vera meiri töffarar. En sóknarleikurinn er þegar allt kemur til alls ekki vandamálið. Við þurfum bara að setja púður í að klikka á smáatriðum varnarlega sem gefa galopin skot.“ Tvö töp í röð. Er Rúnar ekki bara að fara að setjast aftur við teikniborðið og finna á hverju þarf að skerpa? „Það er bara svoleiðis. Þetta er bara partur af körfuboltatímabili. Að tapa leikjum er aldrei gaman en öll góð körfuboltalið sem vinna eitthvað hafa þurft að fara í gegnum einhverja tapleiki og yfirleitt eru það liðin sem „díla“ best við það, það eru liðin sem vinna að lokum. Nú er bara smá áskorun á mína leikmenn, sem hafa unnið miklu fleiri leiki en tapað í vetur og þá er gaman, nú er áskorunin að halda hausnum réttum og mæta rétt stilltar.“ „Það er bara Keflavík í næstu viku. Þannig að það er ekkert betra tækifæri en að nýta þetta til að vera ennþá einbeittari og laga það sem við getum og setja meira stolt í litlu atriðin.“ Tinna Guðrún: „Í dag kom sjálfstraustið til að klára þessa leiki“ Stigahæstu leikmenn vallarins, Selena Lott og Tinna Guðrún Alexandersdóttir, takast áVísir/Anton Brink Tinna Guðrún Alexandersdóttir, stigahæsti leikmaður Hauka, viðurkenndi fúslega að þessi sigur hefði verið afskaplega kærkominn og góður fyrir sálartetrið. „Þetta er bara æði. Við erum búnar að vera svo nálægt því að klára þessa leiki. Í dag kom sjálfstraustið til að klára þessa leiki. Það er alltaf gaman að vinna og við erum bara mættar.“ Það eru til ýmsar klisjur sem leikmenn grípa í þegar þeir eiga góða leiki, eins og að láta leikinn koma til sín eða þetta snúist fyrst og fremst um liðið og liðsheildina. Tinna vildi ekki meina að hún þyrfti kannski bara að skjóta meira, enda tæki hún alltaf skotin þegar hún er opin. „Ég skýt bara þegar ég fæ opið skot. Í dag fór hann ofan í. En við erum liðsheild og sú sem fær opið skot hún skýtur.“ Hvað var það sem fór í gegnum hausinn þegar Njarðvík kom til baka og jafnaði leikinn? Hvað gerðu Haukarnir til að stilla sig af aftur? „Það er náttúrulega alltaf óþægilegt þegar þær taka áhlaup en við bara komum saman. Við vitum að það fá öll lið áhlaup í öllum leikjum og við vissum að við þyrftum bara að halda áfram og hafa sjálfstraustið til að koma aftur inn í þetta og klára.“ Tinna sagðist hafa góða tilfinningu fyrir lokasprettinum í deildinni enda væri góður stígandi í þeirra leik. „Mér líst bara ótrúlega vel á þetta hjá okkur. Eins og þú segir þá er þetta búið að vera vaxandi hjá okkur í síðustu leikjum. Mér finnst þetta var allt að koma og ég held að þetta verði bara ógeðslega skemmtilegt!“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Haukar
Haukar unnu góðan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Njarðvík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 88-78. Gestirnir gerðu harða atlögu að sigrinum í lokin en Haukar reyndust sterkari þegar á reyndi. Á Ásvöllum mættust tvö lið í sárum. Heimakonur í Haukum voru hársbreidd frá því að vinna Keflavík í síðasta leik og Grindavík í leiknum þar á undan og Njarðvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik í tíu leikjum gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Í ofanálag eru Njarðvíkingar að glíma við meiðsli, en þær Andela Strize og Isabella Ósk Sigurðardóttir voru báðar í borgaralegum klæðum í kvöld. Isabella hefur raunar ekki enn náð að spila fyrir Njarðvík síðan hún kom til liðsins í janúar. Eftir jafnan fyrsta leikhluta settu Haukar í gírinn í öðrum leikhluta og náðu í tvígang að keyra muninn upp í tíu stig. Njarðvíkingar reyndu hvað þær gátu að klóra í bakkann en sóknarleikur liðsins gekk ekki nógu vel. Mikið mæddi á Selenu Lott sem skoraði 16 af 32 stigum liðsins í fyrri hálfleik. Emilie Hesseldal náði ekki að sýna sínar réttu hliðar og komst lítið áfram gegn stífri vörn Hauka. Emilie Hessedal í strangri gæslu, hún hefur oft látið meira að sér kveða en í kvöldVísir/Anton Brink Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, var alls ekki sáttur við meðferðina sem Hesseldal fékk og kvartaði mikið í dómurunum en það eina sem það hafði upp á sig var aðvörun frá dómurunum. Staðan 41-32 í hálfleik eftir að Tinna Guðrún Alexandersdóttir setti stóran þrist, sinn þriðja í fimm tilraunum, og heimakonur í ágætis stöðu fyrir seinni hluta leiksins sem þær fylgdu vel eftir er frá er talið áhlaup Njarðvíkur í fjórða leikhluta. Varnarleikur Hauka var til fyrirmyndar á löngum köflumVísir/Anton Brink Gestirnir byrjuðu leikhlutann á 17-5 áhlaupi og jöfnuðu leikinn í 72-72. Þar hefðu Haukar getað brotnað en þær náðu vopnum sínum á ný og kláruðu leikinn með sínu eigin áhlaupi 16-6 og sigldu kærkomnum sigri í hús. Af hverju unnu Haukar? Með taugarnar þandar náðu Haukar af stilla spennustigið af, mögulega reynslunni ríkari úr síðustu leikjum, og kláruðu dæmið á ögurstundu. Ef flett er upp í orðabók á hugtakinu "óblíðar móttökur" er þessa mynd að finna þarVísir/Anton Brink Hverjar stóðu upp úr? Selena Lott var langstigahæst á vellinum í kvöld og skoraði rúman helming stiga Njarðvíkur, 40 talsins, og bætti við tíu fráköstum og sex stoðsendingum. Selena Lott átti stórleik fyrir Njarðvík en það dugði ekki tilVísir/Anton Brink Hjá Haukum var Tinna Guðrún Alexandersdóttir frábær og nánast óstöðvandi fyrir utan þriggjastiga línuna. 28 stig frá henni, sex af átta í þristum, og níu fráköst einnig. Keira Robinson stóð fyrir sínu að vanda og setti stór skot þegar á reyndi. Væn þreföld tvenna frá henni, 20 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Já og fjórir stolnir boltar. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur virkaði stirður á köflum, en það kom svo sem ekki að sök þar sem Selena Lott skoraði nánast að vild. Rúnar Ingi var raunar miklu ósáttari við vörnina heldur en sóknina. Hvað gerist næst? Njarðvík tekur á móti grönnum sínum úr Keflavík 28. febrúar en Haukar taka á móti Stjörnunni 5. mars. Rúnar Ingi: „Við vorum alltaf að klikka á allavega einu smáatriði“ Rúnar Ingi fer yfir málinVísir/Anton Brink Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ósáttur við varnarleik sinna kvenna í kvöld en sagðist þó vera sáttari heldur en eftir tapið gegn Stjörnunni. „Það sem klikkar er varnarleikurinn á hálfum velli á löngum köflum. Við erum með ákveðin plön, svo eins og leikurinn þróast þá breytum við aðeins til en það eiginlega skipti ekki neinu. Við vorum alltaf að klikka á allavega einu smáatriði. Bara sem dæmi, Tinna hittir svona og fær þessi þægilegu skot aftur og aftur, þá bara refsar hún. Það svolítið fer með okkur í kvöld. Hann hafði aftur á móti litlar áhyggjur af sóknarleiknum. Við skorum 46 stig í seinni hálfleik, það er ekki vandamálið, heldur var vandamálið að ná stoppum og láta körfurnar okkar telja aðeins meira. Það gekk ekki í dag, partur af því kannski er að við erum að hlaupa á fáum mönnum sem eru alveg klárir í þennan hasar. Þetta var mjög líkamlegur leikur. En mér líður samt töluvert betur eftir þennan leik en Stjörnuleikinn.“ Selena Lott skoraði 40 stig en það vantaði mögulega framlög úr fleiri áttum, sérstaklega þegar liðið var að keyra á fáum mönnum? „Ég segi það svo sem við þær líka, mér er alveg sama hver skorar. Ég bara trúi því að Selena Lott eigi ekki að þurfa að skora 40 stig þegar við erum með allar okkar tilbúnar. Það eru ákveðnir leikmenn sem hittu illa, sumir þurfa bara að stíga meira upp og vera meiri töffarar. En sóknarleikurinn er þegar allt kemur til alls ekki vandamálið. Við þurfum bara að setja púður í að klikka á smáatriðum varnarlega sem gefa galopin skot.“ Tvö töp í röð. Er Rúnar ekki bara að fara að setjast aftur við teikniborðið og finna á hverju þarf að skerpa? „Það er bara svoleiðis. Þetta er bara partur af körfuboltatímabili. Að tapa leikjum er aldrei gaman en öll góð körfuboltalið sem vinna eitthvað hafa þurft að fara í gegnum einhverja tapleiki og yfirleitt eru það liðin sem „díla“ best við það, það eru liðin sem vinna að lokum. Nú er bara smá áskorun á mína leikmenn, sem hafa unnið miklu fleiri leiki en tapað í vetur og þá er gaman, nú er áskorunin að halda hausnum réttum og mæta rétt stilltar.“ „Það er bara Keflavík í næstu viku. Þannig að það er ekkert betra tækifæri en að nýta þetta til að vera ennþá einbeittari og laga það sem við getum og setja meira stolt í litlu atriðin.“ Tinna Guðrún: „Í dag kom sjálfstraustið til að klára þessa leiki“ Stigahæstu leikmenn vallarins, Selena Lott og Tinna Guðrún Alexandersdóttir, takast áVísir/Anton Brink Tinna Guðrún Alexandersdóttir, stigahæsti leikmaður Hauka, viðurkenndi fúslega að þessi sigur hefði verið afskaplega kærkominn og góður fyrir sálartetrið. „Þetta er bara æði. Við erum búnar að vera svo nálægt því að klára þessa leiki. Í dag kom sjálfstraustið til að klára þessa leiki. Það er alltaf gaman að vinna og við erum bara mættar.“ Það eru til ýmsar klisjur sem leikmenn grípa í þegar þeir eiga góða leiki, eins og að láta leikinn koma til sín eða þetta snúist fyrst og fremst um liðið og liðsheildina. Tinna vildi ekki meina að hún þyrfti kannski bara að skjóta meira, enda tæki hún alltaf skotin þegar hún er opin. „Ég skýt bara þegar ég fæ opið skot. Í dag fór hann ofan í. En við erum liðsheild og sú sem fær opið skot hún skýtur.“ Hvað var það sem fór í gegnum hausinn þegar Njarðvík kom til baka og jafnaði leikinn? Hvað gerðu Haukarnir til að stilla sig af aftur? „Það er náttúrulega alltaf óþægilegt þegar þær taka áhlaup en við bara komum saman. Við vitum að það fá öll lið áhlaup í öllum leikjum og við vissum að við þyrftum bara að halda áfram og hafa sjálfstraustið til að koma aftur inn í þetta og klára.“ Tinna sagðist hafa góða tilfinningu fyrir lokasprettinum í deildinni enda væri góður stígandi í þeirra leik. „Mér líst bara ótrúlega vel á þetta hjá okkur. Eins og þú segir þá er þetta búið að vera vaxandi hjá okkur í síðustu leikjum. Mér finnst þetta var allt að koma og ég held að þetta verði bara ógeðslega skemmtilegt!“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti