Ástarsögur úr hversdeginum Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 14:00 Um liðna helgi lifðum við hjónin eins og áhrifavaldar, án þess þó að birta af því myndir á Instagram og raunar án þess að vera í neinu „samstarfi“. Við litum upp úr hversdeginum og fórum á tónleika, dvöldum á hóteli og borðuðum á góðum veitingastað. Eins og mörg pör leyfum við okkur þetta einstaka sinnum og snúum í kjölfarið til baka í hversdaginn, glöð yfir því að hafa gert okkur dagamun. Sú mynd sem birtist ungu fólki á Instagram sendir þau skilaboð að hversdagurinn sé bið eftir lífinu og að uppbrotið sé það sem gerir lífinu þess virði að lifa. Uppbrotið er oft eftirminnilegt en það er einmitt í hversdeginum sem við náum að rækta og dýpka tengsl okkar sem fjölskyldur og sem elskendur. John Lennon minnti á þetta í laginu Beautiful Boy, ort frá föður til sonar, þar sem hann segir lífið vera það sem á sér stað á meðan við gerum önnur plön. Í starfi mínu sem prestur fæ ég að gefa saman hjón og ég bið iðulega hjónaefni um að senda mér bréf um ást sína og hvað þeir, þær eða þau njóta þess að gera saman. Stundum koma sögur af uppbroti en oftar en ekki eru þetta ástarsögur úr hversdeginum. Án leyfis viðkomandi hjónaefna deili ég nokkrum slíkum ástarsögum. Ein hjónaefni sendu mér söguna af því þegar þau byrjuðu saman og þar segir að „daginn eftir fékk hann [hana] með sér að horfa á vídeóspólu, eina nýja og eina gamla frá Snælandsvídeó. Þegar spólan var búin og kvöldið á enda spurði [hún], hvort að hann vildi ekki bara vera í sambandi með sér.“ Hjónaefni sem vinna bæði á sjúkrahúsi lýstu fyrir mér gæðastundum á „mánudagsmorgnum, þegar vaktavinnufólk á grið, þar sem við njótum þess að horfa á Netflix saman“ og „kósíkvöldum með hvítvíni og ostapoppi“. Þessi hjón setja það í forgang að „reyna að taka lífinu ekki of alvarlega, knúsa hvort annað og kyssa eins mikið og færi gefst“. Önnur skrifuðu mér „við elskum bæði að vera heima í rólegheitunum að spjalla yfir kaffibolla og þannig gleymist tíminn oft.“ Í ástarbréfi til verðandi eiginmanns skrifar kona „það sem ég elska við [hann] er að hann passar upp á sitt nánasta fólk og er til staðar fyrir það. Hann lætur sitt nánasta fólk vita að honum þykir vænt um það og tekur tímanum með þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Hann er alltaf til staðar fyrir mig og segir við mig á hverjum degi að hann elski mig og hrósar mér á einn eða annan hátt, og gerir það alltaf af mikilli einlægni og beint frá hjartanu.“ Ástin þarf rými í hversdeginum og þó á stundum geti verið langt á milli uppbrota, getum við nýtt hverja samverustund til að rækta ástina. Þekkt bók eftir Gary Chapman nefnir Fimm tungumál ástarinnar, uppörvandi orð, þjónustu, gjafir, gæðastundir og snertingu og þau eru verkfæri sem við getum nýtt til að leggja rækt við ástina í hversdeginum. Á sunnudaginn (25.2. kl. 14) bjóðum við í Fríkirkjunni í Reykjavík pörum og einstaklingum af öllum kynjum að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum, þeirra Sigurðar Rúnars Sigurðssonar & Ágústs Birgissonar, Söru Gríms & Elmars Andra Sveinbjörnssonar og Sigurbjörns Þorkelssonar & Laufeyjar Geirlaugsdóttur. Jafnframt gefst í stundinni tækifæri til að nýja eða endurnýja heit sín undir fallegum ástarlögum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Um liðna helgi lifðum við hjónin eins og áhrifavaldar, án þess þó að birta af því myndir á Instagram og raunar án þess að vera í neinu „samstarfi“. Við litum upp úr hversdeginum og fórum á tónleika, dvöldum á hóteli og borðuðum á góðum veitingastað. Eins og mörg pör leyfum við okkur þetta einstaka sinnum og snúum í kjölfarið til baka í hversdaginn, glöð yfir því að hafa gert okkur dagamun. Sú mynd sem birtist ungu fólki á Instagram sendir þau skilaboð að hversdagurinn sé bið eftir lífinu og að uppbrotið sé það sem gerir lífinu þess virði að lifa. Uppbrotið er oft eftirminnilegt en það er einmitt í hversdeginum sem við náum að rækta og dýpka tengsl okkar sem fjölskyldur og sem elskendur. John Lennon minnti á þetta í laginu Beautiful Boy, ort frá föður til sonar, þar sem hann segir lífið vera það sem á sér stað á meðan við gerum önnur plön. Í starfi mínu sem prestur fæ ég að gefa saman hjón og ég bið iðulega hjónaefni um að senda mér bréf um ást sína og hvað þeir, þær eða þau njóta þess að gera saman. Stundum koma sögur af uppbroti en oftar en ekki eru þetta ástarsögur úr hversdeginum. Án leyfis viðkomandi hjónaefna deili ég nokkrum slíkum ástarsögum. Ein hjónaefni sendu mér söguna af því þegar þau byrjuðu saman og þar segir að „daginn eftir fékk hann [hana] með sér að horfa á vídeóspólu, eina nýja og eina gamla frá Snælandsvídeó. Þegar spólan var búin og kvöldið á enda spurði [hún], hvort að hann vildi ekki bara vera í sambandi með sér.“ Hjónaefni sem vinna bæði á sjúkrahúsi lýstu fyrir mér gæðastundum á „mánudagsmorgnum, þegar vaktavinnufólk á grið, þar sem við njótum þess að horfa á Netflix saman“ og „kósíkvöldum með hvítvíni og ostapoppi“. Þessi hjón setja það í forgang að „reyna að taka lífinu ekki of alvarlega, knúsa hvort annað og kyssa eins mikið og færi gefst“. Önnur skrifuðu mér „við elskum bæði að vera heima í rólegheitunum að spjalla yfir kaffibolla og þannig gleymist tíminn oft.“ Í ástarbréfi til verðandi eiginmanns skrifar kona „það sem ég elska við [hann] er að hann passar upp á sitt nánasta fólk og er til staðar fyrir það. Hann lætur sitt nánasta fólk vita að honum þykir vænt um það og tekur tímanum með þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Hann er alltaf til staðar fyrir mig og segir við mig á hverjum degi að hann elski mig og hrósar mér á einn eða annan hátt, og gerir það alltaf af mikilli einlægni og beint frá hjartanu.“ Ástin þarf rými í hversdeginum og þó á stundum geti verið langt á milli uppbrota, getum við nýtt hverja samverustund til að rækta ástina. Þekkt bók eftir Gary Chapman nefnir Fimm tungumál ástarinnar, uppörvandi orð, þjónustu, gjafir, gæðastundir og snertingu og þau eru verkfæri sem við getum nýtt til að leggja rækt við ástina í hversdeginum. Á sunnudaginn (25.2. kl. 14) bjóðum við í Fríkirkjunni í Reykjavík pörum og einstaklingum af öllum kynjum að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum, þeirra Sigurðar Rúnars Sigurðssonar & Ágústs Birgissonar, Söru Gríms & Elmars Andra Sveinbjörnssonar og Sigurbjörns Þorkelssonar & Laufeyjar Geirlaugsdóttur. Jafnframt gefst í stundinni tækifæri til að nýja eða endurnýja heit sín undir fallegum ástarlögum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun