Ástarsögur úr hversdeginum Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 14:00 Um liðna helgi lifðum við hjónin eins og áhrifavaldar, án þess þó að birta af því myndir á Instagram og raunar án þess að vera í neinu „samstarfi“. Við litum upp úr hversdeginum og fórum á tónleika, dvöldum á hóteli og borðuðum á góðum veitingastað. Eins og mörg pör leyfum við okkur þetta einstaka sinnum og snúum í kjölfarið til baka í hversdaginn, glöð yfir því að hafa gert okkur dagamun. Sú mynd sem birtist ungu fólki á Instagram sendir þau skilaboð að hversdagurinn sé bið eftir lífinu og að uppbrotið sé það sem gerir lífinu þess virði að lifa. Uppbrotið er oft eftirminnilegt en það er einmitt í hversdeginum sem við náum að rækta og dýpka tengsl okkar sem fjölskyldur og sem elskendur. John Lennon minnti á þetta í laginu Beautiful Boy, ort frá föður til sonar, þar sem hann segir lífið vera það sem á sér stað á meðan við gerum önnur plön. Í starfi mínu sem prestur fæ ég að gefa saman hjón og ég bið iðulega hjónaefni um að senda mér bréf um ást sína og hvað þeir, þær eða þau njóta þess að gera saman. Stundum koma sögur af uppbroti en oftar en ekki eru þetta ástarsögur úr hversdeginum. Án leyfis viðkomandi hjónaefna deili ég nokkrum slíkum ástarsögum. Ein hjónaefni sendu mér söguna af því þegar þau byrjuðu saman og þar segir að „daginn eftir fékk hann [hana] með sér að horfa á vídeóspólu, eina nýja og eina gamla frá Snælandsvídeó. Þegar spólan var búin og kvöldið á enda spurði [hún], hvort að hann vildi ekki bara vera í sambandi með sér.“ Hjónaefni sem vinna bæði á sjúkrahúsi lýstu fyrir mér gæðastundum á „mánudagsmorgnum, þegar vaktavinnufólk á grið, þar sem við njótum þess að horfa á Netflix saman“ og „kósíkvöldum með hvítvíni og ostapoppi“. Þessi hjón setja það í forgang að „reyna að taka lífinu ekki of alvarlega, knúsa hvort annað og kyssa eins mikið og færi gefst“. Önnur skrifuðu mér „við elskum bæði að vera heima í rólegheitunum að spjalla yfir kaffibolla og þannig gleymist tíminn oft.“ Í ástarbréfi til verðandi eiginmanns skrifar kona „það sem ég elska við [hann] er að hann passar upp á sitt nánasta fólk og er til staðar fyrir það. Hann lætur sitt nánasta fólk vita að honum þykir vænt um það og tekur tímanum með þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Hann er alltaf til staðar fyrir mig og segir við mig á hverjum degi að hann elski mig og hrósar mér á einn eða annan hátt, og gerir það alltaf af mikilli einlægni og beint frá hjartanu.“ Ástin þarf rými í hversdeginum og þó á stundum geti verið langt á milli uppbrota, getum við nýtt hverja samverustund til að rækta ástina. Þekkt bók eftir Gary Chapman nefnir Fimm tungumál ástarinnar, uppörvandi orð, þjónustu, gjafir, gæðastundir og snertingu og þau eru verkfæri sem við getum nýtt til að leggja rækt við ástina í hversdeginum. Á sunnudaginn (25.2. kl. 14) bjóðum við í Fríkirkjunni í Reykjavík pörum og einstaklingum af öllum kynjum að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum, þeirra Sigurðar Rúnars Sigurðssonar & Ágústs Birgissonar, Söru Gríms & Elmars Andra Sveinbjörnssonar og Sigurbjörns Þorkelssonar & Laufeyjar Geirlaugsdóttur. Jafnframt gefst í stundinni tækifæri til að nýja eða endurnýja heit sín undir fallegum ástarlögum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Um liðna helgi lifðum við hjónin eins og áhrifavaldar, án þess þó að birta af því myndir á Instagram og raunar án þess að vera í neinu „samstarfi“. Við litum upp úr hversdeginum og fórum á tónleika, dvöldum á hóteli og borðuðum á góðum veitingastað. Eins og mörg pör leyfum við okkur þetta einstaka sinnum og snúum í kjölfarið til baka í hversdaginn, glöð yfir því að hafa gert okkur dagamun. Sú mynd sem birtist ungu fólki á Instagram sendir þau skilaboð að hversdagurinn sé bið eftir lífinu og að uppbrotið sé það sem gerir lífinu þess virði að lifa. Uppbrotið er oft eftirminnilegt en það er einmitt í hversdeginum sem við náum að rækta og dýpka tengsl okkar sem fjölskyldur og sem elskendur. John Lennon minnti á þetta í laginu Beautiful Boy, ort frá föður til sonar, þar sem hann segir lífið vera það sem á sér stað á meðan við gerum önnur plön. Í starfi mínu sem prestur fæ ég að gefa saman hjón og ég bið iðulega hjónaefni um að senda mér bréf um ást sína og hvað þeir, þær eða þau njóta þess að gera saman. Stundum koma sögur af uppbroti en oftar en ekki eru þetta ástarsögur úr hversdeginum. Án leyfis viðkomandi hjónaefna deili ég nokkrum slíkum ástarsögum. Ein hjónaefni sendu mér söguna af því þegar þau byrjuðu saman og þar segir að „daginn eftir fékk hann [hana] með sér að horfa á vídeóspólu, eina nýja og eina gamla frá Snælandsvídeó. Þegar spólan var búin og kvöldið á enda spurði [hún], hvort að hann vildi ekki bara vera í sambandi með sér.“ Hjónaefni sem vinna bæði á sjúkrahúsi lýstu fyrir mér gæðastundum á „mánudagsmorgnum, þegar vaktavinnufólk á grið, þar sem við njótum þess að horfa á Netflix saman“ og „kósíkvöldum með hvítvíni og ostapoppi“. Þessi hjón setja það í forgang að „reyna að taka lífinu ekki of alvarlega, knúsa hvort annað og kyssa eins mikið og færi gefst“. Önnur skrifuðu mér „við elskum bæði að vera heima í rólegheitunum að spjalla yfir kaffibolla og þannig gleymist tíminn oft.“ Í ástarbréfi til verðandi eiginmanns skrifar kona „það sem ég elska við [hann] er að hann passar upp á sitt nánasta fólk og er til staðar fyrir það. Hann lætur sitt nánasta fólk vita að honum þykir vænt um það og tekur tímanum með þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Hann er alltaf til staðar fyrir mig og segir við mig á hverjum degi að hann elski mig og hrósar mér á einn eða annan hátt, og gerir það alltaf af mikilli einlægni og beint frá hjartanu.“ Ástin þarf rými í hversdeginum og þó á stundum geti verið langt á milli uppbrota, getum við nýtt hverja samverustund til að rækta ástina. Þekkt bók eftir Gary Chapman nefnir Fimm tungumál ástarinnar, uppörvandi orð, þjónustu, gjafir, gæðastundir og snertingu og þau eru verkfæri sem við getum nýtt til að leggja rækt við ástina í hversdeginum. Á sunnudaginn (25.2. kl. 14) bjóðum við í Fríkirkjunni í Reykjavík pörum og einstaklingum af öllum kynjum að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum, þeirra Sigurðar Rúnars Sigurðssonar & Ágústs Birgissonar, Söru Gríms & Elmars Andra Sveinbjörnssonar og Sigurbjörns Þorkelssonar & Laufeyjar Geirlaugsdóttur. Jafnframt gefst í stundinni tækifæri til að nýja eða endurnýja heit sín undir fallegum ástarlögum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun