Vilja rannsaka ummerki Tyrkjaránsins í erfðamengi Íslendinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 11:11 Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Vilhelm Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að Íslenskri erfðagreiningu verði falið að gera rannsókn á ummerkjum Tyrkjaránsins í erfðamengi Íslendinga á Íslandi og finni blandaða afkomendur Íslendinganna í Alsír. Þetta er meðal þess sem fram kemur í þingsályktunartillögu þeirra sem lögð var fram á Alþingi í gær. Þingmennirnir sem um ræðir eru þau Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason. Í tillögu þeirra leggja þingmennirnir til að forsætisráðherra verði falið að skipa nefnd til að undirbúa viðburð til minningar um Tyrkjaránið í tilefni þess að árið 2027 verði fjögur hundruð ár liðin frá Tyrkjaráninu 1627. Það er þegar ræningjaskip komu að Íslandi frá Norður-Afríku. Ránsmennirnir voru frá Marokkó og Alsír og komu að í Grindavík, á Austfjörðum og loks í Vestmannaeyjum. Hátt í fjögur hundruð Íslendingar voru numdir á brott sem þrælar til Marokkó og Alsír og hátt í fimmtíu drepnir eða limlestir. Minnisvarði í Vestmannaeyjum Segja þingmennirnir í tillögu sinni að Íslensk erfðagreining hafi reynslu af því að leita að litningabútum úr erfðamengi framandi einstaklinga sem blönduðust íslenskri þjóð á öldum áður. Sagan um Hans Jónatan sé líklega best þekkta dæmið. Segja þingmennirnir að málið hafi verið rætt við Íslenska erfðagreiningu og að fyrirtækið hafi tekið vel í tillöguna. Lagt er til að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar í Vestmannaeyjum þann 16. júlí árið 2027. Ennfremur leggja þingmennirnir til að í Vestmannaeyjum, þar sem blóðtaka ránsins hafi verið langmest, verði reistur minnisvarði um viðburðinn, sem þingmennirnir segja að hafi verið heimssögulegur. Hann verði afhjúpaður sama dag, þann 16. júlí að viðstöddum fulltrúum þjóðþinga þeirra landa sem helst komu við sögu, Danmörk, Holland, Alsír, Marokkó auk fleiri landa. Þingmennirnir leggja til að nefndin efni til hönnunarsamkeppni um minnisvarðann og annist síðan kaup á sigurverkinu. Nefndin stofni auk þess fræðslusjóð og skipi stjórn hans. Sjóðurinn starfi tímabundið og styrki fræðsluverkefni um Tyrkjaránið í hlutaðeigandi sveitarfélögum á Austfjörðum, í Vestmannaeyjum og í Grindavík á árinu 2027. Vestmannaeyjar Grindavík Múlaþing Alþingi Alsír Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í þingsályktunartillögu þeirra sem lögð var fram á Alþingi í gær. Þingmennirnir sem um ræðir eru þau Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason. Í tillögu þeirra leggja þingmennirnir til að forsætisráðherra verði falið að skipa nefnd til að undirbúa viðburð til minningar um Tyrkjaránið í tilefni þess að árið 2027 verði fjögur hundruð ár liðin frá Tyrkjaráninu 1627. Það er þegar ræningjaskip komu að Íslandi frá Norður-Afríku. Ránsmennirnir voru frá Marokkó og Alsír og komu að í Grindavík, á Austfjörðum og loks í Vestmannaeyjum. Hátt í fjögur hundruð Íslendingar voru numdir á brott sem þrælar til Marokkó og Alsír og hátt í fimmtíu drepnir eða limlestir. Minnisvarði í Vestmannaeyjum Segja þingmennirnir í tillögu sinni að Íslensk erfðagreining hafi reynslu af því að leita að litningabútum úr erfðamengi framandi einstaklinga sem blönduðust íslenskri þjóð á öldum áður. Sagan um Hans Jónatan sé líklega best þekkta dæmið. Segja þingmennirnir að málið hafi verið rætt við Íslenska erfðagreiningu og að fyrirtækið hafi tekið vel í tillöguna. Lagt er til að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar í Vestmannaeyjum þann 16. júlí árið 2027. Ennfremur leggja þingmennirnir til að í Vestmannaeyjum, þar sem blóðtaka ránsins hafi verið langmest, verði reistur minnisvarði um viðburðinn, sem þingmennirnir segja að hafi verið heimssögulegur. Hann verði afhjúpaður sama dag, þann 16. júlí að viðstöddum fulltrúum þjóðþinga þeirra landa sem helst komu við sögu, Danmörk, Holland, Alsír, Marokkó auk fleiri landa. Þingmennirnir leggja til að nefndin efni til hönnunarsamkeppni um minnisvarðann og annist síðan kaup á sigurverkinu. Nefndin stofni auk þess fræðslusjóð og skipi stjórn hans. Sjóðurinn starfi tímabundið og styrki fræðsluverkefni um Tyrkjaránið í hlutaðeigandi sveitarfélögum á Austfjörðum, í Vestmannaeyjum og í Grindavík á árinu 2027.
Vestmannaeyjar Grindavík Múlaþing Alþingi Alsír Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira