Dýri Guðmundsson er látinn Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2024 09:16 Dýri var eftirminnilegur, hár á velli og skemmtilegur. ingimar Sigurðsson Dýri Guðmundsson endurskoðandi, fyrrverandi knattspyrnukappi og gítarleikari er látinn. Hann fæddist 1951 en lést eftir veikindi þriðjudagskvöldið 20. febrúar. Fjölmargir samferðamenn Dýra hvort sem er vinir eða ættingjar hafa minnst hans á samfélagsmiðlum. Þó Dýri eigi ættir að rekja til Fremstu-húsa í Hjarðardal í Dýrafirði, og hafi verið útnefndur Seltirningur ársins 2017 hefur hann ekki síst verið kenndur við Hafnarfjörð hvar hann ólst upp. Dýri var landsliðsmaður í knattspyrnu en hann var í sigursælum liðum FH og svo síðar í Val. „Ég var í Hafnarfjarðarstrætó í tíu ár,“ sagði Dýri meðal annars í samtali við Morgunblaðið sem ræddi við hann í tilefni af því að hann varð Seltirningur ársins. En þar á Lindarbrautinni ólu Dýri og kona hans upp þrjú börn, sögðu þar gott að búa og ala upp börn. Dýri var mikill áhugamaður um tónlist. Í Morgunblaðinu 2011 var rætt við Dýra sem þá boðaði komu sjö laga hljómplötu þar sem stíllinn átti að vera fjölbreyttur; blús, rokk og melódíur. „Ég gríp minn gítar, frakkur og fús, er einn frasinn sem ég er að leika mér með,“ sagði Dýri og vildi meina að platan yrði einkum blússkotin. Óhætt er að fullyrða að tugir þúsunda hafi notið spilamennsku Dýra í gegnum árin en hann spilaði einatt fyrir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu þar sem þeir komu skokkandi eftir Lindarbrautinni. Fjölmargir íbúar á Seltjarnarnesi minnast Dýra í Facebook-hópi íbúa á Nesinu og rifjuð upp störf Dýra í sóknarnefnd kirkjunnar og spilamennsku hans fyrir íbúa á hjúkrunarheimilinu Grund. Dýri var eftirminnilegur, hár á velli og skemmtilegur. Eiginkona Dýra er Hildur Guðmundsdóttir en börnin eru Orri Páll trymbill, Vilborg Ása bassaleikari og Guðný Vala lögfræðingur. Andlát Seltjarnarnes Tónlist Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira
Þó Dýri eigi ættir að rekja til Fremstu-húsa í Hjarðardal í Dýrafirði, og hafi verið útnefndur Seltirningur ársins 2017 hefur hann ekki síst verið kenndur við Hafnarfjörð hvar hann ólst upp. Dýri var landsliðsmaður í knattspyrnu en hann var í sigursælum liðum FH og svo síðar í Val. „Ég var í Hafnarfjarðarstrætó í tíu ár,“ sagði Dýri meðal annars í samtali við Morgunblaðið sem ræddi við hann í tilefni af því að hann varð Seltirningur ársins. En þar á Lindarbrautinni ólu Dýri og kona hans upp þrjú börn, sögðu þar gott að búa og ala upp börn. Dýri var mikill áhugamaður um tónlist. Í Morgunblaðinu 2011 var rætt við Dýra sem þá boðaði komu sjö laga hljómplötu þar sem stíllinn átti að vera fjölbreyttur; blús, rokk og melódíur. „Ég gríp minn gítar, frakkur og fús, er einn frasinn sem ég er að leika mér með,“ sagði Dýri og vildi meina að platan yrði einkum blússkotin. Óhætt er að fullyrða að tugir þúsunda hafi notið spilamennsku Dýra í gegnum árin en hann spilaði einatt fyrir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu þar sem þeir komu skokkandi eftir Lindarbrautinni. Fjölmargir íbúar á Seltjarnarnesi minnast Dýra í Facebook-hópi íbúa á Nesinu og rifjuð upp störf Dýra í sóknarnefnd kirkjunnar og spilamennsku hans fyrir íbúa á hjúkrunarheimilinu Grund. Dýri var eftirminnilegur, hár á velli og skemmtilegur. Eiginkona Dýra er Hildur Guðmundsdóttir en börnin eru Orri Páll trymbill, Vilborg Ása bassaleikari og Guðný Vala lögfræðingur.
Andlát Seltjarnarnes Tónlist Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira