Toto vill allt upp á borðið tengt rannsókn á Horner Aron Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2024 07:00 Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes og Christian Horner, liðsstjóri Red Bull Racing Mynd/Getty Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, segir rannsókn á ásökunum á hendur Christian Horner, liðsstjóra Red Bull Racing, um meinta óviðeigandi hegðun í garð kvenkyns starfsmanns liðsins, vera mál sem varðar Formúlu 1 í heild sinni. Vill hann fá allt upp á borðið tengt rannsókninni. Þetta lét Wolff hafa eftir sér á blaðamannafundi liðsstjóra á fyrsta degi prófana fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 sem hefst í næstu viku og var hann sá eini aðspurðra sem tjáði sig um málið. Red Bull Racing hefur ráðið óháðan aðila til þess að fara ofan í kjölinn á ásökunum á hendur Horner sem hefur neitað sök í málinu og var Horner mættur á brautarstæðið í Barein í gær þar sem að fyrsti dagur prófanna fór fram. „Ef rétt er staðið að þessari rannsókn verður gagnsæið að vera algjört. Við verðum að taka fyrir niðurstöður rannsóknarinnar og skoða hvaða áhrif þær hafa á Formúlu 1 mótaröðina í heild sinni og hvernig við getum dregið lærdóm í framhaldinu,“ sagði Toto á blaðamannafundi í gær. Fólk vilji frekar tala um það sem íþróttin standi fyrir heldur en mál á borð við það sem rannsóknin miðar nú að. „Formúla 1 og liðin sem skipa mótaröðina standa fyrir inngildingu, jafnræði, sanngirni og fjölbreytileika. Það á ekki bara að gilda í orði, heldur einnig á borði.“ Hann líkt og aðrir tengdir Formúlu 1 mótaröðinni hafi heyrt orðróma í tengslum við ásakanirnar á hendur Horner á undanförnum vikum. „Þetta er ekki bara mál Red Bull Racing. Þetta er mál sem varðar Formúlu 1 í heild sinni.“ Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Þetta lét Wolff hafa eftir sér á blaðamannafundi liðsstjóra á fyrsta degi prófana fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 sem hefst í næstu viku og var hann sá eini aðspurðra sem tjáði sig um málið. Red Bull Racing hefur ráðið óháðan aðila til þess að fara ofan í kjölinn á ásökunum á hendur Horner sem hefur neitað sök í málinu og var Horner mættur á brautarstæðið í Barein í gær þar sem að fyrsti dagur prófanna fór fram. „Ef rétt er staðið að þessari rannsókn verður gagnsæið að vera algjört. Við verðum að taka fyrir niðurstöður rannsóknarinnar og skoða hvaða áhrif þær hafa á Formúlu 1 mótaröðina í heild sinni og hvernig við getum dregið lærdóm í framhaldinu,“ sagði Toto á blaðamannafundi í gær. Fólk vilji frekar tala um það sem íþróttin standi fyrir heldur en mál á borð við það sem rannsóknin miðar nú að. „Formúla 1 og liðin sem skipa mótaröðina standa fyrir inngildingu, jafnræði, sanngirni og fjölbreytileika. Það á ekki bara að gilda í orði, heldur einnig á borði.“ Hann líkt og aðrir tengdir Formúlu 1 mótaröðinni hafi heyrt orðróma í tengslum við ásakanirnar á hendur Horner á undanförnum vikum. „Þetta er ekki bara mál Red Bull Racing. Þetta er mál sem varðar Formúlu 1 í heild sinni.“
Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira