Ekki spennt fyrir lokuðum búsetuúrræðum Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2024 20:01 Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Sigurjón Þingflokksformaður Vinstri grænna fagnar því að ríkisstjórnin sammælist um heildarsýn í málefnum flóttafólks á Íslandi. Hann segir þingmenn flokksins ekki hafa áhuga á lokuðu búsetuúrræði á borð við það sem dómsmálaráðherra hefur kynnt. Heildarsýnin er unnin þvert á sjö ráðuneyti og koma ráðherrar úr öllum ríkisstjórnarflokkunum að henni. Markmiðið er að taka utan um málaflokk umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og hælisleitenda og þannig stytta afgreiðslutíma umsókna og draga úr útgjöldum þangað. Þróun umræðunnar sýni þörf á aðgerðum Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn vera ánægðan með að verið sé að leggjast heilstætt yfir málin. „Við finnum það bara á þróun umræðunnar í íslensku samfélaginu á undanfarnum árum eða 10 mánuðum að það er mjög brýnt að reyna að horfa mjög vítt á þetta. Og útgangspunkturinn er kannski, sem talar lóðbeint út úr okkar hjarta og stefnu, að við drögum úr ójöfnuði og reynum að skapa aukið jafnræði í samfélaginu með því að tryggja það að öll þau sem hér búa, sama hver uppruninn er, sitji við sama borð þegar uppi er staðið,“ segir Orri Páll. Klippa: Fagnar heildarendurskoðun Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmyndir ríkisstjórnarinnar er talskona Stígamóta sem er verulega á móti því að sett verði upp búsetuúrræði fyrir flóttafólk sem bíður málsmeðferðar en kveðið er á um það í heildarsýninni. Hún kallar úrræðið varðhaldsbúðir. Ekki spennt fyrir lokuðu úrræði Orri Páll segir Vinstri græna ekki vera hlynta lokuðu búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur reynt að koma á laggirnar. Hann segir svokallaðan spretthóp vera að skoða málið. „Við skulum bara bíða og sjá hvað kemur úr þessum spretthópi en eins og ég segi þá get ég ekki svarað fyrir afstöðu Sjálfstæðismanna í því máli,“ segir Orri. En þið munuð alltaf hafna lokuðum búsetuúrræðum sama hvað? „Við höfum ekki verið spennt fyrir umræðunni eins og hún hefur verið, nei.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Heildarsýnin er unnin þvert á sjö ráðuneyti og koma ráðherrar úr öllum ríkisstjórnarflokkunum að henni. Markmiðið er að taka utan um málaflokk umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og hælisleitenda og þannig stytta afgreiðslutíma umsókna og draga úr útgjöldum þangað. Þróun umræðunnar sýni þörf á aðgerðum Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn vera ánægðan með að verið sé að leggjast heilstætt yfir málin. „Við finnum það bara á þróun umræðunnar í íslensku samfélaginu á undanfarnum árum eða 10 mánuðum að það er mjög brýnt að reyna að horfa mjög vítt á þetta. Og útgangspunkturinn er kannski, sem talar lóðbeint út úr okkar hjarta og stefnu, að við drögum úr ójöfnuði og reynum að skapa aukið jafnræði í samfélaginu með því að tryggja það að öll þau sem hér búa, sama hver uppruninn er, sitji við sama borð þegar uppi er staðið,“ segir Orri Páll. Klippa: Fagnar heildarendurskoðun Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmyndir ríkisstjórnarinnar er talskona Stígamóta sem er verulega á móti því að sett verði upp búsetuúrræði fyrir flóttafólk sem bíður málsmeðferðar en kveðið er á um það í heildarsýninni. Hún kallar úrræðið varðhaldsbúðir. Ekki spennt fyrir lokuðu úrræði Orri Páll segir Vinstri græna ekki vera hlynta lokuðu búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur reynt að koma á laggirnar. Hann segir svokallaðan spretthóp vera að skoða málið. „Við skulum bara bíða og sjá hvað kemur úr þessum spretthópi en eins og ég segi þá get ég ekki svarað fyrir afstöðu Sjálfstæðismanna í því máli,“ segir Orri. En þið munuð alltaf hafna lokuðum búsetuúrræðum sama hvað? „Við höfum ekki verið spennt fyrir umræðunni eins og hún hefur verið, nei.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira