Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2024 22:09 Ólafur Egilsson er tíður gestur í sundlaugum borgarinnar. Hann vill geta haldið áfram að lauga sig til klukkan 22 um helgar. Vísir/Arnar Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. Þetta segir Ólafur í færslu á Facebook í tilefni af samtali hans við Skúla Helgason, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, í dag. Þar segir hann að Skúli hafi sagt honum að til stæði að draga úr boðaðri skerðingu opnunartíma sundlauganna á hátíðisdögum, sem sé vel. Hins vegar ætli ætla borgaryfirvöld að halda til streitu skerðingu almenns opnunartíma um helgar um klukkutíma. Greint var frá áformum borgarinnar um skella laugunum í lás klukkan 21 um helgar í stað 22. Það verði gert frá og með 1. apríl næstkomandi vegna niðurskurðarkröfu. Þetta finnst Ólafi grátleg skammsýni, sér í lagi þegar verið er að skrá sundmenningu landsins á heimsminjaskrá. Ekki þurfi mikið til að spara milljónirnar tuttugu Þetta segir Ólafur gert til þess að spara tuttugu milljónir króna, sem er ekki há fjárhæð í samhengi við útgjöld borgarinnar. Hann segist hafa lagt til við Skúla að hætta frekar að hleypa erlendum heldri borgurum ókeypis í sund eða hækka frekar gjaldskránna. „Í laugar Reykjavikurborgar komu árið 2023 1.775.509 borgandi gestir, svo til þess að viðhalda sama þjónustustigi hefði þurft að hækka aðgangseyri á hvern miða um 11,2 krónur.“ Vel hægt að spara annars staðar Þá veltir Ólafur fyrir sér hvort ekki væri hægt að spara pening annars staðar í rekstri borgarinnar. Hann spyr hvort boðuð stytta af Björk Guðmundsdóttur sé nauðsynleg, hvers vegna rekstrarkostnaður skrifstofu borgarstjórnar hækki um 30 prósent á milli ára, hvort dýr „Stjórnendadagur borgarinnar“ hafi verið nauðsynlegur, hvort halda hafi þurft þrjú kaffiboð þegar Dagur B. Eggertsson lét af embætti borgarstjóra og hvort Reykjavíkurborg þurfi 23 borgarfulltrúa og átta til vara. „Mér finnst ekkert ofantalið mikilvægara en að ég og unglingarnir, mínir og annarra, og bara allir sem vilja geti hangið í kvöldsundi. Sérstaklega um helgar! Borgaryfirvöld eru greinilega á öðru máli. Eða hvað?,“ spyr Ólafur og beinir spurningunni sérstaklega til þeirra Dags B. Eggertssonar og Einars Þorsteinssonar, borgarstjóranna tveggja á kjörtímabilinu. Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þetta segir Ólafur í færslu á Facebook í tilefni af samtali hans við Skúla Helgason, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, í dag. Þar segir hann að Skúli hafi sagt honum að til stæði að draga úr boðaðri skerðingu opnunartíma sundlauganna á hátíðisdögum, sem sé vel. Hins vegar ætli ætla borgaryfirvöld að halda til streitu skerðingu almenns opnunartíma um helgar um klukkutíma. Greint var frá áformum borgarinnar um skella laugunum í lás klukkan 21 um helgar í stað 22. Það verði gert frá og með 1. apríl næstkomandi vegna niðurskurðarkröfu. Þetta finnst Ólafi grátleg skammsýni, sér í lagi þegar verið er að skrá sundmenningu landsins á heimsminjaskrá. Ekki þurfi mikið til að spara milljónirnar tuttugu Þetta segir Ólafur gert til þess að spara tuttugu milljónir króna, sem er ekki há fjárhæð í samhengi við útgjöld borgarinnar. Hann segist hafa lagt til við Skúla að hætta frekar að hleypa erlendum heldri borgurum ókeypis í sund eða hækka frekar gjaldskránna. „Í laugar Reykjavikurborgar komu árið 2023 1.775.509 borgandi gestir, svo til þess að viðhalda sama þjónustustigi hefði þurft að hækka aðgangseyri á hvern miða um 11,2 krónur.“ Vel hægt að spara annars staðar Þá veltir Ólafur fyrir sér hvort ekki væri hægt að spara pening annars staðar í rekstri borgarinnar. Hann spyr hvort boðuð stytta af Björk Guðmundsdóttur sé nauðsynleg, hvers vegna rekstrarkostnaður skrifstofu borgarstjórnar hækki um 30 prósent á milli ára, hvort dýr „Stjórnendadagur borgarinnar“ hafi verið nauðsynlegur, hvort halda hafi þurft þrjú kaffiboð þegar Dagur B. Eggertsson lét af embætti borgarstjóra og hvort Reykjavíkurborg þurfi 23 borgarfulltrúa og átta til vara. „Mér finnst ekkert ofantalið mikilvægara en að ég og unglingarnir, mínir og annarra, og bara allir sem vilja geti hangið í kvöldsundi. Sérstaklega um helgar! Borgaryfirvöld eru greinilega á öðru máli. Eða hvað?,“ spyr Ólafur og beinir spurningunni sérstaklega til þeirra Dags B. Eggertssonar og Einars Þorsteinssonar, borgarstjóranna tveggja á kjörtímabilinu.
Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira