Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2024 22:09 Ólafur Egilsson er tíður gestur í sundlaugum borgarinnar. Hann vill geta haldið áfram að lauga sig til klukkan 22 um helgar. Vísir/Arnar Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. Þetta segir Ólafur í færslu á Facebook í tilefni af samtali hans við Skúla Helgason, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, í dag. Þar segir hann að Skúli hafi sagt honum að til stæði að draga úr boðaðri skerðingu opnunartíma sundlauganna á hátíðisdögum, sem sé vel. Hins vegar ætli ætla borgaryfirvöld að halda til streitu skerðingu almenns opnunartíma um helgar um klukkutíma. Greint var frá áformum borgarinnar um skella laugunum í lás klukkan 21 um helgar í stað 22. Það verði gert frá og með 1. apríl næstkomandi vegna niðurskurðarkröfu. Þetta finnst Ólafi grátleg skammsýni, sér í lagi þegar verið er að skrá sundmenningu landsins á heimsminjaskrá. Ekki þurfi mikið til að spara milljónirnar tuttugu Þetta segir Ólafur gert til þess að spara tuttugu milljónir króna, sem er ekki há fjárhæð í samhengi við útgjöld borgarinnar. Hann segist hafa lagt til við Skúla að hætta frekar að hleypa erlendum heldri borgurum ókeypis í sund eða hækka frekar gjaldskránna. „Í laugar Reykjavikurborgar komu árið 2023 1.775.509 borgandi gestir, svo til þess að viðhalda sama þjónustustigi hefði þurft að hækka aðgangseyri á hvern miða um 11,2 krónur.“ Vel hægt að spara annars staðar Þá veltir Ólafur fyrir sér hvort ekki væri hægt að spara pening annars staðar í rekstri borgarinnar. Hann spyr hvort boðuð stytta af Björk Guðmundsdóttur sé nauðsynleg, hvers vegna rekstrarkostnaður skrifstofu borgarstjórnar hækki um 30 prósent á milli ára, hvort dýr „Stjórnendadagur borgarinnar“ hafi verið nauðsynlegur, hvort halda hafi þurft þrjú kaffiboð þegar Dagur B. Eggertsson lét af embætti borgarstjóra og hvort Reykjavíkurborg þurfi 23 borgarfulltrúa og átta til vara. „Mér finnst ekkert ofantalið mikilvægara en að ég og unglingarnir, mínir og annarra, og bara allir sem vilja geti hangið í kvöldsundi. Sérstaklega um helgar! Borgaryfirvöld eru greinilega á öðru máli. Eða hvað?,“ spyr Ólafur og beinir spurningunni sérstaklega til þeirra Dags B. Eggertssonar og Einars Þorsteinssonar, borgarstjóranna tveggja á kjörtímabilinu. Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Þetta segir Ólafur í færslu á Facebook í tilefni af samtali hans við Skúla Helgason, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, í dag. Þar segir hann að Skúli hafi sagt honum að til stæði að draga úr boðaðri skerðingu opnunartíma sundlauganna á hátíðisdögum, sem sé vel. Hins vegar ætli ætla borgaryfirvöld að halda til streitu skerðingu almenns opnunartíma um helgar um klukkutíma. Greint var frá áformum borgarinnar um skella laugunum í lás klukkan 21 um helgar í stað 22. Það verði gert frá og með 1. apríl næstkomandi vegna niðurskurðarkröfu. Þetta finnst Ólafi grátleg skammsýni, sér í lagi þegar verið er að skrá sundmenningu landsins á heimsminjaskrá. Ekki þurfi mikið til að spara milljónirnar tuttugu Þetta segir Ólafur gert til þess að spara tuttugu milljónir króna, sem er ekki há fjárhæð í samhengi við útgjöld borgarinnar. Hann segist hafa lagt til við Skúla að hætta frekar að hleypa erlendum heldri borgurum ókeypis í sund eða hækka frekar gjaldskránna. „Í laugar Reykjavikurborgar komu árið 2023 1.775.509 borgandi gestir, svo til þess að viðhalda sama þjónustustigi hefði þurft að hækka aðgangseyri á hvern miða um 11,2 krónur.“ Vel hægt að spara annars staðar Þá veltir Ólafur fyrir sér hvort ekki væri hægt að spara pening annars staðar í rekstri borgarinnar. Hann spyr hvort boðuð stytta af Björk Guðmundsdóttur sé nauðsynleg, hvers vegna rekstrarkostnaður skrifstofu borgarstjórnar hækki um 30 prósent á milli ára, hvort dýr „Stjórnendadagur borgarinnar“ hafi verið nauðsynlegur, hvort halda hafi þurft þrjú kaffiboð þegar Dagur B. Eggertsson lét af embætti borgarstjóra og hvort Reykjavíkurborg þurfi 23 borgarfulltrúa og átta til vara. „Mér finnst ekkert ofantalið mikilvægara en að ég og unglingarnir, mínir og annarra, og bara allir sem vilja geti hangið í kvöldsundi. Sérstaklega um helgar! Borgaryfirvöld eru greinilega á öðru máli. Eða hvað?,“ spyr Ólafur og beinir spurningunni sérstaklega til þeirra Dags B. Eggertssonar og Einars Þorsteinssonar, borgarstjóranna tveggja á kjörtímabilinu.
Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira