„Ef ekki núna, hvenær þá?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 12:30 Jón Axel Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinu í Laugardalshöllinni. Vísir/Vilhelm Jón Axel Guðmundsson er einn leikmanna íslenska liðsins sem þurfti að stíga fram og taka á sig meiri ábyrgð í fjarveru Martins Hermannssonar undanfarin ár og hann hefur á þessum tíma orðið að algjörum lykilmanni í íslenska liðinu. Jón Axel fagnar endurkomu Martins í liðinu en telur að á þessum tíma án besta körfuboltamanns landsins, hafi aðrir leikmenn náð sér í sjálfstraust og reynslu sem nýtist liðinu vel í dag nú þegar Martin er mættur í slaginn á ný. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við höfum verið að spila við Ítalíu og Tyrkland í þessum stóru keppnum undanfarið og vitum hvað bíður okkar á móti þessum öflugu liðum. Við spiluðum við Ungverjaland síðasta sumar og það gekk bara vel. Þeir eru með nýjan hóp fyrir þennan glugga þannig að þetta kemur allt í ljós,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvað áskorun felst í því að mæta þessu ungverska liði? „Þeir eru mjög hávaxnir og eins og allir vita þá erum við ekki með hæsta lið í heimi. Við erum með mikla baráttu og þeir þurfa líka að eiga við okkur. Ég myndi segja að fyrir mér að það sé meiri áskorun fyrir þá en fyrir okkur,“ sagði Jón Axel og talar þá um baráttuandann og hraðan leik íslenska liðsins. Martin Hermannsson er kominn aftur til baka í íslenska landsliðið sem styrkir íslenska liðið mikið. Kemur með nýjan anda og mikla reynslu „Loksins er hann kominn aftur og það er gott að fá hann aftur inn. Hann kemur með nýjan anda og mikla reynslu inn í þetta lið. Það hjálpar öllum í liðinu. Það er mjög gott að fá Martin aftur,“ sagði Jón Axel. Kjarni íslenska liðsins hefur haldist tiltölulega óbreyttur síðustu ár og að hlýtur að nýtast liðinu vel? „Það gefur okkur virkilega mikið. Martin er ekki búinn að vera mikið með okkur undanfarið út af meiðslum og einhverjum málum. Það gefur öllum hinum stærra hlutverk. Þegar Martin kemur aftur inn þá eru allir með meira sjálfstraust, meira traust í landsliðinu og búnir að fá þessa reynslu sem Martin hafði yfir okkur alla,“ sagði Jón Axel en hvað með möguleikana? „Nú er eiginlega bara fullkomin samsetning á liðinu en að sjálfsögðu eru einhverjir fyrir utan liðið sem eru meiddir. Ef ekki núna, hvenær þá?“ sagði Jón Axel. Fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili Það er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu í Laugardalshöllinni. „Það gerist fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili og spila fyrir framan full höll af Íslendingum. Það er lítið sem er betra en það í heiminum að spila hér heima með íslenska hjartanu og vera síðan með íslenska hjartað líka í stúkunni,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er kominn til Spánar en hvernig hefur reynslan verið hjá Alicante? „Bara mjög góð, alla vega persónulega fyrir mig. Það er mikið traust á milli mín og þjálfarans og það hefur sést á leik mínum í vetur þar sem ég hef náð að fara fram á við í öllu. Ég var bara kominn á þann stað að ég þurfti að fara ná í sjálfstraustið aftur í körfuboltanum og mér finnst ég hafa gert það þrusuvel þarna í Alicante,“ sagði Jón Axel. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jón Axel fyrir Ungverjaleik Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Jón Axel fagnar endurkomu Martins í liðinu en telur að á þessum tíma án besta körfuboltamanns landsins, hafi aðrir leikmenn náð sér í sjálfstraust og reynslu sem nýtist liðinu vel í dag nú þegar Martin er mættur í slaginn á ný. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við höfum verið að spila við Ítalíu og Tyrkland í þessum stóru keppnum undanfarið og vitum hvað bíður okkar á móti þessum öflugu liðum. Við spiluðum við Ungverjaland síðasta sumar og það gekk bara vel. Þeir eru með nýjan hóp fyrir þennan glugga þannig að þetta kemur allt í ljós,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvað áskorun felst í því að mæta þessu ungverska liði? „Þeir eru mjög hávaxnir og eins og allir vita þá erum við ekki með hæsta lið í heimi. Við erum með mikla baráttu og þeir þurfa líka að eiga við okkur. Ég myndi segja að fyrir mér að það sé meiri áskorun fyrir þá en fyrir okkur,“ sagði Jón Axel og talar þá um baráttuandann og hraðan leik íslenska liðsins. Martin Hermannsson er kominn aftur til baka í íslenska landsliðið sem styrkir íslenska liðið mikið. Kemur með nýjan anda og mikla reynslu „Loksins er hann kominn aftur og það er gott að fá hann aftur inn. Hann kemur með nýjan anda og mikla reynslu inn í þetta lið. Það hjálpar öllum í liðinu. Það er mjög gott að fá Martin aftur,“ sagði Jón Axel. Kjarni íslenska liðsins hefur haldist tiltölulega óbreyttur síðustu ár og að hlýtur að nýtast liðinu vel? „Það gefur okkur virkilega mikið. Martin er ekki búinn að vera mikið með okkur undanfarið út af meiðslum og einhverjum málum. Það gefur öllum hinum stærra hlutverk. Þegar Martin kemur aftur inn þá eru allir með meira sjálfstraust, meira traust í landsliðinu og búnir að fá þessa reynslu sem Martin hafði yfir okkur alla,“ sagði Jón Axel en hvað með möguleikana? „Nú er eiginlega bara fullkomin samsetning á liðinu en að sjálfsögðu eru einhverjir fyrir utan liðið sem eru meiddir. Ef ekki núna, hvenær þá?“ sagði Jón Axel. Fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili Það er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu í Laugardalshöllinni. „Það gerist fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili og spila fyrir framan full höll af Íslendingum. Það er lítið sem er betra en það í heiminum að spila hér heima með íslenska hjartanu og vera síðan með íslenska hjartað líka í stúkunni,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er kominn til Spánar en hvernig hefur reynslan verið hjá Alicante? „Bara mjög góð, alla vega persónulega fyrir mig. Það er mikið traust á milli mín og þjálfarans og það hefur sést á leik mínum í vetur þar sem ég hef náð að fara fram á við í öllu. Ég var bara kominn á þann stað að ég þurfti að fara ná í sjálfstraustið aftur í körfuboltanum og mér finnst ég hafa gert það þrusuvel þarna í Alicante,“ sagði Jón Axel. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jón Axel fyrir Ungverjaleik
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira