Hvað er innifalið í að þekkja fólk Matthildur Björnsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 17:01 Guðni forseti var að nefna vandann með fámennið á Íslandi, á Vísi þann 17. febrúar 2024. Þau orð minntu mig á það viðhorf og fullyrðingu sem ég heyrði mikið um. Það var að við þekktum nágranna okkar vel og líka alla ættingjana. En ég lærði að sjá og skilja að það er ekki satt. Af því að við þekkjum ekki innri manninn í þeim, ef við höfum aldrei setið með þeim og heyrt þau tjá sig um verðgildi sín eða líðan. Móðir Bjarkar söngkonu ólst upp í sömu götu og ég, en ég þekkti hana ekki neitt persónulega, vissi bara hvernig hún leit út. Svo seinna sá ég að hún hafði alið Björk vel upp og veitt henni það að hafa það sjálfstraust og öryggi sem ekki allar stelpur fengu. Ég er elst af fimm systrum, en get ekki sagt að ég þekki þær allar mjög vel. Svo er ég eins og ótal Íslendingar af fjölmennri ætt, en þekki það lið hreinlega ekki neitt persónulega, þó að ég viti nöfnin á mörgum þeirra. Af minni reynslu er mikið meira falið í að geta sagt að maður þekki aðra í kring um sig og jafnvel eigin fjölskyldumeðlimi. Á meðan allir eru börn er auðveldara að álykta að þessi þekking sé til staðar. Því að þá á meðan sakleysið er í barninu og sterkari hlið einstaklings upplifunar í hverjum og einum er ekki komin upp og hvað þau muni gera til að vinna fyrir sér í framtíðinni. Hver þau muni reynast sem persónuleikar er ekki heldur endilega komið í ljós, frekar en annað sem rís seinna eftir að árunum í lífinu fjölgar og einstaklingar finna meira út um sig og hvert lífsferð þeirra sé heitið. Svo er það kannski hugsanlegur ótti um að leyfa öðrum að komast inn að sér vegna fámennisins og ótta við slúður um sig. Af hverju vilja svo margir telja að þeir þekki nágranna sína frá því að vita bara hvernig þeir líta út? Svo minntist Guðni á kjaftasögur. Þær eru sérkennileg sálfræðileg tilfelli sem geta haft ótal ástæður. Getgátur, þörf fyrir að hefja sig yfir aðra og löngun eftir athygli í samfélagi sem hefur séð það sem ljótt og rangt að spyrja vini og ættingja spurninga sem sýna áhuga fyrir því hver þau eru. Atriði sem geta veitt dýpri innsýn í viðkomandi og um leið líklegra til að byggja meiri nánd en blaðrið í kjaftasögunum. Af hverju einstaklingar hafi ekki viljað fá spurningar, er svo annað athyglisvert atriði. Ég man til dæmis að það þótti og var séð sem dónaskapur að spyrja aðra persónulegra spurninga. Það hefði þó breytt lífi mínu til hins betra ef ég hefði fengið tvær spurningar á sitt hvoru tímabilinu í lífi mínu.Sú fyrri sem ég hefði þurft að fá, hefði verið um val á skóla (sem ég hefði þurft að fara til í strætó, af því að þá hafði enginn barnaskóli komið upp í hverfinu mínu). Ég hefði sem níu ára barn valið að halda áfram í þeim skóla sem ég var í, en mér var ráðstafað til að fara í annan skóla, af því að móðir mín taldi að það væri réttara að ég færi í hann, af því að hún „taldi sig þekkja fólk í því hverfi“. Það varð svo reynsla sem hefði verið betra fyrir mig að sleppa. Síðari spurningin sem kom ekki heldur, hefði breytt miklu fyrir framtíð mína og barna minna. Viðhorfið að baki því að hún kom ekki, var frá ótal vanþroskuðum atriðum í samfélaginu þá. Svo að það er dýrmætt fyrir foreldra að hugsa um að finna út hvað börnin hugsi um atriði sem snerti líf þeirra og framtíð áður en þeim er ráðstafað. Ég er viss um að það myndu margir hafa upplifað eitthvað svipað, af því að foreldrar áttu að vita meira og betur en börnin. En börn vita alla vega oft hvað sé rétt fyrir þau og ættu að fá opin tjáskipti við að taka þær ákvarðanir sem skiptir þau máli, þegar það er mögulegt. Auðvitað skiptir máli hvernig tónn er í mannveru sem spyr og að það sé ekki einskonar neikvæð fyrirfram gagnrýnin yfirheyrsla. Réttar og opnar spurningar með hlýju viðmóti geta skipt sköpum í betri átt í lífi og framtíð fólks. Og kannski gert kjaftasögur óþarfar? Við að hafa búið í milljóna samfélagi í meira en þrjátíu og fimm ár hefur sýnt mér og sannað að orka andrúmslofts og viðhorfa er litríkari. Efni í íslenskum fjölmiðlum er líka að sýna að sumir af yngri kynslóðunum eru að læra það frá ferðum sínum um heiminn og sumir að kjósa líf í öðru landi. Matthildur Björnsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Guðni forseti var að nefna vandann með fámennið á Íslandi, á Vísi þann 17. febrúar 2024. Þau orð minntu mig á það viðhorf og fullyrðingu sem ég heyrði mikið um. Það var að við þekktum nágranna okkar vel og líka alla ættingjana. En ég lærði að sjá og skilja að það er ekki satt. Af því að við þekkjum ekki innri manninn í þeim, ef við höfum aldrei setið með þeim og heyrt þau tjá sig um verðgildi sín eða líðan. Móðir Bjarkar söngkonu ólst upp í sömu götu og ég, en ég þekkti hana ekki neitt persónulega, vissi bara hvernig hún leit út. Svo seinna sá ég að hún hafði alið Björk vel upp og veitt henni það að hafa það sjálfstraust og öryggi sem ekki allar stelpur fengu. Ég er elst af fimm systrum, en get ekki sagt að ég þekki þær allar mjög vel. Svo er ég eins og ótal Íslendingar af fjölmennri ætt, en þekki það lið hreinlega ekki neitt persónulega, þó að ég viti nöfnin á mörgum þeirra. Af minni reynslu er mikið meira falið í að geta sagt að maður þekki aðra í kring um sig og jafnvel eigin fjölskyldumeðlimi. Á meðan allir eru börn er auðveldara að álykta að þessi þekking sé til staðar. Því að þá á meðan sakleysið er í barninu og sterkari hlið einstaklings upplifunar í hverjum og einum er ekki komin upp og hvað þau muni gera til að vinna fyrir sér í framtíðinni. Hver þau muni reynast sem persónuleikar er ekki heldur endilega komið í ljós, frekar en annað sem rís seinna eftir að árunum í lífinu fjölgar og einstaklingar finna meira út um sig og hvert lífsferð þeirra sé heitið. Svo er það kannski hugsanlegur ótti um að leyfa öðrum að komast inn að sér vegna fámennisins og ótta við slúður um sig. Af hverju vilja svo margir telja að þeir þekki nágranna sína frá því að vita bara hvernig þeir líta út? Svo minntist Guðni á kjaftasögur. Þær eru sérkennileg sálfræðileg tilfelli sem geta haft ótal ástæður. Getgátur, þörf fyrir að hefja sig yfir aðra og löngun eftir athygli í samfélagi sem hefur séð það sem ljótt og rangt að spyrja vini og ættingja spurninga sem sýna áhuga fyrir því hver þau eru. Atriði sem geta veitt dýpri innsýn í viðkomandi og um leið líklegra til að byggja meiri nánd en blaðrið í kjaftasögunum. Af hverju einstaklingar hafi ekki viljað fá spurningar, er svo annað athyglisvert atriði. Ég man til dæmis að það þótti og var séð sem dónaskapur að spyrja aðra persónulegra spurninga. Það hefði þó breytt lífi mínu til hins betra ef ég hefði fengið tvær spurningar á sitt hvoru tímabilinu í lífi mínu.Sú fyrri sem ég hefði þurft að fá, hefði verið um val á skóla (sem ég hefði þurft að fara til í strætó, af því að þá hafði enginn barnaskóli komið upp í hverfinu mínu). Ég hefði sem níu ára barn valið að halda áfram í þeim skóla sem ég var í, en mér var ráðstafað til að fara í annan skóla, af því að móðir mín taldi að það væri réttara að ég færi í hann, af því að hún „taldi sig þekkja fólk í því hverfi“. Það varð svo reynsla sem hefði verið betra fyrir mig að sleppa. Síðari spurningin sem kom ekki heldur, hefði breytt miklu fyrir framtíð mína og barna minna. Viðhorfið að baki því að hún kom ekki, var frá ótal vanþroskuðum atriðum í samfélaginu þá. Svo að það er dýrmætt fyrir foreldra að hugsa um að finna út hvað börnin hugsi um atriði sem snerti líf þeirra og framtíð áður en þeim er ráðstafað. Ég er viss um að það myndu margir hafa upplifað eitthvað svipað, af því að foreldrar áttu að vita meira og betur en börnin. En börn vita alla vega oft hvað sé rétt fyrir þau og ættu að fá opin tjáskipti við að taka þær ákvarðanir sem skiptir þau máli, þegar það er mögulegt. Auðvitað skiptir máli hvernig tónn er í mannveru sem spyr og að það sé ekki einskonar neikvæð fyrirfram gagnrýnin yfirheyrsla. Réttar og opnar spurningar með hlýju viðmóti geta skipt sköpum í betri átt í lífi og framtíð fólks. Og kannski gert kjaftasögur óþarfar? Við að hafa búið í milljóna samfélagi í meira en þrjátíu og fimm ár hefur sýnt mér og sannað að orka andrúmslofts og viðhorfa er litríkari. Efni í íslenskum fjölmiðlum er líka að sýna að sumir af yngri kynslóðunum eru að læra það frá ferðum sínum um heiminn og sumir að kjósa líf í öðru landi. Matthildur Björnsdóttir.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun