Samkvæmt færslu Semu á Facebook eru þetta einstaklingar sem íslenskir sjálfboðaliðar í Kaíró hafa unnið að að bjarga af Gasasvæðinu. Hún segir að gera megi ráð fyrir því að hópurinn komi til Íslands á næstu dögum.
„Í gær og í dag voru svo 17 aðrir palestínskir einstaklingar sem eiga fjölskyldumeðlimi á Íslandi skráðir á næsta lista til að komast út af Gaza af hópi sjálfboðaliða í Kaíró,“ skrifar hún og bætir við að fjórtán þeirra séu börn.
Ástandið á svæðinu fer versnandi með deginum vegna stöðugra loftárása og yfirvonandi áhlaup ísraelska hersins á Rafaborg sem hýsir um þessar mundir hundruðir þúsunda í frumstæðum tjaldbúðum. Margir eru veikir og slasaðir og hungur vofir yfir. Auk þess sem sjúkrahús á svæðinu séu mörg gjöreyðilögð og önnur aðeins starfrækt að hluta til. Þar að auki segja sjálfboðaliðar að Egyptaland sé farið að vígbúa landamærin.
„Íslenskur almenningur heldur áfram að koma fólki undan þjóðernishreinsunum ísraelskra stjórnvalda, með þrotlausu sjálfboðaliðastarfi fyrir íslensk stjórnvöld og með því að styrkja landssöfnun fyrir Palestínu, á meðan ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur heldur áfram að sitja hjá!“ skrifar Sema.
„Við munum aldrei gleyma. Við munum ekki fyrirgefa. Sagan mun dæma ykkur!“