Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2024 08:28 Eldurinn breiddist hratt út og ekkert virðist eftir nema burðarvirkið. Getty/Manuel Queimadelos Alonso Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. Meðal slösuðu er sjö ára barn en flestir urðu fyrir skaða þegar þeir önduðu að sér reyk. Alls voru 22 teymi slökkviliðsmanna kölluð út til að berjast við eldinn, sem braust út rétt fyrir kvöldmat í gær í Campanar-hverfinu í Valencia. Eldurinn náði að læsa klónum í nærliggjandi byggingar og er mikill vindur sagður hafa hamlað slökkvistarfi. Eldurinn breiddist hratt út að sögn vitna og viðbragðsaðilar og myndir sýna bygginguna standa í ljósum logum og mikinn og dökkan reyk stíga til himins. Ríkissjónvarpsstöðin TVE sagði 130 íbúðir í byggingunni, sem eldurinn hefði fljótt gert að „beinagrind“. A large fire has engulfed two residential buildings in Valencia in eastern Spain - with people seen trapped on balconies waiting to be rescued.Read more: https://t.co/7O4a5GqpRw pic.twitter.com/y7eFMlM8RS— Sky News (@SkyNews) February 23, 2024 Varaformaður samtaka verkfræðinga í Valencia segir hinn hraða bruna mega rekja til klæðningar hússins, sem hafi verið úr afar eldfimu pólýúretani. Guardian líkir eldsvoðanum við þann sem braust út í Grenfell Tower í Lundúnum áirð 2017, þar sem 72 lét lífið. Þar kom klæðning byggingarinnar einnig við sögu. Íbúi í nágrenninu sagðist hafa litið út um gluggann og fylgst með því hvernig eldurinn gleypti húsið í sig eins og það væri gert úr korki. Vindurinn hefði augljóslega hjálpað logunum við að teygja úr sér. Á myndskeiðum má sjá föður og dóttur bjargað af svölum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sagði eldsvoðann mikið áfall og að hann hefði haft samband við borgarstjóra Valencia og yfirvöld til að bjóða þeim alla þá hjálp sem þá vantaði. Spánn Tengdar fréttir Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Meðal slösuðu er sjö ára barn en flestir urðu fyrir skaða þegar þeir önduðu að sér reyk. Alls voru 22 teymi slökkviliðsmanna kölluð út til að berjast við eldinn, sem braust út rétt fyrir kvöldmat í gær í Campanar-hverfinu í Valencia. Eldurinn náði að læsa klónum í nærliggjandi byggingar og er mikill vindur sagður hafa hamlað slökkvistarfi. Eldurinn breiddist hratt út að sögn vitna og viðbragðsaðilar og myndir sýna bygginguna standa í ljósum logum og mikinn og dökkan reyk stíga til himins. Ríkissjónvarpsstöðin TVE sagði 130 íbúðir í byggingunni, sem eldurinn hefði fljótt gert að „beinagrind“. A large fire has engulfed two residential buildings in Valencia in eastern Spain - with people seen trapped on balconies waiting to be rescued.Read more: https://t.co/7O4a5GqpRw pic.twitter.com/y7eFMlM8RS— Sky News (@SkyNews) February 23, 2024 Varaformaður samtaka verkfræðinga í Valencia segir hinn hraða bruna mega rekja til klæðningar hússins, sem hafi verið úr afar eldfimu pólýúretani. Guardian líkir eldsvoðanum við þann sem braust út í Grenfell Tower í Lundúnum áirð 2017, þar sem 72 lét lífið. Þar kom klæðning byggingarinnar einnig við sögu. Íbúi í nágrenninu sagðist hafa litið út um gluggann og fylgst með því hvernig eldurinn gleypti húsið í sig eins og það væri gert úr korki. Vindurinn hefði augljóslega hjálpað logunum við að teygja úr sér. Á myndskeiðum má sjá föður og dóttur bjargað af svölum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sagði eldsvoðann mikið áfall og að hann hefði haft samband við borgarstjóra Valencia og yfirvöld til að bjóða þeim alla þá hjálp sem þá vantaði.
Spánn Tengdar fréttir Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41