Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KA 25-28 | Akureyringar stöðvuðu sigurgöngu Hafnfirðinga Dagur Lárusson skrifar 24. febrúar 2024 19:00 Úr leik dagsins. Vísir/Diego KA stöðvaði sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla þegar liðin mættust á Ásvöllum í dag. Haukar höfðu unnið fjóra leiki í röð í deild og bikar eftir áramót en fyrsta tap ársins kom í dag. Fyrir leikinn voru Haukar í sjötta sæti deildarinnar með átján stig á meðan gestirnir voru í níunda sæti með tíu stig. Haukar stýrðu ferðinni til að byrja með og voru yfirleitt einum eða tveimur mörkum á undan fyrsta korterið en þegar fimmtán mínútur voru liðnar var staðan 7-6 en þá fóru hlutirnir að breytast. Guðmundur Bragi í baráttunni í leiknum í dag.Vísir/Pawel Það var einmitt í þessari stöðu þar sem Guðmundur Bragi fékk dæmt á sig tvígrip í annað sinn á nokkrum mínútum, kastaði frá sér boltanum og fékk að launum brottvísun. Það má segja að þetta hafi verið svolítið táknrænt þar sem það var eftir þetta atvik þar sem gestirnir tóku við og stýrðu leiknum. KA nýttur sér liðsmuninn og náðu forystunni sem varð stærri eftir því sem leið og og virtust þeir skora úr hverri sókn. Þegar hálfleikurinn kom var staðan 14-17 fyrir KA. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn vel með fljótu marki frá Adam Hauk og stuðningsmenn Hauka eflaust vongóðir. Sú von var þó fljót að fara því gestirnir voru ekki á þeim buxunum að gefast upp. Eftir því sem leið á hálfleikinn náðu gestirnir betri og betri tökum á leiknum og Nikolai í marki gestanna varði hvert skotið á fætur öðru og gestirnirnir unnu að lokum sannfærandi sigur, 25-28 en munurinn hefði klárlega getað verið stærri. Af hverju vann KA? Alvöru andi og stemning í KA-liðinu sem hafði trú á verkefninu annað en hjá Haukum en þar virtist vera eins og menn þyrftu ekki að hafa fyrir hlutunum. Hverjir stóðu upp úr? Á tímabili í fyrri hálfleiknum var það aðeins Ólafur Gústafsson sem var einhver ógn fyrir Hauka og dró hann því vagninn fyrir liðið á þeim tímapunkti en restina af leiknum spilaði hann einnig vel. Nikolai átti síðan frábæra frammistöðu fyrir liðið í seinni hálfleiknum. Hvað fór illa? Eins og Ásgeir Örn talaði um eftir leik þá þá leit það þannig út að leikmenn Hauka héldu að þeir þyrftu ekki að hafa fyrir hlutunum í dag. Hvað gerist næst? Næsti leikur Hauka er gegn Aftureldingu á útivelli á fimmtudaginn en næsti leikur KA er gegn Gróttu á föstudaginn. Halldór Stefán Haraldsson: Haukarnir eru einfaldir en ekki auðveldir Halldór á hliðarlínunni.Vísir/Pawel „Já, loksins sannfærandi sigur,“ byrjaði Halldór Stefán, þjálfari KA, að segja eftir leik. „Varnarleikurinn lagði grunninn að þessu. Ég vil meina, svona þvert á umræðuna, að við höfum verið að spila allt í lagi í síðustu leikjum. Það hafa komið kaflar sem hafa fellt okkur í síðustu leikjum en munurinn í dag er sá að þeir kaflar voru mun styttri og við náðum að halda út og klára leikinn,“ hélt Halldór áfram að segja. Halldór talaði aðeins meira um varnarleikinn. „Haukarnir eru einfaldir en það þýðir samt ekki að þeir séu auðveldir. Þeir eru virkilega góðir í því sem þeir gera en ég ákvað að koma með eitthvað gegn þeim sem þeir eru ekki vanir og það var að virka vel.“ „Þannig já, þetta var góður varnarleikur en auðvitað líka smá heppni eins og Geir á til dæmis ekki góðan dag og skýtur þrisvar sinnum í stöngina. En ég vil meina að þú skapar þína eigin heppni,“ endaði Halldór Stefán Haraldsson að segja eftir leik. Ásgeir Örn Hallgrímsson: Menn héldu að það væri nóg að setja á sig búninginn Ásgeir Örn var alls ekki sáttur í leikslok og lét sína menn heyra það.Vísir/Pawel „Ég er rosalega svekktur með frammistöðuna og liðið,“ byrjaði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Já þetta líktist því hvernig þetta var fyrir áramót. Menn héldu að þeir gætu sett á sig búninginn, hitað upp og síðan kæmi bara sigurinn, það væri nóg, en svona virkar þetta ekki. Menn þurfa að hafa fyrir þessu, þetta er helvítis vinna. Þetta var hugarfarsvandamál í dag frá A til Ö,“ hélt Ásgeir áfram að segja. Ásgeir talaði aðeins um sóknarleikinn sem virkaði alls ekki í dag. „Já mögulega var of lítið um nýjar hugmyndir en við vorum samt alveg þokkalegir til að byrja með í fyrri hálfleiknum en síðan duttum við niður. Eftir það vorum við alltof staðir, tökum lélegar ákvarðarnir og því fór sem fór,“ endaði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka að segja. Olís-deild karla Haukar KA
KA stöðvaði sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla þegar liðin mættust á Ásvöllum í dag. Haukar höfðu unnið fjóra leiki í röð í deild og bikar eftir áramót en fyrsta tap ársins kom í dag. Fyrir leikinn voru Haukar í sjötta sæti deildarinnar með átján stig á meðan gestirnir voru í níunda sæti með tíu stig. Haukar stýrðu ferðinni til að byrja með og voru yfirleitt einum eða tveimur mörkum á undan fyrsta korterið en þegar fimmtán mínútur voru liðnar var staðan 7-6 en þá fóru hlutirnir að breytast. Guðmundur Bragi í baráttunni í leiknum í dag.Vísir/Pawel Það var einmitt í þessari stöðu þar sem Guðmundur Bragi fékk dæmt á sig tvígrip í annað sinn á nokkrum mínútum, kastaði frá sér boltanum og fékk að launum brottvísun. Það má segja að þetta hafi verið svolítið táknrænt þar sem það var eftir þetta atvik þar sem gestirnir tóku við og stýrðu leiknum. KA nýttur sér liðsmuninn og náðu forystunni sem varð stærri eftir því sem leið og og virtust þeir skora úr hverri sókn. Þegar hálfleikurinn kom var staðan 14-17 fyrir KA. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn vel með fljótu marki frá Adam Hauk og stuðningsmenn Hauka eflaust vongóðir. Sú von var þó fljót að fara því gestirnir voru ekki á þeim buxunum að gefast upp. Eftir því sem leið á hálfleikinn náðu gestirnir betri og betri tökum á leiknum og Nikolai í marki gestanna varði hvert skotið á fætur öðru og gestirnirnir unnu að lokum sannfærandi sigur, 25-28 en munurinn hefði klárlega getað verið stærri. Af hverju vann KA? Alvöru andi og stemning í KA-liðinu sem hafði trú á verkefninu annað en hjá Haukum en þar virtist vera eins og menn þyrftu ekki að hafa fyrir hlutunum. Hverjir stóðu upp úr? Á tímabili í fyrri hálfleiknum var það aðeins Ólafur Gústafsson sem var einhver ógn fyrir Hauka og dró hann því vagninn fyrir liðið á þeim tímapunkti en restina af leiknum spilaði hann einnig vel. Nikolai átti síðan frábæra frammistöðu fyrir liðið í seinni hálfleiknum. Hvað fór illa? Eins og Ásgeir Örn talaði um eftir leik þá þá leit það þannig út að leikmenn Hauka héldu að þeir þyrftu ekki að hafa fyrir hlutunum í dag. Hvað gerist næst? Næsti leikur Hauka er gegn Aftureldingu á útivelli á fimmtudaginn en næsti leikur KA er gegn Gróttu á föstudaginn. Halldór Stefán Haraldsson: Haukarnir eru einfaldir en ekki auðveldir Halldór á hliðarlínunni.Vísir/Pawel „Já, loksins sannfærandi sigur,“ byrjaði Halldór Stefán, þjálfari KA, að segja eftir leik. „Varnarleikurinn lagði grunninn að þessu. Ég vil meina, svona þvert á umræðuna, að við höfum verið að spila allt í lagi í síðustu leikjum. Það hafa komið kaflar sem hafa fellt okkur í síðustu leikjum en munurinn í dag er sá að þeir kaflar voru mun styttri og við náðum að halda út og klára leikinn,“ hélt Halldór áfram að segja. Halldór talaði aðeins meira um varnarleikinn. „Haukarnir eru einfaldir en það þýðir samt ekki að þeir séu auðveldir. Þeir eru virkilega góðir í því sem þeir gera en ég ákvað að koma með eitthvað gegn þeim sem þeir eru ekki vanir og það var að virka vel.“ „Þannig já, þetta var góður varnarleikur en auðvitað líka smá heppni eins og Geir á til dæmis ekki góðan dag og skýtur þrisvar sinnum í stöngina. En ég vil meina að þú skapar þína eigin heppni,“ endaði Halldór Stefán Haraldsson að segja eftir leik. Ásgeir Örn Hallgrímsson: Menn héldu að það væri nóg að setja á sig búninginn Ásgeir Örn var alls ekki sáttur í leikslok og lét sína menn heyra það.Vísir/Pawel „Ég er rosalega svekktur með frammistöðuna og liðið,“ byrjaði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Já þetta líktist því hvernig þetta var fyrir áramót. Menn héldu að þeir gætu sett á sig búninginn, hitað upp og síðan kæmi bara sigurinn, það væri nóg, en svona virkar þetta ekki. Menn þurfa að hafa fyrir þessu, þetta er helvítis vinna. Þetta var hugarfarsvandamál í dag frá A til Ö,“ hélt Ásgeir áfram að segja. Ásgeir talaði aðeins um sóknarleikinn sem virkaði alls ekki í dag. „Já mögulega var of lítið um nýjar hugmyndir en við vorum samt alveg þokkalegir til að byrja með í fyrri hálfleiknum en síðan duttum við niður. Eftir það vorum við alltof staðir, tökum lélegar ákvarðarnir og því fór sem fór,“ endaði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka að segja.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti