Vildu mann grunaðan um brot gegn börnum framseldan frá Íslandi Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2024 15:32 Landsréttur vísaði málinu frá dómi Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur vísað máli frá dómi sem varðar erlendan mann dvaldi hér á landi sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum á erlendri grundu. Ástæðan er sú að maðurinn fór af landi brott og því ekki á færi íslenskra stjórnvalda að aðhafast í máli hans. Síðastliðinn mánudag var hann handtekinn erlendis. Ríkissaksóknari hafði krafist þess að maðurinn yrði framseldur til annars ótilgreinds lands á grundvelli evrópskar handtökuskipunar. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á þá kröfu. Brotin sem manninum eru gefin að sök eru kynferðisbrot gegn börnum, framin á árunum 2021 til 2023. Brotin sem maðurinn er grunaður um væru einnig refsiverð á Íslandi. Miðað við lagaákvæði sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms er um að ræða brot er varða: útbúning, öflun, og dreifingu á efni sem sýnir nekt eða kynferðislega háttsemi, kynferðislega áreitni gegn barni sem fellur ekki undir samræði, og birting og útbúningur kláms. Brotin varði allt að tuttugu ára fangelsi Fram kemur að umrædd brot gætu varðað allt að tuttugu ára fangelsi í landinu sem vill fá manninn afhentan, en það á ekki við um íslenska refsirammann. Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir manninum að hann hafi verið búsettur á Íslandi í rúm tvö ár og starfa hér á landi. Hann hafi aðlagast íslensku samfélagi og ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi. Þá hafnaði hann því að hann hafi reynt að leynast erlendum yfirvöldum hér á landi. Hann sagðist hafa átt erfitt uppdráttar og flutt til Íslands til að hefja nýtt líf. Hér líði honum vel. Viðurkenndi að hafa fengið senda myndir Maðurinn hafnaði því sem hann er sakaður um. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk handtökuskipunina í hendur þann annan febrúar og hún handtók manninn daginn eftir. Í skýrslutöku, sem tekin var daginn þar á eftir, viðurkenndi maðurinn að hann hafi fengið sendar myndir í gegnum samfélagsmiðlana WhatsApp og Telegram, en neitaði sök að öðru leyti. Þá vildi maðurinn meina að tímalengd þeirrar refsingar sem kunni að liggja fyrir ætluðum brotum hans séu í slíku ósamræmi við alvarleika þeirra að fyrirhuguð málsmeðferð brjóti gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur féllst ekki á það og varð við beiðni erlendu yfirvaldanna um afhendingu mannsins, en líkt og áður segir vísaði Landsréttur málinu frá dómi þar sem maðurinn er kominn úr landi. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Sjá meira
Ríkissaksóknari hafði krafist þess að maðurinn yrði framseldur til annars ótilgreinds lands á grundvelli evrópskar handtökuskipunar. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á þá kröfu. Brotin sem manninum eru gefin að sök eru kynferðisbrot gegn börnum, framin á árunum 2021 til 2023. Brotin sem maðurinn er grunaður um væru einnig refsiverð á Íslandi. Miðað við lagaákvæði sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms er um að ræða brot er varða: útbúning, öflun, og dreifingu á efni sem sýnir nekt eða kynferðislega háttsemi, kynferðislega áreitni gegn barni sem fellur ekki undir samræði, og birting og útbúningur kláms. Brotin varði allt að tuttugu ára fangelsi Fram kemur að umrædd brot gætu varðað allt að tuttugu ára fangelsi í landinu sem vill fá manninn afhentan, en það á ekki við um íslenska refsirammann. Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir manninum að hann hafi verið búsettur á Íslandi í rúm tvö ár og starfa hér á landi. Hann hafi aðlagast íslensku samfélagi og ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi. Þá hafnaði hann því að hann hafi reynt að leynast erlendum yfirvöldum hér á landi. Hann sagðist hafa átt erfitt uppdráttar og flutt til Íslands til að hefja nýtt líf. Hér líði honum vel. Viðurkenndi að hafa fengið senda myndir Maðurinn hafnaði því sem hann er sakaður um. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk handtökuskipunina í hendur þann annan febrúar og hún handtók manninn daginn eftir. Í skýrslutöku, sem tekin var daginn þar á eftir, viðurkenndi maðurinn að hann hafi fengið sendar myndir í gegnum samfélagsmiðlana WhatsApp og Telegram, en neitaði sök að öðru leyti. Þá vildi maðurinn meina að tímalengd þeirrar refsingar sem kunni að liggja fyrir ætluðum brotum hans séu í slíku ósamræmi við alvarleika þeirra að fyrirhuguð málsmeðferð brjóti gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur féllst ekki á það og varð við beiðni erlendu yfirvaldanna um afhendingu mannsins, en líkt og áður segir vísaði Landsréttur málinu frá dómi þar sem maðurinn er kominn úr landi.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Sjá meira