Íslandsmeistaratitillinn sá þriðji í sögu Þórsara Snorri Már Vagnsson skrifar 23. febrúar 2024 18:41 Hafþór "Detinate" Örn, Pétur "Peterr" Örn, Alfreð "Allee" Leó og Davíð "Dabbehh" Matthíasson. Rafíþróttalið Þórs í Counter-Strike varð á dögunum Íslandsmeistari í Counter-Strike er þeir unnu Ljósleiðaradeildina. Íslandsmeistaratitillinn er sá þriðji sem karlalið Þórs í hópíþrótt vinnur Íslandsmeistaratitil. Tvisvar áður hafa Þórsarar orðið Íslandsmeistarar, en það var árin 1993 og 2001. Báðir voru titlarnir í innanhússfótbolta. Bjarni Sigurðsson, formaður Rafíþróttadeildar Þórs sagði strákana „ekki vera bara að skrifa sögu rafíþróttadeildarinnar heldur eru þeir að setja sig á spjöld sögunnar hjá Þór,“ sagði Bjarni er hann spjallaði við heimasíðu Þórs. Þórsarar sigruðu Ljósleiðaradeildina í algjörum úrslitaleik gegn liði NOCCO Dusty þann 17. febrúar, en Akureyringarnir höfðu tveggja stiga forskot á erkifjendurna í Dusty fyrir leik. Þórsarar unnu deildina því með fjögurra stiga forskoti eftir að haldast í hendur við Dusty nánast allt tímabilið. Næst á dagskrá fyrir íslensk Counter-Strike lið er Stórmeistaramótið, en það hefst þann 26. febrúar og má nálgast upplýsingar um mótið á frag.is Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti
Tvisvar áður hafa Þórsarar orðið Íslandsmeistarar, en það var árin 1993 og 2001. Báðir voru titlarnir í innanhússfótbolta. Bjarni Sigurðsson, formaður Rafíþróttadeildar Þórs sagði strákana „ekki vera bara að skrifa sögu rafíþróttadeildarinnar heldur eru þeir að setja sig á spjöld sögunnar hjá Þór,“ sagði Bjarni er hann spjallaði við heimasíðu Þórs. Þórsarar sigruðu Ljósleiðaradeildina í algjörum úrslitaleik gegn liði NOCCO Dusty þann 17. febrúar, en Akureyringarnir höfðu tveggja stiga forskot á erkifjendurna í Dusty fyrir leik. Þórsarar unnu deildina því með fjögurra stiga forskoti eftir að haldast í hendur við Dusty nánast allt tímabilið. Næst á dagskrá fyrir íslensk Counter-Strike lið er Stórmeistaramótið, en það hefst þann 26. febrúar og má nálgast upplýsingar um mótið á frag.is
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti