Heitir því að halda árásum í Líbanon áfram þrátt fyrir vopnahlé Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2024 23:54 Varnarmálaráðherra Ísraels segir vopnahlé í suðri ekki þýða vopnahlé í norðri. EPA/Abir Sultan Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels hefur heitið því að auka þungann í árásum þeirra á Hezbollah-samtökin í Líbanon jafnvel þó að vopnahlé náist á Gasasvæðinu. Hezbollahliðar hafa verið að gera loftárásir á skotmörk í Ísrael með reglulegu millibili undanfarna mánuði frá því stríð hófst á Gasa. Ísraelsmenn hafa svarað hverri árás fullum hálsi. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín báðum megin landamæra Ísraels og Líbanons vegna stöðugra loftárása og stórskotaliðsárása. Úr jarðarför Ali Dibs herforingja Hezbollah sem var drepinn í ísraelskri loftárás fyrr í mánuðinum. AP/Mohammed Zaatari „Við munum halda árásum áfram og við munum gera það óháð því sem gerist í suðri, þangað til við náum markmiðum okkar,“ segir varnarmálaráðherrann. AP greinir frá því að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, hafi sagt í ávarpi sem hann hélt fyrr í mánuðinum að samtökin litu svo á að vopnahlé á Gasasvæðinu jafngilti vopnahlé á líbönsku landamærunum en að þau myndu svara öllum árásum Ísraelshers ef hann héldi þeim áfram. Gamlar landamæraerjur Um tvö hundruð vígamenn Hezbollah og 35 óbreyttir líbanskir borgarar hafa látið lífið síðastliðna fimm mánuði vegna nær daglegra árása og gagnárása. Í Ísrael hafa níu hermenn og níu borgarar sömuleiðis látist. Mestu átökin eiga sér stað við landamærin eða skammt frá þeim í báðar áttir. Diplómatar frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum hafa lagt fram tillögur til breytinga á landamærum ríkjanna tveggja í von um að draga úr átökum þeirra á milli. Flestar eiga þær það sameiginlegt að vígamenn Hezbollah-samtakanna flytji sig fáa kílómetra frá landamærunum og að líbanski herinn auki viðveru sína þar. Ásamt því að viðræður eigi sér stað varðandi hluta landamæranna sem líbönsk yfirvöld halda fram að hafi verið numin af ísraelska hernum í kjölfar innrásar þess á níunda áratugnum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Líbanon Hernaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Hezbollahliðar hafa verið að gera loftárásir á skotmörk í Ísrael með reglulegu millibili undanfarna mánuði frá því stríð hófst á Gasa. Ísraelsmenn hafa svarað hverri árás fullum hálsi. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín báðum megin landamæra Ísraels og Líbanons vegna stöðugra loftárása og stórskotaliðsárása. Úr jarðarför Ali Dibs herforingja Hezbollah sem var drepinn í ísraelskri loftárás fyrr í mánuðinum. AP/Mohammed Zaatari „Við munum halda árásum áfram og við munum gera það óháð því sem gerist í suðri, þangað til við náum markmiðum okkar,“ segir varnarmálaráðherrann. AP greinir frá því að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, hafi sagt í ávarpi sem hann hélt fyrr í mánuðinum að samtökin litu svo á að vopnahlé á Gasasvæðinu jafngilti vopnahlé á líbönsku landamærunum en að þau myndu svara öllum árásum Ísraelshers ef hann héldi þeim áfram. Gamlar landamæraerjur Um tvö hundruð vígamenn Hezbollah og 35 óbreyttir líbanskir borgarar hafa látið lífið síðastliðna fimm mánuði vegna nær daglegra árása og gagnárása. Í Ísrael hafa níu hermenn og níu borgarar sömuleiðis látist. Mestu átökin eiga sér stað við landamærin eða skammt frá þeim í báðar áttir. Diplómatar frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum hafa lagt fram tillögur til breytinga á landamærum ríkjanna tveggja í von um að draga úr átökum þeirra á milli. Flestar eiga þær það sameiginlegt að vígamenn Hezbollah-samtakanna flytji sig fáa kílómetra frá landamærunum og að líbanski herinn auki viðveru sína þar. Ásamt því að viðræður eigi sér stað varðandi hluta landamæranna sem líbönsk yfirvöld halda fram að hafi verið numin af ísraelska hernum í kjölfar innrásar þess á níunda áratugnum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Líbanon Hernaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira