Heitir því að halda árásum í Líbanon áfram þrátt fyrir vopnahlé Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2024 23:54 Varnarmálaráðherra Ísraels segir vopnahlé í suðri ekki þýða vopnahlé í norðri. EPA/Abir Sultan Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels hefur heitið því að auka þungann í árásum þeirra á Hezbollah-samtökin í Líbanon jafnvel þó að vopnahlé náist á Gasasvæðinu. Hezbollahliðar hafa verið að gera loftárásir á skotmörk í Ísrael með reglulegu millibili undanfarna mánuði frá því stríð hófst á Gasa. Ísraelsmenn hafa svarað hverri árás fullum hálsi. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín báðum megin landamæra Ísraels og Líbanons vegna stöðugra loftárása og stórskotaliðsárása. Úr jarðarför Ali Dibs herforingja Hezbollah sem var drepinn í ísraelskri loftárás fyrr í mánuðinum. AP/Mohammed Zaatari „Við munum halda árásum áfram og við munum gera það óháð því sem gerist í suðri, þangað til við náum markmiðum okkar,“ segir varnarmálaráðherrann. AP greinir frá því að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, hafi sagt í ávarpi sem hann hélt fyrr í mánuðinum að samtökin litu svo á að vopnahlé á Gasasvæðinu jafngilti vopnahlé á líbönsku landamærunum en að þau myndu svara öllum árásum Ísraelshers ef hann héldi þeim áfram. Gamlar landamæraerjur Um tvö hundruð vígamenn Hezbollah og 35 óbreyttir líbanskir borgarar hafa látið lífið síðastliðna fimm mánuði vegna nær daglegra árása og gagnárása. Í Ísrael hafa níu hermenn og níu borgarar sömuleiðis látist. Mestu átökin eiga sér stað við landamærin eða skammt frá þeim í báðar áttir. Diplómatar frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum hafa lagt fram tillögur til breytinga á landamærum ríkjanna tveggja í von um að draga úr átökum þeirra á milli. Flestar eiga þær það sameiginlegt að vígamenn Hezbollah-samtakanna flytji sig fáa kílómetra frá landamærunum og að líbanski herinn auki viðveru sína þar. Ásamt því að viðræður eigi sér stað varðandi hluta landamæranna sem líbönsk yfirvöld halda fram að hafi verið numin af ísraelska hernum í kjölfar innrásar þess á níunda áratugnum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Líbanon Hernaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Hezbollahliðar hafa verið að gera loftárásir á skotmörk í Ísrael með reglulegu millibili undanfarna mánuði frá því stríð hófst á Gasa. Ísraelsmenn hafa svarað hverri árás fullum hálsi. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín báðum megin landamæra Ísraels og Líbanons vegna stöðugra loftárása og stórskotaliðsárása. Úr jarðarför Ali Dibs herforingja Hezbollah sem var drepinn í ísraelskri loftárás fyrr í mánuðinum. AP/Mohammed Zaatari „Við munum halda árásum áfram og við munum gera það óháð því sem gerist í suðri, þangað til við náum markmiðum okkar,“ segir varnarmálaráðherrann. AP greinir frá því að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, hafi sagt í ávarpi sem hann hélt fyrr í mánuðinum að samtökin litu svo á að vopnahlé á Gasasvæðinu jafngilti vopnahlé á líbönsku landamærunum en að þau myndu svara öllum árásum Ísraelshers ef hann héldi þeim áfram. Gamlar landamæraerjur Um tvö hundruð vígamenn Hezbollah og 35 óbreyttir líbanskir borgarar hafa látið lífið síðastliðna fimm mánuði vegna nær daglegra árása og gagnárása. Í Ísrael hafa níu hermenn og níu borgarar sömuleiðis látist. Mestu átökin eiga sér stað við landamærin eða skammt frá þeim í báðar áttir. Diplómatar frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum hafa lagt fram tillögur til breytinga á landamærum ríkjanna tveggja í von um að draga úr átökum þeirra á milli. Flestar eiga þær það sameiginlegt að vígamenn Hezbollah-samtakanna flytji sig fáa kílómetra frá landamærunum og að líbanski herinn auki viðveru sína þar. Ásamt því að viðræður eigi sér stað varðandi hluta landamæranna sem líbönsk yfirvöld halda fram að hafi verið numin af ísraelska hernum í kjölfar innrásar þess á níunda áratugnum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Líbanon Hernaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira