KR tilkynnti nefnilega í dag að Ívar hefði verið ráðinn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna út tímabilið.
KR er í 2. deildinni kvennamegin og þar er stefnan tekin strax upp aftur.
Stelpurnar í KR eiga leik í Lengjubikarnum í kvöld gegn Augnabliki og Ívar verður strax mættur á bekkinn.
Eftir að farsælum atvinnumannaferli lauk hjá Ívari þá hefur hann sinnt ýmsu og þar á meðal í stjórn KSÍ. Viðvera hans þar var þó styttri en menn áttu von á því hann bauð ekki krafta sína fram á nýliðnu ársþingi.
Ívar skrifaði pistil á Vísi í kjölfar ákvörðunar sinnar þar sem hann gagnrýndi meðal annars aðkomu ÍTF að stjórn sambandsins.