Fótbolti

Orra-laust FCK vann mikil­vægan sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Claesson skoraði fyrra mark FCK í kvöld.
Viktor Claesson skoraði fyrra mark FCK í kvöld. Mateusz Slodkowski/Getty Images

Orri Steinn Óskarsson var ekki í leikmannahóp FC Kaupmannahafnar þegar liðið FC Nordsjælland 2-0 í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson var hins vegar í hópnum en hann sat á bekknum að þessu sinni.

Sænski landsliðsmaðurinn Viktor Claesson hóf leikinn í fremstu línu hjá FCK og hann braut ísinn á 30. mínútu eftir undirbúning Elias Achouri. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 í hálfleik.

Achouri tvöfaldaði forystuna eftir tæpa klukkustund og reyndist það síðasta mark leiksins, lokatölur 2-0 meisturunum í vil.

Með sigrinum fer FCK upp í 2. sæti deildarinnar með 39 stig. Sverrir Ingi Ingason og félagarí Midtjylland eru í 3. sæti, einnig með 39 stig, en lakari markatölu en FCK. Bröndby tróna hins vegar enn á toppnum með 40 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×