Blikar horfa út fyrir landsteinana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 23:01 Daniel Obbekjær er að mestu alinn upp hjá OB. Hann á að baki fjölda landsleikja fyrir yngri landslið Danmerkur. OB Breiðablik er í þann mund að semja við tvo leikmenn frá Skandinavíu sem munu leika með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Annar er Dani sem spilaði síðast í Færeyjum og hinn er norskur framherji sem hefur nær eingöngu spilað í heimalandinu. Fótbolti.net greinir frá því að danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær sé að ganga í raðir Breiðabliks. Um er að ræða réttfættan miðvörð sem er 1.94 metri á hæð. Undanfarin tvö ár hefur Obbekjær spilað með 07 Vestur í Færeyjum. Hann á að baki tvo leiki fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni sem og hann hefur spilað á Ítalíu og í Kanada. Norski fjölmiðillinn Nettavisen greinir frá því að Benjamin Stokke, 33 ára gamall framherji, sé við það að ganga í raðir Breiðabliks. Hann hefur nær allan sinn feril leikið í Noregi ef frá er talið eitt tímabil með Randers í Danmörku. Þar lék hann 34 leiki í efstu deild og skoraði fimm mörk. Í Noegi hefur hann leikið með Mjöndalen, Vålerenga, Levanger, Sandefjord og nú síðast Kristiansund. Þar var hann liðsfélagi Brynjólfs Darra Willumssonar en sá er uppalinn hjá Breiðabliki. Stokke var öflugur upp við mark andstæðinganna á síðustu leiktíð og skoraði alls 17 mörk í 34 leikjum þegar Kristiansund tryggði sér sæti í norsku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Hann er nú samningslaus og virðist vera á leið í Kópavoginn. Stokke hefur spilað víða á ferlinum. Þar á meðal með Vålerenga.Vålerenga Miklar breytingar hafa orðið á liði Blika á milli ára en Halldór Árnason tók við þjálfun liðsins undir lok síðasta tímabil eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Anton Logi Lúðvíksson elti Óskar Hrafn til Haugesund. Ágúst Eðvald Hlynsson og Davíð Ingvarsson fóru til Danmerkur, Ágúst Orri Þorsteinsson fór til Genoa á Ítalíu, Gísli Eyjólfsson til Svíþjóðar, Klæmint Olsen aftur til NSÍ í Færeyjum og Oliver Stefánsson til ÍA. Blikar hafa líka verið duglegir að fá til sín leikmenn en Aron Bjarnason kom frá Sirius í Svíþjóð. Arnór Gauti Jónsson kom frá Fylki og uppaldi Blikinn Kristinn Jónsson kom frá KR. Breiðablik mætir FH þann 8 apríl næstkomandi í 1. umferð Bestu deildar karla. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira
Fótbolti.net greinir frá því að danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær sé að ganga í raðir Breiðabliks. Um er að ræða réttfættan miðvörð sem er 1.94 metri á hæð. Undanfarin tvö ár hefur Obbekjær spilað með 07 Vestur í Færeyjum. Hann á að baki tvo leiki fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni sem og hann hefur spilað á Ítalíu og í Kanada. Norski fjölmiðillinn Nettavisen greinir frá því að Benjamin Stokke, 33 ára gamall framherji, sé við það að ganga í raðir Breiðabliks. Hann hefur nær allan sinn feril leikið í Noregi ef frá er talið eitt tímabil með Randers í Danmörku. Þar lék hann 34 leiki í efstu deild og skoraði fimm mörk. Í Noegi hefur hann leikið með Mjöndalen, Vålerenga, Levanger, Sandefjord og nú síðast Kristiansund. Þar var hann liðsfélagi Brynjólfs Darra Willumssonar en sá er uppalinn hjá Breiðabliki. Stokke var öflugur upp við mark andstæðinganna á síðustu leiktíð og skoraði alls 17 mörk í 34 leikjum þegar Kristiansund tryggði sér sæti í norsku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Hann er nú samningslaus og virðist vera á leið í Kópavoginn. Stokke hefur spilað víða á ferlinum. Þar á meðal með Vålerenga.Vålerenga Miklar breytingar hafa orðið á liði Blika á milli ára en Halldór Árnason tók við þjálfun liðsins undir lok síðasta tímabil eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Anton Logi Lúðvíksson elti Óskar Hrafn til Haugesund. Ágúst Eðvald Hlynsson og Davíð Ingvarsson fóru til Danmerkur, Ágúst Orri Þorsteinsson fór til Genoa á Ítalíu, Gísli Eyjólfsson til Svíþjóðar, Klæmint Olsen aftur til NSÍ í Færeyjum og Oliver Stefánsson til ÍA. Blikar hafa líka verið duglegir að fá til sín leikmenn en Aron Bjarnason kom frá Sirius í Svíþjóð. Arnór Gauti Jónsson kom frá Fylki og uppaldi Blikinn Kristinn Jónsson kom frá KR. Breiðablik mætir FH þann 8 apríl næstkomandi í 1. umferð Bestu deildar karla.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira