Macron útilokar ekki að senda hermenn inn í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2024 06:44 Frakkar eru uggandi yfir stöðu mála í Úkraínu, þar sem Rússar virðast vera með yfirhöndina. AP/Gonzalo Fuentes Emmanuel Macron Frakklandsforseti vildi ekki útiloka í gær að hermenn Evrópuríkja yrðu sendir inn í Úkraínu. Ítrekaði hann hins vegar að ekkert samkomulag lægi fyrir þar að lútandi. Ummælin lét forsetinn falla á fundi sem hann boðaði til um stöðu mála í Úkraínu, í tilraun til að viðhalda og efla stuðning við Úkraínumenn. Sagði hann ekkert liggja fyrir um að senda hermenn inn í Úkraínu en að það ætti ekki að útiloka þann möguleika. „Við munum gera allt sem við getum til að tryggja að Rússar fari ekki með sigur af hólmi,“ sagði Macron. Forsetinn benti á að það sem áður var talið ógerlegt, til að mynda að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægum vopnum og orrustuþotum, hefði verið gert. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að ná markmiði okkar.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópuleiðtogi ræðir það opinberlega að styðja Úkraínu með því að senda hermenn inn í landið. Macron sagði enda að afstaða Rússa hefði breyst. „Þeir freista þess að ná auknu landsvæði á sitt vald og hafa augastað ekki bara á Úkraínu heldur einnig mörgum öðrum ríkjum, þannig að það er mikil ógn sem stafar af Rússum,“ sagði forsetinn. Sagði hann sigur á Rússum nauðsynlegan til að tryggja frið og öryggi í Evrópu. Meðal viðstaddra á fundinum voru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, Andrzej Duda, forseti Póllands, og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Þá voru einnig viðstaddir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og Kanada. Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Úkraína Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla á fundi sem hann boðaði til um stöðu mála í Úkraínu, í tilraun til að viðhalda og efla stuðning við Úkraínumenn. Sagði hann ekkert liggja fyrir um að senda hermenn inn í Úkraínu en að það ætti ekki að útiloka þann möguleika. „Við munum gera allt sem við getum til að tryggja að Rússar fari ekki með sigur af hólmi,“ sagði Macron. Forsetinn benti á að það sem áður var talið ógerlegt, til að mynda að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægum vopnum og orrustuþotum, hefði verið gert. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að ná markmiði okkar.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópuleiðtogi ræðir það opinberlega að styðja Úkraínu með því að senda hermenn inn í landið. Macron sagði enda að afstaða Rússa hefði breyst. „Þeir freista þess að ná auknu landsvæði á sitt vald og hafa augastað ekki bara á Úkraínu heldur einnig mörgum öðrum ríkjum, þannig að það er mikil ógn sem stafar af Rússum,“ sagði forsetinn. Sagði hann sigur á Rússum nauðsynlegan til að tryggja frið og öryggi í Evrópu. Meðal viðstaddra á fundinum voru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, Andrzej Duda, forseti Póllands, og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Þá voru einnig viðstaddir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og Kanada.
Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Úkraína Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent