Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2024 06:33 Samkomulagið kveður á um stóraukna neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa og að öllum nema fullorðnum mönnum verði hleypt aftur norður. AP/Fatima Shbair Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. Basem Naim, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas á Gasa sagði í gær að samtökin hefðu ekki fengið nýjar tillögur formlega í hendur eftir viðræður í París í síðustu viku, sem áttu sér stað fyrir millgöngu Bandaríkjanna, Egyptalands og Katar. Ummæli Biden væru ekki í takt við raunveruleikann „á víglínunni“. Embættismenn í Ísrael sögðu sömuleiðis í samtali við Reuters að ummæli Biden hefðu komið á óvart og að ekkert samráð hefði verið haft við stjórnvöld í Ísrael áður en þau voru látin falla. Þannig væru Hamas-liðar enn að gera óraunhæfar kröfur í viðræðunum. Biden sagði meðal annars að Ísraelsmenn hefðu samþykkt að láta af árásum yfir Ramadan, föstuhátíð múslima, í þeim tilgangi að gefa samningateyminu tækifæri til að ná öllum gíslum frá Gasa. Vísir greindi frá ákveðnum skilmálum vopnahléssamkomulagsins sem nú liggur á borðinu í gær en samkvæmt Guardian felur það einnig í sér að Ísraelsmenn heimiluðu viðgerðir á heilbrigðisstofnunum og bakaríum á Gasa, hleyptu 500 flutningabifreiðum með neyðaraðstoð inn á svæðið á hverjum degi og að þeim gríðarlega fjölda sem væri á vergangi yrði séð fyrir tjöldum og öðru skjóli. Þá yrði öðrum en fullorðnum mönnum leyft að snúa aftur til norðurhluta Gasa. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Basem Naim, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas á Gasa sagði í gær að samtökin hefðu ekki fengið nýjar tillögur formlega í hendur eftir viðræður í París í síðustu viku, sem áttu sér stað fyrir millgöngu Bandaríkjanna, Egyptalands og Katar. Ummæli Biden væru ekki í takt við raunveruleikann „á víglínunni“. Embættismenn í Ísrael sögðu sömuleiðis í samtali við Reuters að ummæli Biden hefðu komið á óvart og að ekkert samráð hefði verið haft við stjórnvöld í Ísrael áður en þau voru látin falla. Þannig væru Hamas-liðar enn að gera óraunhæfar kröfur í viðræðunum. Biden sagði meðal annars að Ísraelsmenn hefðu samþykkt að láta af árásum yfir Ramadan, föstuhátíð múslima, í þeim tilgangi að gefa samningateyminu tækifæri til að ná öllum gíslum frá Gasa. Vísir greindi frá ákveðnum skilmálum vopnahléssamkomulagsins sem nú liggur á borðinu í gær en samkvæmt Guardian felur það einnig í sér að Ísraelsmenn heimiluðu viðgerðir á heilbrigðisstofnunum og bakaríum á Gasa, hleyptu 500 flutningabifreiðum með neyðaraðstoð inn á svæðið á hverjum degi og að þeim gríðarlega fjölda sem væri á vergangi yrði séð fyrir tjöldum og öðru skjóli. Þá yrði öðrum en fullorðnum mönnum leyft að snúa aftur til norðurhluta Gasa. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37